Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál

Þorgerður Katrín flytur skrifstofuna á Suðurland í næstu viku - 16.5.2017

°Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið á Suðurland dagana 22. 23. og 24. maí næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmenn ráðherra. 

Lesa meira

Reglur byggðakvóta 2016-2017 - 15.5.2017

Byggðakvóti

Hér má sjá tillögur bæjar- og sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2016-2017

Lesa meira

Ísland og EFSA leggjast á eitt gegn sýklalyfjaónæmi - 15.5.2017

Sýklalyfjaónæmi

Í gær tók Matvælastofnun á móti sendinefnd Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), með Dr. Bernhard Url forstjóra í broddi fylkingar. Tilefni heimsóknar EFSA til Íslands er að ræða sameiginlegar áherslur á sviði matvælaöryggis, lýð- og dýraheilsu og stuðla að samstarfi með íslenskum yfirvöldum og vísindasamfélagi. Helsta umfjöllunarefni heimsóknarinnar er vaxandi þol baktería gegn sýklalyfjum, ein helsta ógn sem steðjar að lýð- og dýraheilsu í dag.

Lesa meira

Nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni - 8.5.2017

Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nefndin skal skila tillögum sínum til ráðherra í formi lagafrumvarps eigi síðar en 1. desember 2017.

Lesa meira

Veiðidögum á grásleppu fjölgað um 10 - 29.4.2017

Grásleppa

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð úr 36 í 46. Það verður gert með reglugerð sem tekur gildi næsta miðvikudag, 3. maí 2017.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu - 25.4.2017

Umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, 5. hæð, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 5. maí 2017.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum - 25.4.2017

Umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, 5. hæð fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 4. maí 2017.

Lesa meira

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar - umsóknarfrestur til 1. maí - 12.4.2017

Búskapur í sveit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. 

Lesa meira

Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum - 12.4.2017

Umhverfissjóður-sjókvíaeldis

Meginmarkmið með styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Að þessu sinni var úthlutað tíu styrkjum alls að upphæð 86,6 m.kr. 


Lesa meira

Fyrirkomulag strandveiða 2017 - 12.4.2017

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017. Aukning verður á veiðiheimildum á svæði D um 200 tonn frá fyrra ári, og heildaraflaheimildir hækkaðar úr 9.000 tonnum í 9.200 tonn. 

Lesa meira

MATARAUÐUR ÍSLANDS - 6.4.2017

Matarauður Íslands

MATARAUÐUR ÍSLANDS er nýtt heiti á verkefni um matvælaframleiðslu, matarmenningu og matarferðaþjónustu og heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Verkefnið hét áður Matvælalandið Ísland en það nafn reyndist frátekið af samstarfshópi nokkurra hagaðila í matvælageiranum.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar - 4.4.2017

Mynd: Norden

 Markmið með styrkjum úr þróunarframlagi til hrossaræktar er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 5,6 milljónir króna.

Lesa meira

Markaðsverkefnið „Horses of Iceland“ kynnt á stærstu hestasýningu í Evrópu - 29.3.2017

Hestasýningin Equitana

Markaðsverkefnið Horses of Iceland var áberandi á hestasýningunni Equitana sem haldin var í Essen í Þýskalandi um liðna helgi. Þetta er stærsta hestasýning í Evrópu og er áætlað að um 200.000 gestir hafi sótt sýninguna.  Á sýningunni tóku Íslendingar í fyrsta sinn sameiginlega þátt undir merkjum Horses of Iceland og kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verkefnið.

Lesa meira

Skýrsla um Matvælastofnun - 28.3.2017

Matvælastofnun

Matvælastofnun býr að verðmætum mannauði en styrkja þarf starf stofnunarinnar, m.a. með markvissari stjórnun og stefnumótun, skýrari verklagsreglum og betri miðlun upplýsinga. Jafnframt er þörf á heildstæðri matvælastefnu auk þess sem skipulag matvælaeftirlits er of flókið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjarna Snæbjarnar Jónssonar stjórnunarráðgjafa og Ólafs Oddgeirssonar dýralæknis sem falið var að gera úttekt á stjórnun og starfi Matvælastofnunar og því hvernig stofnunin sinnir matvælaeftirliti og eftirliti með dýravelferð.

Lesa meira

Varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla - 23.3.2017

Rauðbrystingar á flugi, ljósmynd Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaflensa af völdum alvarlegs afbrigðis fuglaflensuveiru af sermisgerðinni H5N8 hefur breiðst hratt út í Evrópu frá því í október á síðasta ári, bæði í villtum fuglum og alifuglum, m.a. á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Af þeim sökum hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gefið út tímabundnar varúðarreglur sem öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla er skylt að fylgja.

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerðarbreyting um sóttvarnarstöðvar fyrir alifugla - 23.3.2017

Í reglugerðinni er mælt fyrir um að leyfisveitingar til að reka sóttvarnarstöð skuli færðar til Matvælastofnunar. Matvælastofnun verður ennfremur veitt heimild til að afturkalla leyfi til reksturs sóttvarnastöðvar án fyrirvara. Þessi breyting er í samræmi við þá stefnu að einfalda beri stjórnsýslu.

Lesa meira

Áætlun um mat á gróðurauðlindum - 14.3.2017

Gróðurþekja - samkomulag undirritað

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landssamtök sauðfjárbænda, hafa gert með sér samkomulag til 10 ára um um mat á gróðurauðlindum. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á. Hins vegar að þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Lesa meira

Frumvarp til umsagnar: Endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins - 6.3.2017

Kýr

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa verið unnin drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum sem m.a. mæla fyrir um frávik frá samkeppnislögum fyrir mjólkuriðnaðinn. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar til og með 17. mars.

Þá er jafnframt unnið að því í ráðuneytinu að forma tillögur hvernig best verði staðið að ráðstöfun innflutningskvóta með hliðsjón af hagsmunum neytenda. Tillögur að breytingum þess efnis verða kynntar sérstaklega þegar þær liggja fyrir.

Lesa meira

Reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017 - 27.2.2017

Í reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017 er líkt og áður gefinn út fjöldi veiðidaga til bráðabirgða þar til lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar liggur fyrir um mánaðamótin mars/apríl. Upphafsfjöldi daga er sá sami og áður eða 20 veiðidagar.  Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða - 22.2.2017

Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða gildir um allar sláturafurðir sem fluttar eru á erlendan markað eða til sölu innanlands og skal flokka og merkja sláturafurðir eftir tegundum og gæðum samkvæmt reglugerðinni. 

 

Lesa meira

TIL UMSAGNAR: Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði og fóðri - 20.2.2017

Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði og fóðri er sett með stoð í 6. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Þar er mælt fyrir um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um opinbera birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með fóðri, áburði og sáðvöru. Samkvæmt núgildandi reglugerð nr. 291/2010 um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði er ekki fjallað um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með fóðri.

Lesa meira

Heildarafli Íslands á loðnu aukinn í 196 þúsund tonn - 14.2.2017

Loðna

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 tonn á þessari vertíð. Áætlað heildarverðmæti loðnuaflans er um 17 milljarðar króna.

Lesa meira

Mat á þjóðhagslegum kostnaði verkfalls sjómanna - 10.2.2017

Skýrsla um áhrif sjómannaverkfalls kynnt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti í dag skýrslu þar sem lagt er mat á þjóðhagslegan kostnað af verkfalli sjómanna. Vinnuhópur starfsmanna úr fjórum ráðuneytum ásamt fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga unnu að skýrslunni ásamt sérfræðingum frá Íslenska sjávarklasanum.

Lesa meira

Skrifstofa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur tímabundið á Ísafjörð - 8.2.2017

Þorgerður Katrín

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið vestur á Ísafjörð dagana 13. 14. og 15. febrúar næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.

Lesa meira

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga - 31.1.2017

Búskapur í sveit

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga, með það fyrir augum að stuðla að meiri sátt og víðtækara samkomulagi um frekari uppbyggingu íslensks landbúnaðar. Sérstaklega er horft til þess að auka vægi umhverfis- og neytendasjónarmiða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Lesa meira

Guðmundur Kristján Jónsson ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar - 27.1.2017

Guðmundur Kristján Jónsson

Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerð um velferð dýra við flutning - 27.1.2017

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur fram til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um velferð dýra við flutning. Frestur til að skila umsögnum er til 16. febrúar 2017. 

Lesa meira

Reglur um lífræna vottun samræmdar - 25.1.2017

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld hverfi frá aðlögunarkröfum vegna upptöku gildandi reglna ESB um lífræna ræktun. Sömu reglur munu því gilda um framleiðslu, vottun og merkingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og í Evrópu. Upptaka reglnanna mun auðvelda útflutning lífrænnar íslenskrar framleiðslu til Evrópuríkja, auk þess sem íslenskir neytendur munu njóta góðs af skilvirkara eftirliti.

Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja - 17.1.2017

Høgni Hoydal og Þorgerður Katrín

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja sömdu í gær (16. janúar) um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár. Einnig var samið um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Heimildir Færeyinga verða þær sömu á næsta ári og þær eru í ár eða um 5.600 tonn, en hámark fyrir þorskveiði hækkar úr 1.900 tonnum í 2.400 tonn.

Lesa meira

Páll Rafnar ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar - 17.1.2017

Páll Rafnar Þorsteinsson

Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Ransóknarsvið Páls Rafnars hefur aðallega snúið að hugmyndum - bæði klassískum og nútímalegum - um sanngirni, siðvit og réttlæti.

Lesa meira

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 11.1.2017

Þorgerður Katrín tekur við lyklavöldum af Gunnari Braga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók í dag við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Gunnari Braga Sveinssyni. Þorgerður er fyrsta konan til að gegna embætti sjávarútvegs og/eða landbúnaðarráðherra og sagðist hún hlakka til þess að starfa að málefnum þessara mikilvægu atvinnugreina. 

Lesa meira

Lítil lyfjanotkun í íslenskum landbúnaði og fiskeldi - 7.1.2017

Búskapur í sveit

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að móta hvernig betur megi koma upplýsingum um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla úr dýraríkinu á framfæri við neytendur.

Lesa meira

Starfshópur endurskoðar lög og reglur um kaup erlendra aðila á bújörðum - 6.1.2017

Norden.org

Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu um árabil varðandi kaup erlendra aðila á bújörðum hér á landi. Dæmi eru um það að sami aðili hafi keypt margar jarðir á stóru svæði án þess að þar sé fyrirhuguð búseta eða að ræktanlegt land sé nýtt. Í ljósi þessa hefur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa þriggja manna starfshóp til að leggja mat á það hvaða takmarkanir komi helst til greina til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins.

Lesa meira