Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál
  • Mynd: Norden
    Íslenskur hestur
    Mynd: Norden

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar

4.4.2017

 Markmið með styrkjum úr þróunarframlagi til hrossaræktar er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. 

Styrkhæf eru hvers konar verkefni er lúta að:

 

  1. Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða meðferð
  2. Tamningum og þjálfun hrossa sem stuðla að auknum árangri og ávinningi
  3. Markaðs-, kynningar- og nýsköpunarstarfi

 

Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rannsóknir. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 5,6 milljónir króna.

Í umsóknum skal gerð skýr grein fyrir verkefninu sem í hlut á, markmiði þess, framkvæmdaáætlun og ávinningi. Hverri umsókn skal fylgja greinargóð kostnaðaráætlun. Ráðuneytið metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.

Umsóknir skulu berast atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið postur@anr.is

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2017.  

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinsson í síma 545 9700. Einnig má senda fyrirspurnir með tölvupósti á netfangið postur@anr.is.

 

 

Til baka