Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál
  • °Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín flytur skrifstofuna á Suðurland í næstu viku

16.5.2017

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið á Suðurland dagana 22. - 24. maí. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmenn ráðherra. 

Ráðherrann verður með viðtalstíma á Hvolsvelli milli kl. 08:30 og 12:00 þriðjudaginn 23. maí í Pálsstofu í Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, 860 Hvolsvelli. 

Óskir um viðtöl skulu berast á netfangið gudny.steina.petursdottir hjá anr.is

Tilgangurinn með flutningunum er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og styrkja tengsl ráðuneytisins við sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að skrifstofan flytji tímabundið út á land þrisvar til fjórum sinnum á ári en í febrúar sl. var hún flutt á Ísafjörð.

Til baka