Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál

Ástand síldar í Kolgrafafirði í jafnvægi - stöðvun veiða - 31.12.2013

Kolgrafafjörður I 291113
Ráðuneytið visar til þess að það heimilaði þann 22. nóvember 2013, með reglugerð 1036/2013 síldveiðar smábáta, allt að 1.300 lestum, í Kolgrafafirði á grundvelli bráðb.ákv. VIII við l. nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Lesa meira

Drög að reglugerð um veiðar á kröbbum til kynningar - 20.12.2013

Umsagnir skulu berast fyrir 10. janúar 2014.

Lesa meira

14. fundur samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál - 19.12.2013

Fjórtándi fundur samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegsmála var haldinn í Moskvu dagana 16.-17. desember 2013. Lesa meira

Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – desember 2014 - 19.12.2013

Fimmtudaginn 12. desember 2013, rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum  frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – desember 2014.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið janúar – júní 2014 - 19.12.2013

Fimmtudaginn 12. desember 2013, rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna fyrri hluta ársins 2014

Lesa meira

Reglugerð um hvalveiðar - 13.12.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið, í samráði við ríkisstjórnina, heimild til hvalveiða á árunum 2014-2018. Lesa meira

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkennir mikilvægi starfs Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ á Íslandi - 13.12.2013

Sjávarutvegsskóli Háskóla SÞ
Í ályktuninni segir að allsherjarþingið meti mikils 15 ára starf skólans við að byggja upp þekkingu, færni og verkkunnáttu í þróunarríkjunum, en alls  hafi 280 nemendur frá 47 löndum útskrifast frá skólanum. Lesa meira

Fundi strandríkja um kolmunna lokið. - 12.12.2013

kolmunni
Fundi strandríkjanna í kolmunna vegna veiða ársins 2014 var haldinn 11.-12. desember 2014, í London. Lesa meira

Fundi strandríkja lokið án árangurs - 10.12.2013

síld

Fundi strandríkjanna í norsk-íslenskri síld vegna veiða ársins 2014 var haldinn í dag, 10. desember 2014,  í London.

Lesa meira

Reglugerðir um dragnótaveiðar endurútgefnar - 2.12.2013

Með þessari útgáfu eiga dragnótaleyfishafar á ákveðnum svæðum að hafa allar upplýsingar um veiðibönn o. þ. h. á sínu svæði í einni reglugerð. Lesa meira

Framhald síldaraðgerða metið eftir helgi - 30.11.2013

Kolgrafafjörður VII 291113

Framhald fælingaraðgerða með hvellhettum í Kolgrafafirði í gær staðfesti fyrri reynslu af að slíkar aðgerðir séu árangursríkar í því skyni að smala síld. Veðurskilyrði í firðinum í gær gerðu mönnum hins vegar mjög erfitt fyrir og tókst ekki að smala allri þeirri síld sem stefnt var að út fyrir brú.

Lesa meira

Aðgerðum haldið áfram í Kolgrafafirði - 29.11.2013

Kolgrafafjörður I 291113

Fyrstu vísbendingar um árangur af síldarfælingu með svokölluðum „Thunderflash“ hvellhettum í Kolgrafafirði í gær benda til þess að aðferðin virki við að smala síld.

Lesa meira

Aðgerðir hafnar í Kolgrafafirði - 28.11.2013

Kolgrafafjörður V 291113

Upp úr kl.15:00 í dag hófust tilraunir með að nota svokallað „Thunderflash“ til að fæla síld úr Kolgrafafirði.  Thunderflash eru litlar hvellhettur  eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara upp úr sjónum.  Hvellhetturnar framkalla hávaða og titring neðansjávar og mun líklega engin verða var við neitt á yfirborðinu. Fyrstu upplýsingar frá vettvangi gefa til kynna að þessi aðferð sé að skila árangri

Lesa meira

Ráðuneytið vísar til fyrirhugaðra aðgerða í Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldardauða, gríðarlegt tap á verðmætum og stórfellt mengunarslys! - 28.11.2013

Í Kolgrafafirði sl. laugardag. Ljósmynd: Róbert Arnar Stefánsson

Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. - 28.11.2013

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 5. desember 2013.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi. - 28.11.2013

Umsóknir skuluberast fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 5. desember 2013.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum. - 28.11.2013

Usóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 5. desember 2013.

Lesa meira

Tundurþráðum beitt við síldarfælingar í Kolgrafafirði - 27.11.2013

Frá fundinum á Eyri í Kolgrafafirði í dag.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sem nú er í Kolgrafafirði. Ákveðið hefur verið að ráðast í fælingaraðgerðir með tundurþráðum í firðinum í því skyni að hrekja síldina sem þar er nú út úr firðinum.

Lesa meira

Af stöðu mála í Kolgrafafirði - 25.11.2013

Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu mála í Kolgrafafirði eftir að mikið magn síldar gekk inn í fjörðinn. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða til að bjarga verðmætum, reyna að fæla síldina af hættuslóðum og bæta vöktun á ástandi fjarðarins og mat á hættu. Einnig liggur fyrir viðbragðsáætlun ef nýr síldardauði verður. Áfram eru skoðaðar fyrirbyggjandi aðgerðir til lengri tíma, en fyrir liggur að helstu kostir í þeim efnum eru dýrir og tímafrekir og veruleg óvissa er um árangur sumra þeirra.

Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Hornafjörð - 25.11.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti mánudaginn 25. nóvember, ráðstefnu um hagsmunamál dreifbýlisins sem haldin var í Mánagarði í Nesjum við Hornafjörð. Lesa meira

Síldveiðar heimilaðar innan brúar í Kolgrafafirði - 22.11.2013

Í ljósi þess að síld er gengin inn í Kolgrafafjörð hefur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-, landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindarráðherra ákveðið að heimila síldveiðar án fyrirfram fenginna leyfa, innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.

Lesa meira

Landbúnaðarsaga Íslands komin út - 22.11.2013

Sigurveig Erlingsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Daníel Júlíusson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Einar K. Guðfinnsson

Í gær var því fagnað að Landbúnaðarsaga Íslands er komin út – fjögurra binda ritverk sem hefur verið í vinnslu sl. 9 ár. Spannar ritið sögu íslensks landbúnaðar allt frá landnámi og framyfir síðustu aldamót. Landbúnaðarsaga Íslands er mikið rit enda stór hluta Íslandssögunnar. Má nefna sem dæmi að um aldamótin 1800 voru íslendingar 47 þúsund, og töldust 39 þúsund hafa framfæri sitt af landbúnaði.

Lesa meira

Hófleg bjartsýni þrátt fyrir að samkomulag hafi ekki nást á makrílfundi - 21.11.2013

Makríll

Þessa vikuna hefur staðið yfir á Írlandi samningafundur milli Íslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins um veiðar á makríl. Ekki náðist samkomulag á fundinum en engu að síður gefur hann tilefni til ákveðinnar bjartsýni um að sanngjörn lausn byggð á vísindalegum grunni sé innan seilingar.

Lesa meira

Ný reglugerð kveður á um að útgerð og áhöfn skipta með sér 20% af andvirði selds lúðuafla - 21.11.2013

Lúða

Nýju reglunum er ætlað að vera hvetjandi fyrir sjómenn og útgerðir að koma að landi með þá lúðu sem veiðist sem meðafli

Lesa meira

Ráðherra flytur Alþingi skýrslu um síldardauðann í Kolgrafafirði - 19.11.2013

Unnið að hreinsun í Kolgrafafirði

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti á Alþingi í dag skýrslu sína um stöðu mála og áætlanir um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna síldardauðans í Kolgrafafirði síðastliðinn vetur.

Lesa meira

Sigurður Ingi fundaði með Mariu Damanaki um stöðuna í makrílviðræðunum - 18.11.2013

Maria Damanaki og Sigurður Ingi

Sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, fundaði með sjávarútvegsstjóra ESB, Mariu Damanaki, á föstudaginn.  Þau ræddu stöðuna í makrílviðræðunum og samningafundinn sem hefst á Írlandi í dag. Það er ljóst að enn vantar eitthvað upp á, að samkomulag náist, en viðræður halda áfram.

Lesa meira

Styrkir af safnliðum ráðuneyta 2014 - 15.11.2013

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 4. desember 2013.

Umsóknir um styrki á safnliðum ráðuneyta samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014. 

Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson heimsækir sjávarútvegsráðherra Noregs. - 15.11.2013

Elisabeth Aspaker og Sigurður Ingi Johannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í gær, 14. nóvember, fund  með Elisabeth Asbaker sjávarútvegsráðherra í nýrri ríkisstjórn Noregs. Lesa meira

Oslo Seafood Seminar haldin í Osló 14. nóvember 2013 - 14.11.2013

Í dag flutti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra ræðu á „Oslo Seafood Seminar“ sem haldið var í Osló á vegum norsk-íslenska viðskiptaráðsins, þar sem hann var heiðursgestur.

Lesa meira

Síldarkvóti til smábáta aukinn um 200 tonn - 14.11.2013

síld margar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gefið út 200 tonna viðbótarmagn til smábáta sem eru á netaveiðum á Breiðafirði.

Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson í ferð um austurland 4.-5. nóvember 2013. - 13.11.2013

Ráðherra í vélasal Eskju
Þar með hefur ráðherra lokið við hringferð um landið, en tilgangurinn var að heyra í stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja um framtíðarhorfur og skipulag. Lesa meira

Skráargatið innleitt á Íslandi - 12.11.2013

ráðherra skirfar undir reglugerð

Í dag var Skráargatið innleitt á Íslandi þegar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði reglugerð um norræna Skráargatið. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.

Lesa meira

Af heimsókn sjávarútvegsráðherra til sjómanna og útgerðaraðila á Snæfellsnesi - 10.11.2013

Fiskvinnsla á Snæfellsnesi

Í lok síðustu viku heimsótti Sigurður Ingi fyrirtæki á Snæfellsnesi og fundaði með Snæfelli, félagi smábátasjómanna á svæðinu og fulltrúum frá Útvegsmannafélagi Snæfellsness félagi stærri útgerða. Ráðherra var m.a. kynnt harðfiskverkun sem byggir á þurrkun í klefa, hvernig unnið er úr síld veiddri af smábátum á svæðinu auk þess að heimsækja stærri fyrirtæki.

Lesa meira

Já – við getum tvöfaldað verðmæti hvers fisks sem berst á land - 8.11.2013

Sjávarútvegsráðherra

Hann var kröftugur sóknarfundurinn í gærmorgun þar sem að rætt var hvernig Íslendingar geta tvöfaldað verðmæti hvers fisks sem berst á land. Lausnin liggur í nýsköpun og samstarfi hins hefðbundna sjávarútvegs við vísindasamfélagið og skapandi greinar.
Á fundinum var einnig undirrituð samstarfsyfirlýsing tæknifyrirtækja um að  bjóða útgerðum heildstæða lausn við endurnýjun fiskiskipa.

Lesa meira

Atvinnumál, sjávarútvegur og fiskeldi voru rædd í heimsókn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á suðurfirði Vestfjarða - 5.11.2013

Í Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal

Í heimsókn Sigurðar Inga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á suðurfirði Vestfjarða fór hann í fyrirtæki á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði í sjávarútvegi og tengdum greinum. Það var jákvætt og framsýnt fólk sem ráðherra hitti að máli, fjölgun starfa hefur fylgt uppbyggingu í fiskeldi og kraftur einkennir andrúmsloftið. Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er í uppbyggingu og mun á næstunni taka í notkun nýtt hús og tæki.

Lesa meira

Áherslur sjávarútvegsráðherra í ræðu á aðalfundi LÍÚ - 4.11.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson í ræðupúlti á aðalfundi LÍÚ

Í ræðu sinni ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson svávarútvegs- og landbúnaðarráðherra m.a. þann óstöðugleika og óróa sem verið hefur í umræðum um sjávarútveg undanfarin ár og sagði að hans vilji stæði til þess að því tímabili myndi ljúka. Framundan væru tímar samráðs og samstarfs með það að markmiði að ná sátt sem flestra um þessa mikilvægu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Það væri mikilvægt að hefja umræðu um sjávarútveg og þau fyrirtæki sem honum tengjast upp á hærra plan og fagna þeim árangri sem náðst hefur í rekstri margra fyrirtækja sem skila þjóðarbúinu arði, hvort sem er í formi gjalda, skatta, starfa eða öðru.

Lesa meira

Við getum tvöfaldað verðmæti hvers fisks sem berst á land! Sóknarfundur með sjávarútvegsráðherra 7. nóvember. - 1.11.2013

2 fyrir 1

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í félagi við Íslenska sjávarklasann boða til morgunfundar fimmtudaginn 7. nóvember um hin ótal mörgu tækifæri sem íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir. Fundurinn verður haldinn í húsnæði íslenska Sjávarklasans við Grandagarði 16 – hefst klukkan 8:30 og lýkur tveimur tímum síðar.

Lesa meira

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ósammála íslenskum lögum um kjötinnflutning til Íslands - 30.10.2013

Með lögum nr. 143/2009  samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust að  viðhalda banni, samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, á innflutningi  á fersku kjöti til Íslands. Með lögunum var  fyrirkomulagi í innflutningi viðhaldið með það að markmiði að tryggja ýtrasta matvælaöryggi og vernda líf og heilsu manna og dýra, og var þá sérstaklega litið til langvarandi einangrunar búfjárstofna sem gætu verið sérlega næmir fyrir sjúkdómum.

Lesa meira

Samráðsfundur um málefni Kolgrafafjarðar - 22.10.2013

Í Kolgrafafirði - að loknum fundi buðu ábúendur á Eiði fundargestum í skoðunarferð við fjöruna í Kolgrafafirði.

Málefni Kolgrafafjarðar voru rædd á samráðsfundi tveggja ráðuneyta, viðkomandi stofnana og  heimamanna í Grundarfirði í dag. Á fundinum var farið yfir kosti varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir endurtekinn síldardauða í Kolgrafafirði í vetur auk þess sem drög að viðbragðsáætlun Umhverfisstofnunar voru kynnt.

Lesa meira

Forsendur byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014 - 18.10.2013

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur úthlutað 6.824 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014 Lesa meira

Sjávarútvegsráðherra heimsækir fyrirtæki í Þorlákshöfn - 14.10.2013

Fiskvinnsla í Þorlákshöfn

Nýverið heimsótti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sjávarútvegsfyrirtæki í Þorlákshöfn en þar er aðallega stunduð vertíðarbundin útgerð. Í Þorlákshöfn, líkt og á flestum öðrum stöðum sem ráðherra hefur heimsótt undanfarið, er leitast við að hámarka nýtingu hráefnis og hefur náðst einkar athyglisverður árangur. 

Lesa meira

Starfshópur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða - 4.10.2013

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett af stað vinnu við samningu frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Til að aðstoða við þá vinnu hefur hann sett á fót ráðgjafahóp, hann skipa: Karl Axelsson lögmaður, Lúðvík Bergvinsson lögmaður, Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar lagadeildar HR, Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, sem jafnframt mun stýra vinnu hópsins.

Lesa meira

Veiðigjaldsnefnd falið að gaumgæfa leiðir að útfærslum að álagningu veiðigjalda - 27.9.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur falið  veiðigjaldsnefnd, sem starfar á grundvelli laga 74/2012, að gaumgæfa leiðir varðandi  álagningu veiðigjalda. Í nefndinni sitja hagfræðingarnir Arndís Ármann Steinþórsdóttir sem leiðir starfið og Daði Már Kristófersson auk viðskiptafræðingsins Jóhanns Sigurjónssonar. Þá hefur verið settur upp annar hópur  sem ætlað er að liðsinna nefndinni eftir þörfum en í honum sitja fulltrúar frá Ríkisskattstjóra og Hagstofunni, lögfræðingur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu auk aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra.

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundar með stærsta söluaðila fyrir bleikju í Bandaríkjunum - 26.9.2013

Sigurður Ingi og Eric Kaiser

Íslendingar eru leiðandi í bleikjuframleiðslu á heimsvísu með 3500 tonna ársframleiðslu. Í gær átti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fund með Eric Kaiser forstjóra Aqunor í gær.

Lesa meira

Ársfundur Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) - 24.9.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson  setur ICES ráðstefnu
Ársfundur Alþjóðhafrannsóknaráðsins (ICES) fer fram í Hörpu þessa vikuna. Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra ávarpaði fundinn við setningarathöfn hans í Eldborgarsal Hörpu í gær. Lesa meira

Sigurður Ingi heimsækir sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum. - 23.9.2013

Siguður Ingi í heimsótti fiskvinnslu í Vestmannaeyjum

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra var á ferð í Vestmannaeyjum í síðustu viku og heimsótti fiskvinnslur og útgerðarmenn.

Lesa meira

Flutningsjöfnunarstyrkir – 170 milljónir króna - 17.9.2013

Flutningsjofnunarstyrkir

Greiddar hafa verið tæplega 170 milljónir króna í svo kallaðan flutningsjöfnunarstyrk á þessu ári. Markmiðið er að styðja framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna kostnað framleiðenda við flutning á vörum sínum. Þetta á við þá sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa af þeim sökum við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur sem eru nær markaðinum.

Lesa meira

Sigurður Ingi á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMIS) - 17.9.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson

Það var fullur salur á morgunverðarfundi AMIS í morgun. Yfirskrift fundarins var: Hvað viltu borða, viðskiptin og hollustan. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flutti erindi við upphaf fundar og lýsti í stuttu máli stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu.

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir fyrirtæki á Norðurlandi - 16.9.2013

Sútun

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti stofnanir, afurðastöðvar og sjávarútvegsfyrirtæki á Norðurlandi í síðasta mánuði,  auk þess að stoppa við á athyglisverðu lífrænu berjabúi.

Lesa meira

Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,1% - 13.9.2013

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. október um 3,1%. Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson heimsækir Matvælastofnun – MAST - 12.9.2013

Þrír gæðingar

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti starfsmenn MAST í dag. Heimsóknin er liður í viðleitni ráðherra til að kynnast undirstofnunun ráðuneytisins og ræða við starfsmenn og stjórnendur þeirra.

Lesa meira

Sigurður Ingi heimsækir öflug fyrirtæki á Vestfjörðum og setur ráðstefnu um markaðsmál í sjávarútvegi - 11.9.2013

Ráðherra heimsækir 3X Technology

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra brá sér á norðanverða Vestfirði á föstudaginn þar sem hann heimsótti m.a. fyrirtækin 3X Technology ehf og Gunnvöru, ræddi við rækjusjómenn og verkendur um þá ákvörðun að hlutdeildarsetja úthafsrækju, fundaði með stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða og setti ráðstefnuna „Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar" sem haldin var í Þróunarsetri Vestfjarða.

Lesa meira

Sigurður Ingi heimsækir Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík - 6.9.2013

Fiskispjall

Þessar vikurnar gerir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra víðreist um landið til að hitta að máli fólk sem starfar í sjávarútvegi og kynna sér sjónarmið þess. Í vikunni lá leiðin til Grindavíkur þar sem hann heimsótti Reiknistofu fiskmarkaðanna og nokkur sjávarútvegsfyrirtæki.

Lesa meira

Fundur strandríkja um norsk-íslenska síld í London 3.-4. september lokið - 3.9.2013

síld

Reglubundinn fundur strandríkjanna er samkvæmt venju haldinn í október en Ísland boðaði sérstaklega til þessa fundar vegna óska frá Evrópusambandinu og Færeyjum vegna þeirrar stöðu sem uppi er um skiptingu stofnsins.

Lesa meira

Jóhann Guðmundsson skipaður skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu - 28.8.2013

Jóhann Guðmundsson 2013

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði í dag Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóra skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis. Alls sóttu sjö um starfið og þar af voru fjórir metnir hæfir af hæfnisnefnd.

Lesa meira

Landbúnaðarráðherra heimsækir Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins - 23.8.2013

Ráðherra í Landbúnaðarháskóla Íslands

Það eru stór tækifæri í íslenskum landbúnaði og í heimsókn sinni í gær í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra m.a. rannsóknir á sviði landbúnaðar og þau tækifæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu.

Lesa meira

Innflutningsleyfi vegna sölu á laxahrognum rædd á fundi Sigurðar Inga og aðstoðarráðherra fiskeldismála í Chile - 22.8.2013

Sigurður Ingi og Pablo Galilea aðstoðarráherra fiskeldismála í Chile

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra átti fund með Pablo Galilea aðstoðarráherra sjávarútvegs og fiskeldismála í Chile. Á fundinum ræddu þeir m.a. innflutningsleyfi á laxahrognum til Chile en fyrirtækið Stofnfiskur hf. er annar  stærsti framleiðandi á lifandi laxahrognum  á heimsvísu. 

Lesa meira

Stjórn fiskveiða 2013/2014 - Lög og reglugerðir - 20.8.2013

Kapa_2013_2014_mynd

Út er komin sérprentun um stjórn fiskveiða fyrir fiskveiðiárið 2013/2014

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga - 16.8.2013

Ísland á mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar stjórnun ýmissa sameiginlegra fiskistofna á Norðaustur-Atlantshafi. Íslensk fiskveiðistjórnun hefur um langt árabil tryggt sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar ólíkt því sem gildir um fiskveiðistefnu ESB.

Lesa meira

Vinna hafin við gerð lagafrumvarps um stjórn veiða á úthafsrækju - 16.8.2013

Rækja

Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinna væri að hefjast í ráðuneytinu við nýtt frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, sem sérstaklega lýtur að stjórnun veiða á úthafsrækju.

Lesa meira

Benedikt Sigurðsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 15.8.2013

Benedikt Sigurðsson

Benedikt Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag, 15. ágúst 2013. Benedikt hefur starfað sem sviðsstjóri ytri- og innri samskipta Actavis á Íslandi undanfarin ár og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Lesa meira

Sigurður Ingi landbúnaðarráðherra afhenti Jóhanni Rúnari Skúlasyni tölthornið - 12.8.2013

Ráðherra og heimsmeistarinn í tölti

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín lauk um helgina og var mótið einn eitt skrefið í framgangi íslenska hestsins en keppnislið frá 17 löndum leiddu þar saman hesta sína. Tölthornið er einn glæsilegasti verðlaunagripur sem keppt er um í íþróttum og féll það í skaut Jóhanns Rúnars Skúlasonar og Hnokka frá Fellskoti.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra flutti stutta ræðu við verðlaunaafhendinguna.

Lesa meira

Grein sjávarútvegsráðherra um makríldeiluna í Wall Street Journal 9. ágúst 2013 - 9.8.2013

Í dag birtist í Wall Street Journal grein eftir Sigurð Inga Jóhannsson þar sem hann fjallar um helstu rök Íslendinga í makríldeilunni.

Lesa meira

Landbúnaðarráðherra á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín - 8.8.2013

Að loknum fundi með FEIF

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra hélt í morgun til Berlínar til að vera viðstaddur lokahelgina á heimsmeistaramóti íslenska hestsins þar sem að keppnislið frá 17 löndum leiða saman hesta sína.

Lesa meira

Breyting á samkomlagi um landanir grænlenskra skipa sem stunda makrílveiðar í grænlenskri lögsögu - 7.8.2013

Samkvæmt samkomulagi Íslands og Grænlands frá því í apríl á þessu ári var heimilt að grænlensk og íslensk skip gætu landað allt að 12.000 lestum af makríl veiddum í grænlenskri lögsögu í íslenskum höfnum.

Lesa meira

Yfirlýsing frá Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. - 16.7.2013

Í framhaldi af fréttamannafundi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins, Mariu Damanaki, í Brussel í gærkvöldi þar sem m.a. kom fram að undirbúningur væri hafinn að mögulegum viðskiptaaðgerðum gegn Íslandi vegna stöðunnar í makrílviðræðum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sent frá sér fréttatilkynningu til erlendra fjölmiðla. Lesa meira

Meirihluti Íslendinga fylgjandi hvalveiðum - 16.7.2013

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem framkvæmd var fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið í júní-júlí 2013 eru um 58 prósent Íslendinga alfarið,frekar eða mjög hlynntir hvalveiðum. Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um vernd heita afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. - 11.7.2013

Frestur til að skila umsögn um frumvarpið og athugasemdir þess er til 1. september 2013.

Lesa meira

Fréttatilkynning frá ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála – Ný reglugerð um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum - 5.7.2013

Í dag var gefin út reglugerð sem færir bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa til fyrra horfs, til samræmis við þá ráðgjöf sem fyrir liggur.

Lesa meira

Ákvörðun um leyfilegan heildarafla 2013/2014 - 5.7.2013

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda á næsta fiskveiðiári 2013/2014.

Lesa meira

Fundur sjávarútvegsráðherra landa við Norður Atlantshaf - 25.6.2013

Ráðherrar NAFMC-landanna

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson sat fund sjávarútvegsráðherra landa við Norður Atlantshaf (NAFMC-North Atlantic Fisheries Ministers Conference) dagana 23. - 25. júní í Brønnøysund í Noregi. Viðstaddir voru ráðherrar og embættismenn frá ESB, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Kanada, Noregi og Rússlandi.

Lesa meira

350 milljónir til bænda á kalsvæðum - 21.6.2013

Kalið tún í Þingeyjarsýslu

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um 350 milljóna króna stuðning við bændur á þeim svæðum sem urðu illa úti vegna kals og snjóþyngsla.

Lesa meira

Ráðherra fundar með aðstandendum undirskriftasöfnunar vegna veiðigjalda - 21.6.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson

Í dag komu á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstandendur undirskriftasöfnunar varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta - 18.6.2013

Þriðjudaginn 11. júní 2013 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á svína- kinda- geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum fyrir tímabilið júlí 2013 – júní 2014.

Lesa meira

Breytingar á veiðigjöldum treysta rekstrargrundvöll sjávarútvegsins en viðhalda gjaldheimtu fyrir nýtingu auðlindarinnar - 14.6.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson

Í dag mun ráðherra sjávarútvegsmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld sem skulu gilda í eitt ár meðan heildarendurskoðun á gjaldheimtunni fer fram.

Lesa meira

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir ráðin aðstoðarmaður sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra - 10.6.2013

Helga Sigurrós

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hún hóf störf í ráðuneytinu fyrir helgi.

Lesa meira

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hittir sjávarútvegsstjóra ESB - 7.6.2013

Í gær, 6. júní var haldinn í Reykjavík fundur Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Meginmál fundarins var staða mála í  deilu Íslands, Færeyja, Noregs og ESB um nýtingu makrílstofnsins í Norðaustur Atlantshafi.

Lesa meira

Af ferðum landbúnaðarráðherra á Norðurlandi fyrr í vikunni - 5.6.2013

Fljótaspjall

Mánudaginn 3. júní fór Sigurður Ingi Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Norðurland til að ræða við bændur kynna sér stöðu mál vegna snjóþyngsla og kals á túnum. Ferðalýsing 

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræðir mikilvægi nýsköpunar í sjávarútvegi - 5.6.2013

Ráðherra og skipuleggjendur

Sigurður Ingi Jóhannsson opnaði ráðstefnuna Nordic Marine Innovation sem haldin er í Hörpu í dag. Í máli sínu fjallaði Sigurður Ingi um mikilvægi nýsköpunar og þau miklu tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir á þessu sviði.

Lesa meira

Landbúnaðarráðherra heimsækir bændur á Norðurlandi - 3.6.2013

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir í dag bændur á Norðurlandi  til að kynna sér stöðu mála en ljóst er að bændur á stórum landssvæðum allt frá Ströndum og yfir til Austurlands standa frammi fyrir miklum vanda vegna kals í túnum og ótíðar í vetur og vor.

Lesa meira