Upplýsingar um leyfi

Leyfi til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing

Leyfi til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing er veitt samkvæmt lögum nr. 27/1981 um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Þeir sem lokið hafa BS- eða cand. oecon.-prófi frá viðskiptadeild eða BS-prófi frá hagfræðideild viðurkennds íslensks háskóla eða meistaranámi frá framangreindum deildum, sbr. lög nr. 136/1997, um háskóla, þurfa ekki leyfi ráðherra.

Þeir sem lokið hafa námi, hvort heldur BS/BA eða MS/MA, frá erlendum háskólum þurfa að sækja um heimild til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing.

Sækja skal um leyfið til atvinnuvega- og nýsköpunrráðuneytisins sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

Frumrit af prófskírteinum eða staðfest ljósrit (þýðing prófskírteins á að vera frá löggiltum þýðanda).

Sérstök þriggja manna nefnd sem ráðherra skipar fer yfir umsóknir. Mæli nefndin með umsókninni veitir iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfið.

Nánari upplýsingar veitir Helga Halldórsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi.