Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál
 • Umhverfissjóður-sjókvíaeldis
  Umhverfissjóður-sjókvíaeldis

Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum

12.4.2017

Meginmarkmið með styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Að þessu sinni var úthlutað tíu styrkjum alls að upphæð 86,6 m.kr. 

Eftirtöld verkefni hlutu styrk:

 1. Matís og Hafrannsóknastofnun. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna 6 m.kr.
 2. Hafrannsóknastofnun. Útbreiðsla laxfiska og umhverfisþættir vatnsfalla á Austfjörðum 3 m.kr.
 3. Náttúrustofa Vestfjarða. Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 4,94 m.kr.
 4. Náttúrustofa Vestfjarða.  Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla  1,8 m.kr.
 5. Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 22 m.kr.
 6. Tilraunastöð HÍ að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum 5 m.kr.
 7. Landssamband Veiðifélaga. Gerð skýrslu um heildar efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi 1 m.kr.
 8. Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan 4 m.kr.
 9. Hafrannsóknastofnun. Áhætta erfðablöndunar á villta stofna 13,875 m.kr.
 10. Hafrannsóknastofnun. Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða 25 m.kr.
Til baka