Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið janúar – júní 2015 - 16.12.2014

Mánudaginn 24. nóvember 2014 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna fyrri hluta ársins 2015. Lesa meira

Niðurstöður umsókna varðandi úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi, fyrir tímabilið janúar – desember 2015 - 16.12.2014

Mánudaginn 17. nóvember 2014 rann út umsóknarfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á smurostum frá Noregi, fyrir tímabilið janúar – desember 2015, samtals 13.000 kg, sbr. reglugerð nr. 1005/2014.

Lesa meira

Svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings Fiskistofu - 12.12.2014

Fiskistofa

Í kjölfar kvörtunar starfsmanna Fiskistofu til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings stofnunarinnar til Akureyrar sendi umboðsmaður bréf til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem að hann óskar eftir skýringum á tilteknum þáttum vegna athugunar sinnar í tengslum við kvörtunina.

Lesa meira

Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd - 12.12.2014

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar. Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla.   Lesa meira

LEIÐRÉTTING - Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið    janúar – desember 2015 . - 5.12.2014

Við endurskoðun útreikninga komu fram mistök sem hér með eru leiðrétt og eru viðkomandi beðnir velvirðingar.

Föstudaginn 28.nóvember 2014 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum  frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – desember 2015.

Lesa meira

Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta - 19.11.2014

Ljósleiðari

Í byggðaáætlun 2014-2017 er lögð áhersla á að unnar verði og kynntar heildstæðar upplýsingar fyrir opinbera aðila að taka mið af í tengslum við uppbyggingu ljósleiðara og annarra fjarskiptainnviða. Frá samþykkt áætlunarinnar hefur verið unnið að þessu markmiði í samstarfi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, innanríkisráðuneytis og Póst- og fjarskiptastofnunar. Nú hefur afraksturinn litið dagsins ljós og fyrir liggja umfangsmiklar leiðbeiningar sem sveitarfélög um allt land geta nýtt, hafi þau áhuga á að vinna að uppbyggingu fjarskiptakerfa á sínu svæði. 

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum. - 17.11.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 mánudaginn 24. nóvember 2014.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi. - 17.11.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 mánudaginn 24. nóvember 2014.

Lesa meira

Norrænn ráðherrafundur og ráðstefna um byggðamál - 13.11.2014

Norrænir ráðherrar

Ráðherrafundur Norrænu byggðamálaráðherrana var haldinn í gær í Keflavík. Meðal þess sem hæst bar á fundinum var að samþykkt var tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar þess efnis að sett verði af stað vinna við gerð stefnumótunar í málefnum Norðvestursvæðisins (Vestnorden) sem afmarkast af Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og strandhéruðum Noregs. Stefnumótunin mun taka til byggðaþróunar, atvinnumála, norrænnar stofnanauppbyggingar, alþjóðasamskipta, umhverfismála og fleiri þátta.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. - 11.11.2014

Skriflegar umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 19. nóvember 2014.

Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um, byggðamál, svæðisbundna nýsköpun og norræna lífhagkerfið - 10.11.2014

Nordregio

12. og 13. nóvember verður haldin ráðstefna í Hljómahöllinni í Keflavík þar sem fjallað verður um það hvernig norræna lífhagkerfið getur stutt við nýsköpun í dreifbýli. Ráðstefnan er haldinn samhliða fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um atvinnu-, orku- og byggðamál (MR-NER) en þar verða m.a. byggðamálaráðherrar Íslands, Noregs og Svíþjóðar.

Lesa meira

Ræða sjávarútvegsráðherra á stofnfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi - 4.11.2014

Ræða á stofnfundi SFS

Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var haldinn sl. föstudag en þá sameinuðust Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtök fiskvinnslustöðva. Jens Garðar Helgason var kosinn formaður samtakanna en framkvæmdastjóri þeirra er Kolbeinn Árnason. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra flutti ræðu á stofnfundinum þar sem hann spurði sömu spurningar og spurt var árið 1848; “Sjávarbændur, er nú sjávarútvegur yðar orðin svo ágætur, sem unnt er?“

Lesa meira

Sigurður Ingi ræddi fiskeldi á Íslandi á alþjóðlegri fiskeldisráðstefnu í Síle - 27.10.2014

Síle GSI ræða

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbært  fiskeldi var haldin sl. föstudag í Puerto Montt Síle í tengslum við fiskeldissýninguna AquaSur. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði ráðstefnuna með erindi um viðfangsefni og tækifæri í íslensku fiskeldi. Ráðstefnan var á vegum GSI-Global Salmonal Initiative. Þar er um að ræða samtök fiskeldisfyrirtækja víðsvegar að úr heiminum sem fjalla um sameiginleg viðfangsefni fiskeldis á heimsvísu. 

Lesa meira

Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Síle ræddu aukið samstarf á sviði sjávarútvegsmála - 24.10.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Raúl Súnico aðstoðarsjávarútvegsráðherra Síle, ásamt sendinefndum sínum, áttu í dag tvíhliða fund í Puerto Varas. Á fundinum var fjallað um sjávarútvegs- og fiskeldismál. Lesa meira

Ísland áfram utan makrílsamnings - 23.10.2014

Makrílveiði

Árlegur fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða í Norðaustanverðu Atlantshafi var haldinn í London 21.-23. október. Á fundinum var vísindaráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) kynnt og undirstrikaði hún sterka stöðu makrílstofnsins. Jafnframt sýndi hún fram á mikla makrílgengd í íslenskri lögsögu yfir sumartímann þegar makríllinn er í ætisleit.

Lesa meira

Sjávarútvegsráðherrar Noregs og Íslands funduðu í Síle - 23.10.2014

Paul Wheelhouse, Elisabeth Aspaker og Sigurður Ingi Jóhannsson,

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Elisabeth Aspaker sjávarútvegsráðherra Noregs áttu í gær tvíhliða fund í Puerto Varas í Síle, þar sem þau sækja fiskeldissýninguna AquaSur. Á fundinum rædd þau ýmis mál er varða sameiginlega hagsmuni þjóðanna, m.a. þá neikvæðu stöðu sem er í viðræðum um stýringu flestra þeirra stofna sem þjóðirnar eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Síle - 21.10.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson á málþingi í Síle 2014
Hinn 20. október 2014, tók Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þátt í málþingi á vegum Universidad Andrés Bello, í Santiago í Síle. Lesa meira

Samið um geitina við Erfðanefnd landbúnaðarins - 16.10.2014

Geitur

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi. Ætlunin er að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um íslenska geitfjárstofninn.

Lesa meira

6.141 tonna byggðakvóta úthlutað til 30 sveitarfélaga - 13.10.2014

Byggðakvóti

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur úthlutað 6.141 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Lesa meira

Styrkir til áhugahópa og faglegs starfs - 10.10.2014

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 10. nóvember 2014

Lesa meira

ESA telur íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti brjóta í bága við EES samning - 8.10.2014

ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag rökstutt álit sitt þess efnis að gildandi lög á Íslandi, sem leyfisbinda og setja tilgreind skilyrði fyrir innflutningi á hráum kjötafurðum, séu ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum.

Lesa meira

Ákvörðun heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna hvalabjórs staðfest, en bjórinn öruggur - 8.10.2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í dag úrskurð vegna stjórnsýslukæru Brugghússins-Steðja ehf. vegna ákvörðunar heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 13. janúar 2014 að stöðva markaðssetningu og innkalla hvalabjór.

Lesa meira

Sérstakur sjóður til að efla byggðarannsóknir settur á laggirnar  - 22.9.2014

Við vígslu ofanflóðavarnargarða í Bolungarvík

Á Byggðaráðstefnu Íslands 2014 sem haldin var á Patreksfirði kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra byggðamála sérstakan byggðarannsóknasjóð sem ætlað er að efla rannsóknir á þessu sviði. 

Lesa meira

Aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið - 18.9.2014

Ísland lýsti vonbrigðum sínum með að tímabundið bann við hvalveiðum “moratorium” sem tók gildi árið 1986, hefði enn ekki verið endurskoðað.

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Humbersvæðið á Bretlandi - 18.9.2014

Á fiskmarkaðnum

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórður Ægir Óskarsson  sendiherra Íslands í Bretlandi, heimsóttu svo kallað Humber-svæði í vikunni en hafnarborgin Grimsby er í hjarta þess.

Lesa meira

Grænlensku skipi synjað um löndun á norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu - 18.9.2014

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið synjaði í gær grænlenskri útgerð um leyfi til að landa hér norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu. Tilgangurinn með banninu er að standa vörð um norsk-íslenska síldarstofninn, sem hefur átt mjög í vök að verjast undanfarin ár vegna lítillar nýliðunar og verja þannig íslenska hagsmuni. Lesa meira

Íslensk skip hafa ekki leyfi til síldveiða í grænlenskri lögsögu - 15.9.2014

Ekkert íslenskt skip hefur leyfi Fiskistofu til veiða á síld í grænlenskri lögsögu, enda eru ekki skilyrði til slíkrar leyfisveitingar þar sem enginn samningur er milli Grænlands og Íslands um síldveiðar. Lesa meira

Makrílveiðar smábáta, sem veiða með línu og handfærum, verða stöðvaðar frá og með 5. september 2014 - 4.9.2014

Makrílveiði

Í ár var ráðstafað 6.817 tonnum til smábáta, samanborið við 3.200 tonn árið 2013, endalegur afli varð þó 4.678 tonn í fyrra.

Lesa meira

Mat Hafrannsóknastofnunar á áhrifum veiðibanns á lúðu - 28.8.2014

Í október 2013 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir áliti Hafrannsóknastofnunar um áhrif veiðibanns á lúðu, en beinar veiðar á lúðu voru bannaðar með reglugerð frá og með 1. janúar 2012. Í greinagerð stofnunarinnar  er fjallað um útbreiðslu og líffræði lúðunnar, veiðar á henni, ástand stofnsins, vernd og viðreisn lúðu í Norður Atlantshafi, rannsóknir á afdrifum lúðu sem er sleppt o.fl. Þá er fjallað um merkingar Hafrannsóknastofnunar á lúðu sem ráðist hefur verið í til að auka þekkingu á stofninum og áhrif veiðibannsins.

Lesa meira

Strandveiðar á A og C svæði. - 13.8.2014

Kolgrafafjörður II 291113
Fiskistofa hefur vakið athygli ráðuneytisins á því að aflaheimildir verða ekki fullnýttar miðað við þennan tíma.
Lesa meira

Starfshópur skilar tillögum um hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn - 11.8.2014

Geitur

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra fól í mars sl. starfshópi að koma með tillögur að stuðningsaðgerðum hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum sínum til ráðherra og eru þær í fimm liðum.

Lesa meira

Stjórn fiskveiða 2014/2015 - Lög og reglugerðir - 11.7.2014

Stjórn fiskveiða 2014 2015 - lög og reglugerðir

Út er komin sérprentun um stjórn fiskveiða fyrir fiskveiðiárið 2014/2015.

Lesa meira

Erindi SVÞ var svarað - 11.7.2014

Vegna fréttar í Ríkisútvarpinu 9. júlí 2014 og Fréttablaðinu 10. júlí 2014.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi - 10.7.2014

Skýrsla nefndar um leyfisveitinar og eftirlit í fiskeldi hefur verið skilað til sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Lesa meira

Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð - 10.7.2014

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða reglugerð númer 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Lesa meira

Úthafsrækjuafli fiskveiðiársins 2013/2014 - 9.7.2014

Rækja
Samkvæmt upplýsingum af vef Fiskistofu er landaður afli úthafsrækju nú kominn í 4.7 þúsund tonn. Lesa meira

21. Landsmót hestamanna á Hellu. - 9.7.2014

Landsmót 2014

Landsmóti hestamanna, því 21sta, lauk á Hellu á sunnudaginn. Veðrið setti strik í reikninginn og þurfti að endurskipuleggja dagskrá vegna bleytu og slæmra vallarskilyrða. Hestakostur var góður og féllu hin ýmsu met. Konsert frá Hofi setti glæsilegt heimsmet í 250 skeiði, en aldrei áður hefur fjögurra vetra stóðhestur fengið jafn háa einkunn í kynbótadómi, þá var gæðingakeppnin tvísýn og geysi spennandi.

Lesa meira

Flutningur stjórnsýsluverkefna landbúnaðarins - 4.7.2014

Íslenskur hestur

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett af stað vinnu við að færa stjórnsýsluverkefni landbúnaðaðarmála frá Bændasamtökum Íslands til ríkisins. Meginhluti verkefnanna flyst annars vegar til Matvælastofnunar og hins vegar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Nú sinna 6-7 manns í 5 stöðugildum þessum verkefnum – sumir í hlutastörfum.

Lesa meira

Hvar innan OECD landanna eru lífskjör best? - 2.7.2014

OECD Regional Well Being
OECD hleypti nýlega af stokkunum vefsvæðinu OECD Well Being sem gefur einfalt og greinargott yfirlit yfir lífsgæði innan OECD landanna. Sá þáttur sem mælist lægstur á Íslandi eru tekjur en höfuðborgarsvæðið fær einkunnina 3,9 en landsbyggðin 3,1. Ísland mælist hins vegar með allra hæstu löndum þegar kemur að umhverfi, öryggi og aðgangi að háhraðaneti. Lesa meira

Álit umboðsmanns Alþingis um skyldu til hlutdeildarsetningar makríls - 2.7.2014

Í áliti embættis umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 í tilefni af kvörtun tveggja sjávarútvegsfyrirtækja er fjallað um ákvarðanir ráðherra sjávarútvegsmála með setningu reglugerða um stjórn makrílveiða og úthlutun á grundvelli þeirra árin 2010 og 2011.

Lesa meira

12 atvinnu- og byggðaverkefni fá styrki upp á 107 milljónir - 2.7.2014

Nýlega var úthlutað tólf styrkjum sem ætlað er að styðja við uppbyggingu verkefna á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar og öll eiga þau það sammerkt að stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða. 

Lesa meira

Nýsköpun í sjávarútvegi – Norrænt samstarfNordic Marine Innovation Programme 2.0 - 2.7.2014

Nordic Innovation í samstarfi við stofnanir á Norðurlöndum auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna í sjávarútvegi.
Umsóknafrestur er í tveimur þrepum og er sá fyrri til 15. september 2014.
Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir áform um sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar - 2.7.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar á Alþingi. Áformin hafa verið kynnt starfsfólki beggja stofnana og drög að frumvarpi send helstu hagsmunaðilum til kynningar og samráðs.
Frestur til að skila inn athugasemdum við frumvarpið rennur út 8. ágúst 2014.

Lesa meira

Höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar - 27.6.2014

Fiskistofa

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, kynnti í ríkisstjórn í morgun áform um að efla starfsemi Fiskistofu á Akureyri og flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar þangað. Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „Mikilvægt sé að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa…“ Opinberar úttektir sýna að á síðustu árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, meðan þeim fækkar á flestum stöðum á landsbyggðinni. 

Lesa meira

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2014-15. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fylgt til hlítar. - 27.6.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2014/2015. Ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum. Lesa meira

Öflugt og skapandi lífhagkerfi er stóra tækifæri Norðurlandanna - 26.6.2014

Norrænir ráðherrar á Selfossi

Árlegur fundur Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt var haldinn á Selfossi í dag. Ísland gegnir formennsku í ráðherranefndinni og stýrði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra fundinum.

Lesa meira

Sameiginleg yfirlýsing sjávarútvegsráðherra Íslands og Noregs um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum - 26.6.2014

síld

Sigurður Ingi Jóhannsson og Elisabeth Aspaker sjávarútvegsráðherrar Íslands og Noregs hafa gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir undrun sinni á því að Evrópusambandið og Færeyingar hafi átt í tvíhliða samningaviðræðum um veiði Færeyinga á síld umfram ráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknaráðsins.

Lesa meira

Stór áfangi í því að auka öryggi íslenskra matvæla   - 26.6.2014

Íslenskur ostur
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sleit í vikunni tímabundna verkefninu „örugg matvæli“ sem unnið hefur verið að frá því snemma á árinu. Verkefnið fól í sér kaup og uppsetningu á rannsóknartækjum og þjálfun starfsmanna Matís á rannsóknartækjum. Hér er um samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda að ræða en þýskir sérfræðingar hafa séð um alla þjálfun á tækjabúnaðinn. Lesa meira

Stór áfangi í því að auka öryggi íslenskra matvæla   - 26.6.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sleit í vikunni tímabundna verkefninu „örugg matvæli“ sem unnið hefur verið að frá því snemma á árinu. Verkefnið fól í sér kaup og uppsetningu á rannsóknartækjum og þjálfun starfsmanna Matís á rannsóknartækjum. Hér er um samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda að ræða en þýskir sérfræðingar hafa séð um alla þjálfun á tækjabúnaðinn. Lesa meira

Norski sjávarútvegsráðherrann kynnir sér íslenskan sjávarútveg - 25.6.2014

Elisabet Aspaker og Sigurður Ingi

Elisabet Aspaker sjávarútvegsráðerraNoregs er hér á landi ásamt sendinefnd í tilefni norræns ráðherrafundar sem haldinn er á Selfossi í vikunni. Aspaker hefur undanfarna tvo daga kynnt sér íslenskan sjávarútveg og fundaði hópurinn m.a. með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra og íslenskum sérfræðingum.

Lesa meira

Sigurður Ingi fundar með norrænum ráðherrum á Selfossi - 25.6.2014

Norræn ráðherranefnd
Árlegur fundur Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt verður haldinn á Hótel Selfossi 25.-27. júní. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum, þar sem Ísland fer þetta árið með formennsku í Norðurlandasamstarfinu. Lesa meira

Úthlutun aflaheimilda Íslands fyrir árið 2014 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks - 24.6.2014

Veiðiheimildir í Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski sem koma í hlut Íslands og veiða má á línu frá 1. ágúst 2014, á svæðinu suður af Íslandi, nema 25 tonnum. Útgerðir sem hafa áhuga á að nýta þessa heimild skulu sækja um til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 30. júní 2014. Skilyrði er að veiðiskip sé að lágmarki 500 BT.

Lesa meira

Úthlutun aflaheimilda Íslands fyrir árið 2014 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks - 24.6.2014

Veiðiheimildir í Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski sem koma í hlut Íslands og veiða má á línu frá 1. ágúst 2014, á svæðinu suður af Íslandi, nema 25 tonnum. Útgerðir sem hafa áhuga á að nýta þessa heimild skulu sækja um til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 30. júní 2014. Skilyrði er að veiðiskip sé að lágmarki 500 BT.

Lesa meira

Fundur sjávarútvegsráðherra landa við Norður-Atlantshaf - 20.6.2014

Sjávarútvegsráðherrar

Árlegum fundi sjávarútvegsráðherra landa við Norður-Atlantshaf (NAFMC) lauk í gær í Illulisat á Grænlandi. Ráðherrar sem sátu fundinn auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Finn Karlsen gestgjafa frá Grænlandi voru Elisabeth Aspaker frá Noregi, Ilia Shestakov aðstoðarráðherra frá Rússlandi og Jacob Vestergaard frá Færeyjum. Auk þess voru sendinefndir frá Evrópusambandinu og Kanada.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið júlí – desember 2014 - 12.6.2014

Miðvikudaginn 4. júní 2014 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2014.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á EFTA tollkvóta - 12.6.2014

Þriðjudaginn 3. júní 2014 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx og ostum úr vörulið 0406.xxxx fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta - 12.6.2014

Þriðjudaginn 3. júní 2014 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-,  kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum fyrir tímabilið júlí 2014 – júní 2015.

Lesa meira

Undirritun viljayfirlýsingar með sjávarútvegsráðherra Portúgals - 9.6.2014

Sigurður Ingi og Assunção Cristas handsala saltfisksamning

Í síðustu viku undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, viljayfirlýsingu með landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Portúgals, Assunção Cristas, þess efnis að tryggt verði að ekki sé fluttur út saltfiskur til Portúgals sem meðhöndlaður hefur verið með fosfötum í verkuninni, nema kaupandi óski þess sérstaklega.

Lesa meira

Rækjukvótinn aukinn um 200 tonn á Eldeyjarsvæði. - 3.6.2014

Rækja
Eftir kannanir Hafrannsóknastofnunar á rækju við Eldey, leggur stofnunin til að leyfðar verði veiðar á 200 tonnum af rækju á almanaksárinu 2014. Lesa meira

Samkomulag milli Íslands og Grænlands um veiðar og veiðistjórnun á grálúðu - 3.6.2014

Um helgina var undirritað samkomulag milli Íslands og Grænlands um veiðar og veiðistjórnun á grálúðu á hafinu milli landanna og gildir það til ársloka 2019. Hlutfallsleg skipting milli Íslands og Grænlands er óbreytt en að teknu tilliti til veiða annarra þjóða úr stofninum þá er hlutur Íslands 56,4% en hlutur Grænlands 37,6%. Lesa meira

Byggt undir frekari vöxt fiskeldis - 23.5.2014

Fiskeldi
Lög um fiskeldi sem samþykkt voru á alþingi á dögunum einfalda mjög umsóknarferli starfs- og rekstrarleyfa fiskeldisfyrirtækja. Lesa meira

Innflutningur á nautakjöti, opinn tollkvóti - 22.5.2014


Vegna umræðu um innflutning á nautakjöti vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka fram að tollkvóti vegna innflutnings á nautakjöti hefur verið opinn síðan 28. febrúar 2014. Það þýðir að innflytjendur geta flutt inn nautakjöt gegn greiðslu á ákveðnum tolli, sem er 45% af þeim magntolli sem leggjast myndi á kjötið ef tollkvótinn væri ekki opinn. Auk þess legðist þá á 30% verðtollur. 

Lesa meira

Frumvarp til laga um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Umsagnarfrestur er til 20. júní. - 21.5.2014

Tilgangur frumvarpsins er að vernda afurðaheiti sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, með það að markmiði að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.  Lesa meira

Stöðvun rækjuveiða í Kolluál, Jökuldjúpi og Breiðafirði - 20.5.2014

Stöðvunin er frá og með kl. 24:00 þann 23. maí 2014.
Lesa meira

Kostir varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir gegn síldardauða skoðaðir - 20.5.2014

Dýralíf í Kolgrafafirði

Um 80.000 tonn af síld höfðu vetursetu í Kolgrafafirði, en síldin heldur yfirleitt til hafs í maímánuði. Því má slá föstu nú að engin hætta sé á síldardauða lengur í firðinum á þessu tímabili, eins og varð veturinn áður.

Lesa meira

Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda - 13.5.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið að leggja til meiri aflaheimildir vegna verkefnisins „efling sjávarbyggða“. Nú þegar eru 6 byggðalög sem taka þátt í verkefninu, en þau eru skilgreind sem sjávarbyggðir í bráðum vanda. Byggðastofnun hefur skilgreint fjórar sjávarbyggðir til viðbótar í bráðum vanda: Djúpavog, Þingeyri, Hrísey og Breiðdalsvík.
Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum. - 13.5.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 20. maí 2014.
Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti. - 9.5.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 föstudaginn 16. maí 2014.
Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri og ostum. - 9.5.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 föstudaginn 16. maí 2014.
Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum. - 9.5.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 föstudaginn 16. maí 2014.
Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. - 9.5.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 föstudaginn 16. maí 2014.

Lesa meira

Sigurður Ingi ræddi mikilvægi sjálfbærra veiða á Norðurslóðum  - 7.5.2014

Sigurðu Ingi í ræðustól

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála er staddur á sjávarútvegsýningunni í Brussel sem nú stendur yfir. Í morgun flutti ráðherra ræðu og ræddi í panel, ásamt fulltrúum ESB og Noregs, málefni sjálfbærra fiskveiða á Norðurslóðum á vinnustofu.

Lesa meira

Leiðrétting vegna sérstaks veiðigjalds - 7.5.2014

Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag miðvikudaginn 7. maí 2014, um að sérstakt veiðigjald á botnfisk muni lækka um 80% milli ára vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka fram eftirfarandi

Lesa meira

Nýtt skipurit ANR miðar að einföldun og auknum styrk - 2.5.2014

Skipurit ANR-2014

Breytingarnar koma í kjölfar hagræðingaraðgerða sem gripið var til í upphafi ársins og eru markmið þeirra að einfalda skipulag, auka hagkvæmni og styrkja hverja skrifstofu.

Lesa meira

Undirritun samstarfssamnings Hafrannsóknastofnunar og Náttúruauðlindastofnunarinnar á Grænlandi - 25.4.2014

Samningurinn handsalaður

Í dag var undirritaður í Reykjavík samstarfssamningur Hafrannsóknastofnunar og Náttúruauðlindastofnunarinnar á Grænlandi (Grönlands Naturinstitut).

Lesa meira

Veiðigjöld næsta fiskveiðiárs – leitast við að tryggja fjölbreyttan sjávarútveg - 23.4.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um veiðigjöld. Álagningin, sem gildir fyrir næsta ár, er sambærileg við álagningu gjaldanna í ár að teknu tilliti til afkomu í sjávarútvegi. Áfram verður leitast við að haga álagningu gjalda þannig að hún gangi ekki of nærri fyrirtækjum og taki mið af aðstæðum á mörkuðum og ólíku rekstrarformi sjávarútvegsfyrirtækja. Með því móti er stefnt að því að tryggja fjölbreyttan sjávarútveg á Íslandi.

Lesa meira

Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa á makríl tæplega 148 þúsund tonn - 22.4.2014

Makrílveiðar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið heildarafla makríls  fyrir árið 2014 og nemur hann 147.721 tonni eða um 16,6% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins(ICES) sem er 889.886 tonn. Þetta samrýmist þeirri kröfu sem Ísland hafði uppi í samningaviðræðum um skiptinu makrílkvótans.

Lesa meira

Reglugerð um strandveiði 2013/14 - 15.4.2014

Reglugerð um strandveiði 2013/14 var send til birtingar í dag með gildistöku frá og með morgundeginum. Til veiðanna eru ætluð skv. lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða 8.600 tonn af óslægðum botnfiski sem er sama magn og í fyrra.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss - 15.4.2014

Auglýst er eftir umsóknum um tollkvóta fyrir innflutning á kjöti úr dýrum af nautgripakyni og osti og ystingi, fyrir tímabilið 14. apríl til 30. júní 2014. Lesa meira

Reglur byggðakvóta 2013-2014 - 10.4.2014

Ársæll ÁR 66

Tillögur bæjar- og sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013-2014.

Lesa meira

Enginn grundvöllur fyrir áframhaldandi aðgerðum Bandaríkjanna vegna hvalveiða Íslendinga - 2.4.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ítreka að veiðarnar séu löglegar samkvæmt alþjóðasamningum, vísindagrundvöllur þeirra traustur og hafið sé yfir allan vafa að þær eru sjálfbærar. Lesa meira

Árlegum tvíhliða fundi um fiskveiðisamninga Færeyja og Íslands lokið - 2.4.2014

Sigurður Ingi og Jakob Vestergaard

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála og Jakob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja hafa skrifað undir tvíhliða samning um fiskveiðar fyrir árið 2014.

Lesa meira

Fundur milli Íslands og Grænlands um samvinnu þjóðanna á sviði fiskveiða - 31.3.2014

Jóhann Gudmundsson og Emanuel Rosing undirrita samninginn

Þann 29. mars 2014 var undirritaður í Reykjavík árlegur samstarfssamningur milli Íslands og Grænlands á sviði fiskveiða.

Lesa meira

Samkomulag strandríkja um kolmunna - 28.3.2014

kolmunni

Gengið hefur verið frá samkomulagi strandríkja um veiðar á kolmunna fyrir árið 2014. Samkomulagið felur í sér að veiðar ársins verða 1,2 milljón lestir en endurskoðun á aflareglu er frestað til haustsins. Hlutur Íslands úr heildarveiðinni er 194.722 lestir.

Lesa meira

Gullkarfaveiðum stjórnað með aflareglu - 25.3.2014

Golden redfish/Gullkarfi

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að veiðum á gullkarfa í íslenskri fiskveiðilögsögu skuli framvegis stjórnað með aflareglu til fimm ára með endurskoðun á fimmta ári. 

Lesa meira

Áhættumat Matvælastofnunar vegna hugsanlegs innflutnings á erfðaefni holdanauta - 21.3.2014

Matvælastofnun lagt fram áhættumat vegna hugsanlegs innflutnings á erfðaefni holdanauta. Áhættumatið er nú til umsagnar hjá Bændasamtökum Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landssamtökum kúabænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Lesa meira

Sjávarútvegsráðherra vill einfalda reglur og eftirlit með fiskeldi - 20.3.2014

Fiskeldi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fiskeldi sem miðar að því að einfalda stjórnsýslu, eftirlit og leyfisveitingarferli með greininni. Í frumvarpinu er jafnframt að finna nýmæli um auknar kröfur til búnaðar í sjókvíaeldi með það að markmiði að verja hagsmuni villtra laxastofna.

Lesa meira

Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs lýsir yfir vonbrigðum með makrílsamning Norðmanna, Færeyinga og ESB - 18.3.2014

Norðurlandaráð

Nýgerður samningur Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins um veiðar á makríl er gagnrýndur af Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs sökum þess að veiðarnar séu langt frá því að geta talist sjálfbærar þar sem að þær heimili langtum meiri veiðar en veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins ICES kveður á um.

Lesa meira

Viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við þriggja ríkja samkomulagi um makríl - 13.3.2014

Í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags en ljóst var eftir fund í Edinborg i síðustu viku að fullreynt væri að ná samningi sem byggði á nýtingu á grundvelli ráðgjafar Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) líkt og íslenska samninganefndin lagði áherslu á. Samkomulag þessara þriggja ríkja er til næstu fimm ára og taka þau sér samtals 1.047.000 tonna afla í ár eða nær 18% umfram ráðgjöf ICES. Þar af taka ESB og Noregur til samans 890.000 tonn sem er allur ráðlagður heildarafli á þessu ári.

Lesa meira

Ekki tókst að ljúka samningi í makríldeilunni - 5.3.2014

Makrílveiðar

Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags. Með fundinum var ætlað að reyna til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda í makríl. „Fullreynt er að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust“ segir Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra.

Lesa meira

Ræða landbúnaðarráðherra á Búnaðarþingi - 4.3.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson á Búnaðarþingi
Búnaðarþing var haldið um liðna helgi og í ræðu sinni dró Sigurður Ingi jóhannsson saman framtíðarsýn sína um íslenskan landbúnað. „Ég tel skynsamlegt að auka matvælaframleiðslu á Íslandi og auka útflutning; ég mun leggja mín lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða; breytingar munu eiga sér stað í starfsumhverfi bænda og ég mun leitast við að þær verði þeim til framdráttar, en ekki fjötur um fót; ég mun opna á frekari innflutning á landbúnaðarafurðum í skiptum fyrir aðgang að erlendum mörkuðum fyrir íslenskar landbúnaðarvörur; ég er ekki hræddur við breytingar, heldur kyrrstöðu og hnignun.“  Lesa meira

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir styrkumsóknum - 25.2.2014

Umsóknir skulu berast fyrir 9. mars 2014.

Lesa meira

Málsmeðferð ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara - 21.2.2014

Í kjölfar ákvörðunar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að synja beiðni um viðbótartollkvóta fyrir ákveðna osta og lífrænan kjúkling hefur komið fram gagnrýni á málsmeðferð ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Ráðuneytið telur málsmeðferð nefndarinnar í samræmi við gildandi lög. Lesa meira

Beiðni um viðbótartollkvóta fyrir ost og lífrænan kjúkling hafnað - 18.2.2014

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur að fenginni tillögu frá ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi. Ástæðan er sú að sérstakir tollkvótar fyrir 219 tonnum af osti og 259 tonnum af alifuglakjöti er árlega úthlutað og handhöfum þeirra er í sjálfsvald sett hvaða osta og alifuglakjöt þeir ákveði að flytja inn. 

Lesa meira

Makríll – niðurstaðan mikil vonbrigði! - 8.2.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það mikil vonbrigði að samningar um veiðar á makríl hafi ekki náðst á fundi svo kallaðra strandríkja á fundi í Lundúnum í dag.  

Lesa meira

Ráðherra ítrekar rétt Íslendinga til sjálfbærrar nýtingar hvalastofna - 7.2.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það vonbrigði að bandarísk stjórnvöld hyggist grípa til ráðstafana vegna hvalveiða Íslendinga en innanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur gert Bandaríkjaforseta grein fyrir útnefningu Íslands samkvæmt Pelly-ákvæðinu svokallaða. 

Lesa meira

"Vonbrigði að samningalotu um makríl hafi lokið án árangurs" - 1.2.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála lýsir yfir miklum vonbrigðum með að samningaviðræðum um veiðar á makríl hafi lokið án árangurs. „Deiluaðilar höfðu sögulegt tækifæri til að ná saman, ekki síst í ljósi þess að veiðráðgjöf ICES hljóðaði upp á 64% meiri afla en á síðasta ári.  Lesa meira

Makrílfundi lauk án samkomulags   - 31.1.2014

Makrílveiðar

Samningafundi Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Íslands um stjórn veiða á makríl sem staðið hefur frá því á þriðjudag í Bergen í Noregi lauk nú í hádeginu. Engin niðurstaða náðist á fundinum en aðilar ákváðu að halda þeim möguleika opnum að halda áfram viðræðum síðar ef flötur finnst á að leysa málið.

Lesa meira

Óskað eftir umsögnum um drög að reglugerð - 31.1.2014

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst á næstunni setja reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með reglugerðinni verður innleidd reglugerð Evrópuþingsins- og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011. Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra fyrir tímabilið janúar – júní 2014 - 28.1.2014

Föstudaginn 24. janúar 2014, rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra fyrir tímabilið janúar – júní 2014, samtals 38.000 kg, sbr. reglugerð nr. 1185/2013.

Lesa meira

Nýr samningafundur um makríl í næstu viku - 24.1.2014

Samningafundi um makríl milli Íslands, Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs lauk nú um hádegisbil. Ekki náðist niðurstaða á fundinum en aðilar telja að þokast hafi í rétta átt. Ákveðið var að halda viðræðum áfram í Bergen næstkomandi þriðjudag. Lesa meira

Makrílviðræðum frestað fram í næstu viku - 17.1.2014

Makrílveiðar

Samningafundi um makríl milli Íslands, Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs var í dag frestað fram til næsta miðvikudags.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra. - 8.1.2014

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 14. janúar 2014.

Lesa meira

Veiðimálastofnun flyst undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - 6.1.2014

Veiðimálastofnun

Um áramótin var Veiðimálastofnun sett undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið en frá árinu 2012 hafði hún verið tilheyrt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Veiðimálastofnun er rannsóknarstofnun á sviði ferskvatnsfiska og lífríkis þeirra og starfar með það að markmiði að hámarka sjálfbæra nýtingu lax- og silungsveiða hér á landi og þjónustar hún veiðifélögin í landinu með ráðgjöf um veiði. Að þessu leyti er hlutverk Veiðimálastofnunar sambærilegt við hlutverk Hafrannsóknastofnunar.

Lesa meira