Fréttir frá stofnunum

22.3.2017 Vefur Fiskistofu - Fréttir Aflayfirlit: fyrri helmingur fiskveiðiársins

Heildarafli íslenska flotans á fyrra helmingi fiskveiðiársins 2016/2017 nam tæpum 425 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 472 þúsund tonn.  Meginskýringin á samdrættinum milli ára er sjómannaverkfallið. Afli og kvótastaða krókaaflabáta er í góðu jafnvægi en áhrif verkfallsins eru augljós á aflamarksskipin. Nokkur aukning varð milli ára í uppsjávarfiski.

22.3.2017 Allar fréttir Dagsektir vegna aðbúnaðar nautgripa og sauðfjár

Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á bónda á Suðurlandi vegna aðbúnaðar og ástands nautgripa og sauðfjár á bænum. Um endurtekið brot er að ræða án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafi verið virtar.

22.3.2017 www.matis.is - Fréttir Þekking og færni í matvælagreinum

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl þar sem fjallað verður um leiðir til að efla þekkingu og færni innan matvælagreina. Matís hefur frá stofnun lagt áherslu á náið samstarf með hagaðilum um framþróun matvælagreina á Íslandi með það að markmiði að auka verðmætasköpun, bæta matvælaöryggi og lýðheilsu. Matís er stoltur þátttakandi í samstarfsvettvangnum Matvælalandið Ísland.  

21.3.2017 Byggðastofnun Íslenskir aðilar þátttakendur í sex af tíu nýjum norðurslóðaverkefnum

Íslenskir aðilar þátttakendur í sex af tíu nýjum norðurslóðaverkefnum

Íslenskir aðilar þátttakendur í sex af tíu nýjum norðurslóðaverkefnum. Samtals nema styrkir til verkefnanna 10,5 milljónir evra en heildarkostnaður er um 15 milljónir evra. Verkefni með íslenskum þátttakendum eru:

20.3.2017 Allar fréttir Eftirlitsdýralæknir á Akureyri

Staða eftirlitsdýralæknis við umdæmisstofu Matvælastofnunar á Akureyri eru laus til umsóknar. Aðsetur annars staðar innan umdæmisins en á Akureyri er samkomulagsatriði. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fljótlega. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2017.

20.3.2017 Byggðastofnun Íbúafundir í fimm byggðarlögum í janúar og febrúar

Frá íbúafundi á Klaustri

Þann 22. febrúar s.l. var haldinn íbúafundur í Hrísey og var hann sá fimmti og síðasti í röð íbúafunda sem hófst í Breiðdal í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina, í nóvember s.l., en aðrir fundir frestuðust fram yfir áramót af ýmsum ástæðum. Byggðarlög undir hatti Brothættra byggða voru alls sjö, en um áramót lauk formlega séð verkefninu Bíldudalur – samtal um framtíðina. Heimamenn á Bíldudal halda þó áfram með ýmis mál, meðal annars þau sem fengu styrki frá verkefninu.

20.3.2017 Allar fréttir Eftirlit með velferð dýra á Norðurlandi

Matvælastofnun leitar að dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings við eftirlit með aðbúnaði og velferð dýra á Norðurlandi með starfsstöð á Akureyri. Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2017.

20.3.2017 Vefur Fiskistofu - Tilkynningar Svipting veiðileyfa í febrúar

N/A

20.3.2017 Allar fréttir Miðlun upplýsinga um ofnæmisvalda í óforpökkuðum matvælum

Nú er að hefjast sameiginlegt eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga sem ætlað er að kanna hvort matvælafyrirtæki sem selja óforpakkaðan mat, s.s. veitingastaðir, kaffihús, verslanir o.fl., fari að settum reglum hvað varðar upplýsingagjöf um ofnæmis- og óþolsvalda. Heilbrigðisfulltrúar um allt land munu á næstu mánuðum heimsækja matvælafyrirtæki sem selja óforpakkaðan mat, kanna hvaða aðferð fyrirtæki beita til að upplýsa viðskiptavini sína um ofnæmisvalda og hvort upplýsingar um ofnæmisvalda séu réttar.

20.3.2017 www.matis.is - Fréttir Ný norræn matargerð - kraumandi hugmyndaauðgi

Norrænt samstarf er Íslendingum mikilvægt. Hið norræna eldhús er einn vettvangur norræns samstarfs, þar kennir margra grasa. Í síðustu viku greindu Bændasamtök Íslands frá norrænu matarverðlaununum Emblu hvar óskað er eftir tilnefningum í sjö flokka fram til 17. apríl. Tveimur dögum síðar eða 19. apríl renna út frestir til að senda inn verkefnahugmyndir til skrifstofu norræna ráðherraráðsins  sem ganga annarsvegar út á mat fyrir æskublóma Norðurlandanna og hinsvegar út á mörkun/ kynningu norrænar matarmenningar og gildum hennar.