Fréttir frá stofnunum

23.5.2017 Allar fréttir Fjárfestingastuðningur í svínarækt – umsóknarfrestur til 31. maí

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna fjárfestingastuðnings í svínarækt í samræmi við ákvæði VII. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016. Fjárfestingastuðningur er veittur þeim framleiðendum sem hyggjast fara í framkvæmdir til að hraða því að standast kröfur samkvæmt reglugerð um velferð svína nr. 1276/2014, með síðari breytingum.

23.5.2017 Allar fréttir Nýliðunarstuðningur í landbúnaði - umsóknarfrestur framlengdur

Matvælastofnun hefur framlengt umsóknarfrest vegna umsókna um nýliðunarstuðning í samræmi við ákvæði IV. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016. Umsóknarfrestur er til 20. júni 2017 og er stefnt að opna fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu 7. júní 2017.

22.5.2017 Allar fréttir Matvælastofnun birtir hagtölur í landbúnaði fyrir árið 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.

19.5.2017 Vefur Fiskistofu - Tilkynningar Stöðvun strandveiða á svæði A í maí

N/A

19.5.2017 Allar fréttir Varúðarráðstöfunum vegna fuglaflensu aflétt

Starfshópur vegna fuglaflensu, sem í sitja sérfræðingar Matvælastofnunar, Háskóla Íslands og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum, telur nú litlar líkur á að alvarlegt afbrigði af fuglaflensu sé til staðar í villtum fuglum hér á landi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið felldi úr gildi í dag þær tímabundnu varúðarráðstafanir sem fyrirskipaðar voru með auglýsingu nr. 241/2017, að tillögu Matvælastofnunar.

19.5.2017 Allar fréttir Kadmíum yfir leyfilegum mörkum í áburði

Lífland hefur innkallað áburðartegundina LÍF 21-6-9,5+Se, vegna of hás kadmíumsinnihalds. Kadmíum mældist 71 mg/kg fosfórs samkvæmt niðurstöðum efnagreininga Matvælastofnunar en kadmíum má mest vera 50 mg/kg forsfórs. Einungis eru komnar niðurstöður úr efnamælinum tveggja áburðartegunda og reyndist hin tegundin LÍF 20,6-11-9+Se í lagi.

19.5.2017 Allar fréttir Viðbrögð við laxalús

Matvælastofnun hefur samþykkt umsókn um lyfjameðhöndlun til varnar laxalús í sjókvíum í einni eldisstöð í Arnarfirði. Meira hefur verið af laxalús að undanförnu en í hefðbundnu árferði í kjölfar mikilla hlýinda í vetur og miða aðgerðirnar að því að fyrirbyggja uppsöfnun laxalúsar í sumar. Er þetta í fyrsta sinn frá því á níunda áratugnum sem gripið hefur verið til lyfjameðhöndlunar gegn laxalús á Íslandi.

19.5.2017 Allar fréttir Dagsektir lagðar á hrossaeiganda

Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á hrossaeigenda á Austurlandi vegna ástands girðingar þar sem hross hans eru haldin. Óheld girðing meðfram þjóðvegi veldur hættu fyrir dýr og menn, auk þess sem víra- og snæraflækjur innan girðingar valda slysahættu fyrir hestana. Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar.

19.5.2017 Vefur Fiskistofu - Tilkynningar Niðurstaða tilboðsmarkaðar í kolmunna

N/A

19.5.2017 Allar fréttir Krafa um skaðabætur staðfest

Þann 18. maí 2017 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli Kræsingar ehf. gegn Matvælstofnun þar sem viðurkennd er skaðabótaskylda Matvælastofnunar vegna tilkynningar sem birt var á heimasíðu stofnunarinnar þann 27. febrúar 2013 og varðaði framleiðslu fyrirtækisins.