Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál

Aukið fé í sóknaráætlanir landshluta - 23.12.2015

Ísland

Í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2016 eru framlög til sóknaráætlana landshluta hækkuð um alls 80 milljónir og verða því 631 m.kr.

Lesa meira

Sameiginleg fréttatikynning sjávarútvegsráðhera Íslands og Færeyja - 21.12.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Högni Höydal sjávarútvegsráðherra Færeyja hafa samið um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næst ár.

Lesa meira

Reglur byggðakvóta 2015-2016 - 15.12.2015

Ársæll ÁR 66

Hér má sjá tillögur bæjar- og sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2015-2016.

Lesa meira

Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – desember 2016 - 14.12.2015

Miðvikudaginn 9.desember 2015 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum  frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – desember 2016.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi. - 10.12.2015

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00, miðvikudaginn 16. desember 2015.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum. - 8.12.2015

Umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 15. desember 2015.

Lesa meira

Kolmunnaafli Íslands 2016 ákveðinn - 7.12.2015

kolmunni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur ákveðið að aflaheimildir Íslands í kolmunna 2016 verði 125.984 tonn. Þessi ákvörðun er í samræmi við hlutdeild Íslands samkvæmt eldri samningi strandríkjanna: Íslands, Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja frá árinu 2006, sem auk þess gerir ráð fyrir ákveðnum hlut til Rússlands og Grænlands sem úthafsveiðiþjóða. Ákvörðunin er ennfremur í samræmi við 776.391 tonna ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) fyrir árið 2016.

Lesa meira

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir - 30.11.2015

Umhverfissjóður-sjókvíaeldis

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, miðvikudaginn 16. desember 2015

Lesa meira

Hafsbotninn í kringum Ísland skal kortlagður á næstu 10-15 árum - 23.11.2015

Kortlagning-sjavarbotns

Að tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ríkisstjórnin samþykkt stórátak í kortlagningu hafsbotnsins innan íslensku efnahagslögsögunnar. Kortlagningin mun styrkja stöðu Íslands sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar og getur skapað mikið markaðsgildi fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þá mun kortlagningin verða mikilvæg undirstaða þegar kemur að því að skipuleggja nýtingu og vernd haf- og strandsvæða.

Lesa meira

Reglugerðir Evrópusambandsins um erfðabreytt matvæli og fóður til umsagnar. - 18.11.2015

Óskað er eftir því að aðilar sendi umsagnir fyrir 18. desember 2015

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. - 17.11.2015

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 26. nóvember 2015.

Lesa meira

Skýrsla um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings - 5.11.2015

Rannsóknamiðstöð RHA

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað skýrslu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings.

Lesa meira

Greinargerð um makrílveiðar ársins 2013 - 27.10.2015

Makrílveiðar

Í janúar 2014 var settur á laggirnar vinnuhópur um makrílveiðar. Hópnum var falið að gefa út skýrslu um makrílveiðar ársins 2013 og fjalla sérstaklega um m.a. rannsóknir, vinnslu, eftirlit og markaðsmál.

Lesa meira

Ákvörðun um annan loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar í haust - 23.10.2015

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákveðið í samráði við Hafrannsóknastofnun að farið verði í annan loðnuleiðangur í nóvember til að freista þess að ná betri mælingu á loðnustofninum. Lesa meira

5.662 tonna byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga - 22.10.2015

Löndun

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur úthlutað 5.662 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga og í þeim fengu 48 byggðarlög úthlutun.

Lesa meira

Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu felld brott frá og með 1. nóvember 2015 - 12.10.2015

Vistvæn landbúnaðarafurð
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þar sem felld er brott reglugerð nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Reglugerðin tekur gildi 1. nóvember 2015. Lesa meira

Styrkir til áhugahópa og faglegs starfs - 9.10.2015

Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 10. nóvember kl. 16.00

Lesa meira

Sigurður Ingi ræðir verndun sjávar á „Our Ocean“ ráðstefnunni í Síle - 6.10.2015

Sigurður Ingi á

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði í gær ráðstefnugesti á „OurOcean“ ráðstefnunni í Valparísó í Síle. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Johns Kerrys, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en að þessu sinni eru það stjórnvöld í Síle sem eru gestgjafar. Markmiðið með ráðstefnunni, sem nú er haldin í annað sinn, er að leita leiða til berjast gegn hættum sem lífríki sjávar stafar af ýmsum umhverfisþáttum, ólöglegum fiskveiðum, plastmengun og súrnun hafsins.

Lesa meira

Innflutningur á erfðaefni holdanautgripa til eflingar nautakjötsframleiðslu - 25.9.2015

Kýr

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag reglugerð sem heimilar innflutning á erfðaefni nautgripa. Samkvæmt henni verður heimilt að flytja inn sæði og fósturvísa holdanauta. Tilgangurinn er að efla innlenda framleiðslu á nautakjöti, en Landsamband kúabænda hefur þrýst mjög á að innflutningurinn verði heimilaður. Innflutningur erfðaefnis og eldi á nautgripum, sem af því vaxa, verður háð ströngum skilyrðum og mun Matvælastofnun fylgjast með því að þeim verði framfylgt.  Eingöngu má nota erfðaefnið á sérstökum einangrunarstöðvum sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar.

Lesa meira

Matsskýrsla um framkvæmd og framvindu verkefnisin Brothættar byggðir - 22.9.2015

Ráðgjafarfyrirtækið Ernst og Young ehf. hefur skilað af sér skýrslu þar sem metin er framkvæmd og árangur af verkefninu Brothættar byggðir á fyrsta starfsári þess. 

Lesa meira

Nýr samningur við Grænland um skiptingu á gullkarfa - 18.9.2015

Golden redfish/Gullkarfi

Undirritaður hefur verið tvíhliða samningur milli Íslands og Grænlands um gullkarfa. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér skiptinguna 90% fyrir Ísland og 10% fyrir Grænland. Auk þess er gert ráð fyrir 350 tonna afla annarra þjóða á hverju ári samningsins.

Lesa meira

Nýir samningar við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur - 17.9.2015

Samningurinn undirritaður

Nýir samningar Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur náðust á samningafundi sem staðið hefur sl tvo daga í Reykjavík. Samningarnir munu stuðla að auknu vöruúrvali og lægra vöruverði á Íslandi til hagsbóta fyrir neytendur. Jafnframt fela samningarnir í sér veruleg ný tækifæri fyrir útflytjendur. Vonir standa til að samningarnir geti tekið gildi í árslok 2016 eða byrjun árs 2017, að fenginni staðfestingu stofnana ESB og Íslands.

Lesa meira

Byggðaleg áhrif innflutningsbanns Rússa. - 15.9.2015

Um miðjan ágúst óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir að Byggðastofnun tæki saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum viðskiptabanns Rússa. Lesa meira

Áhætta af innflutningi á lifandi búfé talin veruleg - 9.9.2015

Daði Már, Preben Willeberg og Halldór Runólfsson

Ef innflutningur á lifandi nautgripum, hestum og sauðfé yrði gefinn frjáls eru taldar miklar líkur á að sjúkdómar færu að gera vart við sig í íslenskum dýrum og kostnaðurinn t.d. vegna garnaveiki í nautgripum gæti numið allt að 2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tveimur skýrslum þar sem lagt er áhættumat á innflutning lifandi búfés.

Lesa meira

Ljónadeildin lagði undir sig ráðherraskrifstofuna - 9.9.2015

Ljónadeildin

Þeir eru margir og merkilegir fundirnir á skrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er þó á engan hallað þegar fullyrt er að fáir fundir hafi verið eins vel mannaðir og þegar Ljónadeildin á leikskólanum Víðvöllum heimsótti ráðuneytið. Að minnsta kosti hefur enginn fundur endað á jafn fallegum söng! 

Lesa meira

Óskað umsagna um brottfall reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu - 4.9.2015

Vistvæn landbúnaðarafurð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til að reglugerð nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu verði felld úr gildi. Tillagan er m.a. byggð á því að ekki hefur verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hafa fengið vistvæna vottun. Frá gildistöku reglugerðarinnar hafa verið sett margvísleg lög og reglur sem gera ítarlegri kröfur til framleiðslu landbúnaðarafurða, en reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu gerir, enda komin til ára sinna.

Lesa meira

Ísland fullgildir alþjóðasamning FAO um hafnríkisaðgerðir til að berjast gegn ólöglegum fiskveiðum - 3.9.2015

FAO

Ísland hefur fullgilt alþjóðasamning FAO Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2009 um hafnríkisaðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Sem stendur hafa 13 ríki fullgilt samninginn en 25 ríki þurfa að fullgilda hann svo að hann öðlist gildi. Fiskimáladeild FAO hefur lagt ríka áherslu á að sem flest ríki gerist aðilar að samningnum og fullgildi hann.

Lesa meira

37% makrílstofnsins í íslenskri lögsögu - samningsstaða Íslands styrkist - 27.8.2015

Dreifing á makríl

Aldrei hefur mælst meira af makríl í íslenskri efnahagslögsögu en í nýloknum sameiginlegum makrílleiðangri Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga. Heildarvísitala makríls á svæðinu sem mælingin náði yfir var metin um 7,7 milljón tonn, þar af voru tæp 2,9 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu eða rúm 37% af heildarvísitölunni. Enginn vafi er á að þessi niðurstaða styrkir stöðu Íslands í komandi samningaviðræðum um hlut Íslands í makrílveiðum.

Lesa meira

Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rúslands - 13.8.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev ræddust við á óformlegum fundi í dag. Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. Ráðherra benti á það að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf, en annarra þjóða. Helgast það einkum af því að mikið af sjávarafurðum hefur verið flutt út til Rússlands á undanförnum árum. Lesa meira

Stjórn fiskveiða 2015/2016 - Lög og reglugerðir - 13.8.2015

Stjórn fiskveiða 2015-2016 Lög og reglugerðir

Út er komin sérprentun um stjórn fiskveiða 2015/2016

Lesa meira

Aldrei mælst meira af makríl innan íslenskrar efnahagslögsögu - 11.8.2015

Makrílveiðar

Í gær lauk rúmlega fimm vikna löngum aleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hafði það megin markmið að meta magn og útbreiðslu makríls umhverfis Ísland og við Grænland. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum er ljóst að heildarmagn makríls á Íslandsmiðum er meira en nokkru sinni frá því að athuganir hófust árið 2009.  

Lesa meira

Yfirlit um þingmál sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta þingi - 30.7.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram 14 lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi. Alls samþykkti þingið 11 af þessum frumvörpum auk þingsályktunartillögunnar.

Lesa meira

Jón Gíslason skipaður forstjóri Matvælastofnunar til næstu fimm ára - 29.7.2015

Matvælastofnun

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Matvælastofnunar frá 1. ágúst til næstu fimm ára samkvæmt lögum nr. 80/2005 um stofnunina.

Lesa meira

Höfuðstöðvar Fiskistofu verða á Akureyri frá 1. janúar 2016 - 29.7.2015

Fiskistofa

Höfuðstöðvar Fiskistofu munu flytjast til Akureyrar um næstu áramót og er þetta í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að stuðla beri að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa en á síðustu árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni.

Lesa meira

Leyfisveitingar færðar til Matvælastofnunar - 21.7.2015

Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna til Matvælastofnunar.

Lesa meira

Frumvarp um vigtun sjávarafla og fleira lagt fram til umsagnar - 20.7.2015

Umsagnir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. september 2015.

Lesa meira

Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58% - 17.7.2015

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. ágúst nk. um 3,58%, nema smjör sem hækkar um 11,6%.
Lesa meira

Sjávarútvegsráðherra fagnar niðurstöðu ráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu - 17.7.2015

Ráðherrar og embættismenn ríkja í Norður-Atlantshafi
Samþykkt var á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu, sem nú stendur yfir á Möltu, að Ísland boði til sérstaks fundar háttsettra embættismanna vegna stöðunnar í viðræðum strandríkja um deilistofna. Markmiðið með fundinum er að gaumgæfa nýjar leiðir sem gætu leitt til samninga um deilistofna, en um engan þeirra er nú gildandi samningur. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sem lagði til að halda sérstakan fund um deilistofnana, en hingað til hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum um þá.
Lesa meira

Hækkun tolla skýrist af hækkun SDR gengis - 16.7.2015

Við ákvörðun tolla er miðað við svokallað SDR gengi sem tekur breytingum á milli ára. Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt viðbótarfjármagn til sauðfjárveikivarnargirðinga til að bæta úr brýnustu þörfinni. - 15.7.2015

Sauðkind

Bændur og dýralæknar eru uggandi yfir því að riða kunni að breiðast út frá því svæði, einkum vegna lélegs ástands sauðfjárveikivarnargirðinga, yfir á svæði sem hafa verið hrein eða þar sem ekki hefur greinst riða á undanfarin ár.

Lesa meira

Matís og Tilraunastöð HÍ að Keldum verða tilvísunarrannsóknarstofur - 3.7.2015

Oddur Gunnarsson Matís og Ólafur Friðriksson ANR

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í vikunni gert þjónustusamninga við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Matís ohf. um að taka að sér að gegna hlutverki tilvísunarrannsóknarstofa fyrir Íslands hönd á tilteknum sviðum. Með þessu er íslenska ríkið að uppfylla skyldu samkvæmt EES-samningnum á sviði matvælaöryggis. 

Lesa meira

Nýskipuð verðlagsnefnd búvara - 1.7.2015

Sauðkind

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur skipað nýja verðlagsnefnd búvara en hún starfar samkvæmt lögum nr. 99/1993.  Nefndin er skipuð til eins árs í senn. 

Lesa meira

Vernd erlendra afurðarheita á Íslandi - andmælafrestur til 31. ágúst - 1.7.2015

Vernd afurðarheita

Ísland og Evrópusambandið eiga í viðræðum um gerð milliríkjasamnings um gagnkvæmnisvernd afurðarheita sem vísa til uppruna eða landssvæðis, í skilningi 1. mgr. 22. gr. TRIPS-samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og laga nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. 

Lesa meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró - 16.6.2015

Fiskur á ís
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla fyrir tiltekna nytjastofna fiskveiðiárið 2015-2016. Þriðja árið í röð fylgir ráðherra tillögum Hafrannsóknarstofnunnar. Þá hefur ráðherra einnig gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða fyrir komandi vertíð.
Lesa meira

Níu sækja um embætti forstjóra Matvælastofnunar - 11.6.2015

Matvælastofnun

Níu umsækjendur voru um embætti forstjóra Matvælastofnunar en umsóknarfrestur rann út 5. júní sl.

Lesa meira

Fundum strandríkja um veiðistjórnun á norsk-íslenskri síld og kolmunna lokið án niðurstöðu - 11.6.2015

kolmunni

Dagana 3.-4. júní var haldinn strandríkjafundur í London um framtíðar veiðistjórnun á norsk-íslenskri síld. Þá var haldinn í Edinborg strandríkjafundur um veiðistjórnun á kolmunna dagana 9.-11. júní. Á hvorugum fundinum náðist niðurstaða um skiptingu hlutdeildar þjóðanna í heildarveiðinni.

Lesa meira

Auknir möguleikar á útflutningi matvæla til Kína - 11.6.2015

Mei Kebao og Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði  í dag samstarfssamning milli Kína og Íslands um gagnkvæma viðurkenningu á eftirliti á hollustuháttum í viðskiptum á sviði matvæla á milli landanna. Að hálfu Kína undirritaði Mei Kebao aðstoðarráðherra samninginn en ráðuneyti hans fer með yfirstjórn gæðaeftirlits matvæla í Kína.

Lesa meira

Skýrsla Hagfræðistofnunar "Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – staða og horfur" - 9.6.2015

Kýr

Lágmarksverð mjólkur til bænda hefur hækkað miðað við almennt neysluverð síðan 2003. Heildsöluverð mjólkurvara hefur á sama tíma lækkað miðað við almennt neysluverð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt hagfræðistofnunar á mjólkurframleiðslu á Íslandi.

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á ráðstefnu um vöxt í bláa lífhagkerfinu - 3.6.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti ráðstefnuna Vöxtur í bláa lífhagkerfinu, sem haldin var í Færeyjum 2.-3. júní.  Ráðstefnan var liður í formennskuáætlun Dana, og þar með Færeyinga, í norrænu ráðherranefndinni, árið 2015. Skipulagið var í höndum Nordisk Marin Tænketank, sem er sjálfstæð norræn hugveita um sjávarútvegsmál.

Lesa meira

Ágúst Bjarni Garðarsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 26.5.2015

Ágúst Bjarni Garðarsson

Ágúst Bjarni Garðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur hann störf í dag. Ágúst hefur starfað sem stundakennari, verkefnisstjóri og nú síðast á skrifstofu utanríkisráðherra. Ágúst lýkur meistaraprófi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík í næsta mánuði. Hann er í sambúð með Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur sálfræðinema og saman eiga þau dreng. 

Lesa meira

Ráðherra hefur ekki heimild til að ákveða hvaða dýralæknar skuli annast kjötskoðun - 19.5.2015

Í gær var farið fram á það við landbúnaðarráðherra að hann sjái til þess að yfirdýralæknir eða sjálfstætt starfandi dýralæknir verði fenginn til að starfa sem kjötskoðunarlæknir við slátrun grísa. Í lögum  um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997 er Matvælastofnun falið að taka ákvörðun um það hvort annar dýralæknir en héraðsdýralæknir annist kjötskoðun og heilbrigðiseftirlit og er ráðherra því  óheimilt að taka slíka ákvörðun.

Lesa meira

Starfsmenn Fiskistofu munu geta valið hvort þeir starfa á Akureyri eða í Hafnarfirði - 13.5.2015

Fiskistofa

Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt starfsmönnum Fiskistofu  að hver og einn núverandi starfsmaður Fiskistofu í Hafnarfirði muni hafa val um það hvort hann hafi starfsstöð á Akureyri eða í Hafnarfirði, nái áform um flutning höfðustöðva til Akureyrar fram að ganga.

Lesa meira

 „Matvælalandið Ísland“ hefur mikla möguleika - 13.5.2015

Sauðkind

Íslensk matvæli og matarmenning Íslendinga eru ein af grunnstoðum ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja á næstu fimm árum 80 milljón krónur árlega til verkefnisins „Matvælalandið Ísland“, en því er ætlað að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar.

Lesa meira

Samkomulag Íslands, Grænlands og Noregs um nýja aflareglu vegna loðnu undirritað - 8.5.2015

Samninganefndir Íslands, Grænlands og noregs

Í dag lauk tveggja daga fundi strandríkjanna Íslands, Grænlands og Noregs um loðnusamning þjóðanna. Samkomulag náðist á fundinum um nokkuð breytt skilyrði í samningi fyrir vertíðina 2015/2016. Um er að ræða samkomulag milli strandríkjanna þriggja og sérstakt samkomulag milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til hrossaræktar - 7.5.2015

Íslenskur hestur (NN-Norden.org)

Tilgangur styrkveitinga úr þróunarframlagi til hrossaræktar er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins og fylgja þannig eftir árangri þeim er náðst hefur í aukinni fagmennsku í hrossarækt og þjálfun íslenska hestsins. 

Umsóknarfrestur er til 3. júní.
Lesa meira

Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemdir við stjórnsýslu verðlagsnefndar búvara og ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara - 5.5.2015

Ríkisendurskoðun

Í framhaldi af opinberri umræðu, þar sem að stjórnsýsla og hæfi formanns verðlagsnefndar búvara og ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara voru dregin í efa, óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum nefndanna. Ríkisendurskoðun hefur skilað áliti sínu og þar kemur fram að báðar nefndirnar hafa unnið í samræmi við þau lagaákvæði sem um störf þeirra gilda.

Lesa meira

Vegna umræðu um makríl - 30.4.2015

Í ljósi umræðu um gildissvið frumvarps um stjórn veiða á Norð­austur-Atlantshafsmakríl vill Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra koma eftirfarandi á framfæri Lesa meira

Niðurstaða náðist ekki á fundi strandríkja um kolmunna - 24.4.2015

kolmunni

Dagana 21.-23.apríl var haldinn strandríkjafundur í Clonakilty á Írlandi um veiðar á kolmunna fyrir árið 2015. Færeyingar boðuðu til fundarins og var hann framhald viðræðna sem hófust í október 2014. Á fundinum settu Færeyingar og Evrópusambandið fram sameiginlegar kröfur um stóraukna hlutdeild sér til handa á kostnað strandríkjanna Íslands og Noregs en lögðu þó til að hlutur Rússlands sem úthafsveiðiþjóðar héldist óbreyttur.

Lesa meira

Veiðidagar verða 32 á grásleppuvertíðinni 2015 - 17.4.2015

Sjávaúrútvegsráðuneytið hefur á undanförnum dögum fylgst náið með grásleppuveiðum í því skyni að geta áætlað veiði á yfirstandandi vertíð.

Lesa meira

Mat á framkvæmd aflamarks Byggðastofnunar - 15.4.2015

Byggðastofnun

Aflamark Byggðastofnunar er eitt af þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til í því augnamiði að styrkja brothættar byggðir. Aflamarki var fyrst úthlutað fiskveiðiárið 2013-14 og fékk Byggðastofnun heimild til að úthluta því með samningi við vinnslur og útgerðir, til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Nýverið var tekin saman skýrsla um mat á framkvæmd aflamarks, þar sem m.a. er lagt mat á magn landaðs afla, vinnslumagn landvinnslunnar, fjölda ársverka og væntingar heimamanna um framtíð síns byggðarlags.

Lesa meira

Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar - 10.4.2015

Byggðastofnun

Tilkynnt var um nýja stjórn Byggðastofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn er í dag í Vestmannaeyjum. Í ræðu ráðherra þakkaði hann Þóroddi Bjarnasyni fráfarandi formanni stjórnar fyrir störf hans og bauð um leið Herdísi Sæmundardóttur velkomna til starfa.

Lesa meira

Veiðigjöld skila hærri tekjum og tímabundnar aflahlutdeildir í makríl - 1.4.2015

Löndur

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö frumvörp sem lúta annars vegar að veiðigjöldum og hins vegar makríl. Í veiðigjaldafrumvarpinu er m.a. lagt til að álagningu veiðigjalda verði breytt þannig að þau verði innheimt mánaðarlega og taki mið af lönduðum afla í stað þess að leggjast á úthlutaðan afla í upphafi fiskveiðiárs. Í makrílfrumvarpinu er m.a. lagt til að makrílveiðum verði stýrt á grundvelli tímabundinna aflahlutdeilda til sex ára.

Lesa meira

Grásleppuveiðidögum fjölgað úr 20 í 32 - 1.4.2015

Grásleppa

Mars-rall Hafrannsóknastofnunar gaf hæstu mælingu á grásleppustofninum í 9 ár og í samræmi við jákvæða ráðgjöf stofnunarinnar hefur verið ákveðið að fjölga veiðidögum úr 20 í 32. Samkvæmt ráðgjöfinni er miðað við að heildarveiði á grásleppu á þessari vertíð verði ekki meiri en 6.200 tonn. Ætla má að það svari til um 11.272 tunna af hrognum.

Lesa meira

Skaðleg áhrif eldgossins í Holuhrauni minni en óttast var í fyrstu. - 30.3.2015

Holuhraun

Á málþingi sem haldið var 23. mars 2015, um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki kom fram að þrátt fyrir að gífurlegt magn mengunarefna hefði komið upp með gosinu, þá væru  líkurnar á að gosið hefði alvarlegar afleiðingar á lífríki og dýralíf minni en menn hafi óttast.

Lesa meira

Tækifæri í íslenskum landbúnaði samhliða aukinni alþjóðlegri eftirspurn - 26.3.2015

Sauðkind

Fyrr í þessari viku gekk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá skipun starfshóps sem hefur það hlutverk að koma með tillögur og ábendingar um það hvernig bregðast eigi við aukinni eftirspurn eftir matvælum og hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum. Starfshópurinn á jafnframt að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi. Þá mun starfshópurinn einnig huga að nýsköpun og markaðs- og sölumálum. 

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Boston. - 19.3.2015

Boston VII

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti

„Seafood  Expo North America“

í Boston um nýliðna helgi, þar sem m.a. íslensk fyrirtæki voru með bása og kynningar. 

Lesa meira

Frumvarp um veiðigjöld enn í vinnslu. - 18.3.2015

Samráðsnefnd þingmanna um veiðigjöld verður kölluð saman til umfjöllunar um fyrirhugaðar ákvarðanir um sérstakt veiðigjald þegar þær liggja fyrir. Lesa meira

Viðbrögð við ráðgefandi áliti ESA - 6.3.2015

ESA
ESA Eftirlitsstofnun EFTA gaf út rökstutt álit þann 4. mars vegna skorts á upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í tveimur málum á sviði fæðuöryggis og dýraheilbrigðis.  Lesa meira

Jákvæður fundur Íslands og Grænlands um sjávarútvegsmál - 19.2.2015

Fundur Íslands og Grænlands

Árlegur tvíhliða fundur Íslands og Grænlands um sjávarútvegsmál var haldinn í Reykjavík í vikunni. Á fundinum var farið yfir stöðu helstu nytjastofna, nýtingu þeirra og samstarf þjóðanna á alþjóðlegum fundum NAFO (Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar) og NEAFC Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar). Fundurinn var jákvæður sem er mikilvægt í ljósi þeirra miklu sameiginlegu hagsmuna sem þjóðirnar eiga.

Lesa meira

Útgjaldarammi Hafrannsóknastofnunar hækkar um 12% á milli ára - 13.2.2015

Hafro

Fjárveitingar til Hafrannsóknastofnunar hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og í einhverjum tilvikum hefur misskilnings gætt varðandi framlög ríkisins til stofnunarinnar. Af þessu tilefni vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka fram að útgjaldarammi Hafrannsóknastofnunar hækkar um liðlega 12% á milli áranna 2014 og 2015 eða sem nemur 327 m.kr.

Lesa meira

Reglur byggðakvóta 2014/2015 - 11.2.2015

Ársæll ÁR 66

Hér má sjá tillögur bæjar- og sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2014-2015

Lesa meira

550 milljónir árlega til sóknaráætlana landshluta - 10.2.2015

Undirskrift á sóknaráætlunum

Í dag var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Með sóknaráætlununum er verið að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins.

Lesa meira

550 milljónir til sóknaráætlana landshluta - 10.2.2015

Í dag var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Með sóknaráætlununum er verið að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins.

Lesa meira

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum - 9.2.2015

Byggðastofnun

Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Styrkir verða veittir til eins árs. Til úthlutunar eru 10 m.kr. og samkvæmt reglum sjóðsins er miðað við að styrkirnir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm í hvert sinn.

Lesa meira

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir - 3.2.2015

Umsóknum skal skilað til Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 23. febrúar 2015. Lesa meira

Skýrsla starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar - 23.1.2015

Starfshópur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði 3. mars 2014 um tollamál á sviði landbúnaðar hefur nú skilað skýrslu til ráðherra. Hópnum var meðal annars falið að gera grein fyrir helstu núgildandi samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, að greina sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í núgildandi samningunum, að athuga möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995.

Lesa meira

Strandríkjafundir um norsk-íslenska síld og kolmunna - 23.1.2015

síld margar

Lokið er í London strandríkjafundum um norsk-íslenska síld og kolmunna vegna veiðistjórnunar ársins 2015 en fundirnir voru framhald funda í október og desember síðastliðnum.

Lesa meira

NordBio áætlunin miðar að því að Norðurlöndin verði leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda - 20.1.2015

NordBio

Áætlun um Norræna lífhagkerfið (NordBio) var meginverkefni í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014. Áætlunin nær til þriggja ára (2014-2016) og er unnin í samstarfi fimm norrænna ráðherranefnda. Í síðustu viku kynntu verkefnastjórar þeirra níu verkefna sem fjármögnuð eru af NordBio áætluninni stöðu hvers verkefnis fyrir sig og þann árangur sem þegar er kominn fram. 

Lesa meira

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir styrkumsóknum - 16.1.2015

Umsóknir skulu berast fyrir 3. febrúar 2015.
Lesa meira

Þrjú samstarfsverkefni innan Íslenska sjávarklasans fá viðurkenningu - 9.1.2015

Viðurkenning sjávarklasans
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi,  afhenti í gær þremur samstarfsverkefnum innan Íslenska sjávarklasans viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu 2014. Verkefnin eru skemmtilega ólík og spanna allt frá þurrkun matvæla til orkusparandi tæknilausna og sölu á matvöru og öðrum kosti til skemmtiferðaskipa. Lesa meira