Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál
  • Hestasýningin Equitana
    Hestasýningin Equitana

Markaðsverkefnið „Horses of Iceland“ kynnt á stærstu hestasýningu í Evrópu

29.3.2017

Markaðsverkefnið Horses of Iceland var áberandi á hestasýningunni Equitana sem haldin var í Essen í Þýskalandi um liðna helgi. Þetta er stærsta hestasýning í Evrópu og er áætlað að um 200.000 gestir hafi sótt sýninguna. Á sýningunni tóku Íslendingar í fyrsta sinn sameiginlega þátt undir merkjum Horses of Iceland og kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verkefnið. 

 Á sýningunni fundaði ráðherra m.a. með nýkjörinni stjórn IPZV sem eru samtök Íslandshesta-eigenda í Þýskalandi og lýstu þau yfir mikilli ánægju með Horses of Iceland verkefnið og jafnframt vilja til að taka þátt í því. Næsta heimsmeistaramót Íslenska hestsins verður haldið í Berlín 2019 og fundaði ráðherra jafnframt með skipuleggjendum þess.

Markaðsverkefnið Horses of Iceland  er samstarfsverkefni landbúnaðarráðherra og fjölmargra aðila sem með einum eða öðrum hætti tengjast íslenska hestinum bæði hér á landi og erlendis. Tilgangur verkefnisins er að auka vitund um og styrkja ímynd íslenska hestsins á alþjóðavettvangi. Markmiðið er að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestum, vörum og þjónustu honum tengdum með faglegu markaðsstarfi undir merjum Horses of Iceland – bring you closer to nature.


Þorgerður Katrín með stjórn IPZV, Auði Eddu fulltrúa sendiherra Íslands í Þýskalandi og Kristjáni Skarphéðinssyni ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Hestasýningin Equitana

 

Til baka