Fréttir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál

Þorgerður Katrín flytur skrifstofuna á Suðurland í næstu viku - 16.5.2017

°Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið á Suðurland dagana 22. 23. og 24. maí næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmenn ráðherra. 

Lesa meira

Reglur byggðakvóta 2016-2017 - 15.5.2017

Byggðakvóti

Hér má sjá tillögur bæjar- og sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2016-2017

Lesa meira

Ísland og EFSA leggjast á eitt gegn sýklalyfjaónæmi - 15.5.2017

Sýklalyfjaónæmi

Í gær tók Matvælastofnun á móti sendinefnd Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), með Dr. Bernhard Url forstjóra í broddi fylkingar. Tilefni heimsóknar EFSA til Íslands er að ræða sameiginlegar áherslur á sviði matvælaöryggis, lýð- og dýraheilsu og stuðla að samstarfi með íslenskum yfirvöldum og vísindasamfélagi. Helsta umfjöllunarefni heimsóknarinnar er vaxandi þol baktería gegn sýklalyfjum, ein helsta ógn sem steðjar að lýð- og dýraheilsu í dag.

Lesa meira

Nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni - 8.5.2017

Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nefndin skal skila tillögum sínum til ráðherra í formi lagafrumvarps eigi síðar en 1. desember 2017.

Lesa meira

Veiðidögum á grásleppu fjölgað um 10 - 29.4.2017

Grásleppa

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð úr 36 í 46. Það verður gert með reglugerð sem tekur gildi næsta miðvikudag, 3. maí 2017.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu - 25.4.2017

Umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, 5. hæð, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 5. maí 2017.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum - 25.4.2017

Umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, 5. hæð fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 4. maí 2017.

Lesa meira

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar - umsóknarfrestur til 1. maí - 12.4.2017

Búskapur í sveit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. 

Lesa meira

Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum - 12.4.2017

Umhverfissjóður-sjókvíaeldis

Meginmarkmið með styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Að þessu sinni var úthlutað tíu styrkjum alls að upphæð 86,6 m.kr. 


Lesa meira

Fyrirkomulag strandveiða 2017 - 12.4.2017

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017. Aukning verður á veiðiheimildum á svæði D um 200 tonn frá fyrra ári, og heildaraflaheimildir hækkaðar úr 9.000 tonnum í 9.200 tonn. 

Lesa meira

MATARAUÐUR ÍSLANDS - 6.4.2017

Matarauður Íslands

MATARAUÐUR ÍSLANDS er nýtt heiti á verkefni um matvælaframleiðslu, matarmenningu og matarferðaþjónustu og heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Verkefnið hét áður Matvælalandið Ísland en það nafn reyndist frátekið af samstarfshópi nokkurra hagaðila í matvælageiranum.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar - 4.4.2017

Mynd: Norden

 Markmið með styrkjum úr þróunarframlagi til hrossaræktar er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 5,6 milljónir króna.

Lesa meira

Markaðsverkefnið „Horses of Iceland“ kynnt á stærstu hestasýningu í Evrópu - 29.3.2017

Hestasýningin Equitana

Markaðsverkefnið Horses of Iceland var áberandi á hestasýningunni Equitana sem haldin var í Essen í Þýskalandi um liðna helgi. Þetta er stærsta hestasýning í Evrópu og er áætlað að um 200.000 gestir hafi sótt sýninguna.  Á sýningunni tóku Íslendingar í fyrsta sinn sameiginlega þátt undir merkjum Horses of Iceland og kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verkefnið.

Lesa meira

Skýrsla um Matvælastofnun - 28.3.2017

Matvælastofnun

Matvælastofnun býr að verðmætum mannauði en styrkja þarf starf stofnunarinnar, m.a. með markvissari stjórnun og stefnumótun, skýrari verklagsreglum og betri miðlun upplýsinga. Jafnframt er þörf á heildstæðri matvælastefnu auk þess sem skipulag matvælaeftirlits er of flókið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjarna Snæbjarnar Jónssonar stjórnunarráðgjafa og Ólafs Oddgeirssonar dýralæknis sem falið var að gera úttekt á stjórnun og starfi Matvælastofnunar og því hvernig stofnunin sinnir matvælaeftirliti og eftirliti með dýravelferð.

Lesa meira

Varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla - 23.3.2017

Rauðbrystingar á flugi, ljósmynd Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaflensa af völdum alvarlegs afbrigðis fuglaflensuveiru af sermisgerðinni H5N8 hefur breiðst hratt út í Evrópu frá því í október á síðasta ári, bæði í villtum fuglum og alifuglum, m.a. á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Af þeim sökum hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gefið út tímabundnar varúðarreglur sem öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla er skylt að fylgja.

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerðarbreyting um sóttvarnarstöðvar fyrir alifugla - 23.3.2017

Í reglugerðinni er mælt fyrir um að leyfisveitingar til að reka sóttvarnarstöð skuli færðar til Matvælastofnunar. Matvælastofnun verður ennfremur veitt heimild til að afturkalla leyfi til reksturs sóttvarnastöðvar án fyrirvara. Þessi breyting er í samræmi við þá stefnu að einfalda beri stjórnsýslu.

Lesa meira

Áætlun um mat á gróðurauðlindum - 14.3.2017

Gróðurþekja - samkomulag undirritað

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landssamtök sauðfjárbænda, hafa gert með sér samkomulag til 10 ára um um mat á gróðurauðlindum. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á. Hins vegar að þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Lesa meira

Frumvarp til umsagnar: Endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins - 6.3.2017

Kýr

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa verið unnin drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum sem m.a. mæla fyrir um frávik frá samkeppnislögum fyrir mjólkuriðnaðinn. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar til og með 17. mars.

Þá er jafnframt unnið að því í ráðuneytinu að forma tillögur hvernig best verði staðið að ráðstöfun innflutningskvóta með hliðsjón af hagsmunum neytenda. Tillögur að breytingum þess efnis verða kynntar sérstaklega þegar þær liggja fyrir.

Lesa meira

Reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017 - 27.2.2017

Í reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017 er líkt og áður gefinn út fjöldi veiðidaga til bráðabirgða þar til lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar liggur fyrir um mánaðamótin mars/apríl. Upphafsfjöldi daga er sá sami og áður eða 20 veiðidagar.  Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða - 22.2.2017

Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða gildir um allar sláturafurðir sem fluttar eru á erlendan markað eða til sölu innanlands og skal flokka og merkja sláturafurðir eftir tegundum og gæðum samkvæmt reglugerðinni. 

 

Lesa meira

TIL UMSAGNAR: Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði og fóðri - 20.2.2017

Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði og fóðri er sett með stoð í 6. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Þar er mælt fyrir um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um opinbera birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með fóðri, áburði og sáðvöru. Samkvæmt núgildandi reglugerð nr. 291/2010 um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði er ekki fjallað um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með fóðri.

Lesa meira

Heildarafli Íslands á loðnu aukinn í 196 þúsund tonn - 14.2.2017

Loðna

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 tonn á þessari vertíð. Áætlað heildarverðmæti loðnuaflans er um 17 milljarðar króna.

Lesa meira

Mat á þjóðhagslegum kostnaði verkfalls sjómanna - 10.2.2017

Skýrsla um áhrif sjómannaverkfalls kynnt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti í dag skýrslu þar sem lagt er mat á þjóðhagslegan kostnað af verkfalli sjómanna. Vinnuhópur starfsmanna úr fjórum ráðuneytum ásamt fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga unnu að skýrslunni ásamt sérfræðingum frá Íslenska sjávarklasanum.

Lesa meira

Skrifstofa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur tímabundið á Ísafjörð - 8.2.2017

Þorgerður Katrín

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið vestur á Ísafjörð dagana 13. 14. og 15. febrúar næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.

Lesa meira

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga - 31.1.2017

Búskapur í sveit

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga, með það fyrir augum að stuðla að meiri sátt og víðtækara samkomulagi um frekari uppbyggingu íslensks landbúnaðar. Sérstaklega er horft til þess að auka vægi umhverfis- og neytendasjónarmiða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Lesa meira

Guðmundur Kristján Jónsson ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar - 27.1.2017

Guðmundur Kristján Jónsson

Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerð um velferð dýra við flutning - 27.1.2017

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur fram til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um velferð dýra við flutning. Frestur til að skila umsögnum er til 16. febrúar 2017. 

Lesa meira

Reglur um lífræna vottun samræmdar - 25.1.2017

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld hverfi frá aðlögunarkröfum vegna upptöku gildandi reglna ESB um lífræna ræktun. Sömu reglur munu því gilda um framleiðslu, vottun og merkingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og í Evrópu. Upptaka reglnanna mun auðvelda útflutning lífrænnar íslenskrar framleiðslu til Evrópuríkja, auk þess sem íslenskir neytendur munu njóta góðs af skilvirkara eftirliti.

Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja - 17.1.2017

Høgni Hoydal og Þorgerður Katrín

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja sömdu í gær (16. janúar) um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár. Einnig var samið um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Heimildir Færeyinga verða þær sömu á næsta ári og þær eru í ár eða um 5.600 tonn, en hámark fyrir þorskveiði hækkar úr 1.900 tonnum í 2.400 tonn.

Lesa meira

Páll Rafnar ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar - 17.1.2017

Páll Rafnar Þorsteinsson

Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Ransóknarsvið Páls Rafnars hefur aðallega snúið að hugmyndum - bæði klassískum og nútímalegum - um sanngirni, siðvit og réttlæti.

Lesa meira

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 11.1.2017

Þorgerður Katrín tekur við lyklavöldum af Gunnari Braga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók í dag við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Gunnari Braga Sveinssyni. Þorgerður er fyrsta konan til að gegna embætti sjávarútvegs og/eða landbúnaðarráðherra og sagðist hún hlakka til þess að starfa að málefnum þessara mikilvægu atvinnugreina. 

Lesa meira

Lítil lyfjanotkun í íslenskum landbúnaði og fiskeldi - 7.1.2017

Búskapur í sveit

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að móta hvernig betur megi koma upplýsingum um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla úr dýraríkinu á framfæri við neytendur.

Lesa meira

Starfshópur endurskoðar lög og reglur um kaup erlendra aðila á bújörðum - 6.1.2017

Norden.org

Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu um árabil varðandi kaup erlendra aðila á bújörðum hér á landi. Dæmi eru um það að sami aðili hafi keypt margar jarðir á stóru svæði án þess að þar sé fyrirhuguð búseta eða að ræktanlegt land sé nýtt. Í ljósi þessa hefur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa þriggja manna starfshóp til að leggja mat á það hvaða takmarkanir komi helst til greina til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins.

Lesa meira

Afli fyrir kolmunna og norsk-íslenska síld á árinu 2017 ákveðinn - 30.12.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um leyfilega heildarveiði á norsk-íslenskri síld og leyfilega upphafsveiði á kolmunna á árinu 2017.

Lesa meira

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 1,7% - 28.12.2016

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% hinn 1. janúar nk. Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur. Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 2,75 kr. á hvern lítra mjólkur. Verðhækkunin er til komin vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu- og rekstrarkostnaði.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið janúar – júní 2017 - 20.12.2016

Miðvikudaginn 14. desember síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna fyrri hluta ársins 2017. 

Lesa meira

Niðurstöður umsókna varðandi úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi, fyrir tímabilið janúar – desember 2017 - 20.12.2016

Föstudaginn 2. desember 2016 rann út umsóknarfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á smurostum frá Noregi, fyrir tímabilið janúar – desember 2017, samtals 13.000 kg, sbr. reglugerð nr. 1003/2016.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar til júní 2017 - 20.12.2016

Þriðjudaginn 13. desember 2016 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-,  kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum og eggjum fyrir tímabilið 1. janúar  til 30. júní 2017.

Lesa meira

Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – júní 2017 - 20.12.2016

Þriðjudaginn 13. desember sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum  frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – júní 2017.

Alls bárust 19 gild tilboð í tollkvótann.

Lesa meira

17. fundur sameiginlegrar fiskveiðinefndar Íslands og Rússlands - 16.12.2016

Jóhann Guðmundsson og Konstantin.V. Drevetnyak

Sautjándi fundur fiskveiðinefnda Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegsmála var haldinn í Reykjavík dagana 15.-16. desember 2016. 

Lesa meira

Úttekt á starfsemi Matvælastofnunar - 8.12.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur falið þeim Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og doktor Ólafi Oddgeirssyni dýralækni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Food Control Consultants Ltd í Skotlandi að fara yfir og gera úttekt á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar.  

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerð um nánari útfærslu á búnaðarlagasamningi - 8.12.2016

Sveitastörf

Í reglugerðinni er fjallað með nánari hætti um framlög samkvæmt rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og framlög sem ekki falla undir samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar. Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi 1. janúar 2017 eða á sama tíma og breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra taka gildi. 

Lesa meira

Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt endurskilgreindur - 7.12.2016

Dreifing sauðfjárbúa og svæðisbundinn stuðningur

Í samræmi við ný búvörulög var Byggðastofnun falið síðastliðið vor að útfæra með einfaldari og skýrari hætti en áður svæðisbundinn stuðning fyrir sauðfjárbændur á þeim landsvæðum sem háðust eru sauðfjárrækt. Hingað til hefur verið miðað við mörk sveitarfélaga, en eftir breytinguna verður miðað við fjarlægð frá næsta þéttbýlisstað. 

Lesa meira

Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð - 2.12.2016

Hafro

Í lögum um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er kveðið á um sérstaka ráðgjafarnefndar sem skal vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og jafnframt vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni. Ráðgjafarnefndin er nú fullskipuð og er Ágúst Einarsson formaður hennar.

Lesa meira

Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi - 1.12.2016

Fiskeldi

Fiskeldi er ört vaxandi atvinnugrein og mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið. Í því augnamiði hefur verið skipaður starfshópur sem skal vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og skal hann ljúka vinnu sinni eigi síðar en 30. júní 2017.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum. - 28.11.2016

Skriflegar umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis,  fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 6. desember 2016.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. - 24.11.2016

Skriflegar umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, 5. hæð, eða á postur@anr.is fyrir kl. 16:00 föstudaginn 2. desember 2016.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi. - 24.11.2016

Skriflegar umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, 5. hæð, eða á postur@anr.is fyrir kl. 16:00 föstudaginn 2. desember 2016.

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerðir um nánari útfærslu á búvörusamningum. - 24.11.2016

Sveitastörf

Í reglugerðunum er fjallað með nánari hætti um framlög samkvæmt búvörusamningnum, m.a. hvaða skilyrði framleiðendur þurfi að uppfylla, umsóknir, framkvæmd og fleira. Gert er ráð fyrir að eftirfarandi reglugerðir taki gildi 1. janúar 2017 eða á sama tíma og breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra taka gildi. Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember 2016.

Lesa meira

Ársfundur Norðuraustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) 2016 - 21.11.2016

Ársfundur Norðuraustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, sá 35. í röðinni, var haldinn í London 14.–18. nóvember. Ráðið fer með stjórn fiskveiða utan lögsagna einstakra ríkja á Norðaustur-Atlantshafi. Aðild að því eiga Danmörk (f.h. Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Rússland. Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu fór fyrir íslensku sendinefndinni á fundinum.

Lesa meira

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga fullskipaður - 18.11.2016

Búskapur í sveit

Í samræmi við ákvæði nýrra búvörulaga er samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga nú fullskipaður. Í hópnum eru sex karlar og sex konur og skal hópurinn hafa lokið störfum fyrir lok árs 2018. 

Lesa meira

Tillögur frá Vestfjarðanefnd til framkvæmda - 16.11.2016

Vestfirðir

Í framhaldi af skýrslu nefndar um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum sem kynnt var í ríkisstjórn 5. september sl. ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í gær að samþykkja tillögur Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um þau atriði skýrslunnar sem heyra undir verkefnasvið hans.

Lesa meira

Úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta - 8.11.2016

Löndun

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu. Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað alls 11.257 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en ráðstöfunin byggir á þingsályktun 38/145, 2015-2016.

Lesa meira

Strandríkjafundum um kolmunna og norsk-íslenska síld lokið án niðurstöðu um skiptingu - 28.10.2016

Í gær lauk strandríkjafundum um kolmunna og norsk-íslenska síld sem staðið hafa í London síðan á mánudag. Ekki var samið um skiptingu stofnanna milli strandríkjanna en samkomulag varð um að fylgja skyldi ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) um hámarksveiði á árinu 2017.

Lesa meira

Brynja Laxdal ráðin verkefnastjóri Matvælalandsins Íslands - 27.10.2016

Brynja Laxdal

Brynja Laxdal hefur verið ráðin verkefnastjóri verkefnisins Matvælalandið Ísland. Brynja er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Brynja hefur undanfarin fjögur ár starfað sem markaðsstjóri Meet in Reykjavík, markaðsstofu. Brynja lauk áður BSc prófi í hjúkrunarfræði og hefur starfað á heilbrigðissviðinu bæði sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri meðal annars hjá Landlæknisembættinu.

Lesa meira

Tillögur varðandi bætingu á strandveiðikerfinu - 27.10.2016

Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji til grundvallarbreytinga.  Engu að síður þurfi að taka ákveðin atriði til skoðunar, s.s. hvernig hámarka megi aflaverðmæti,  gera refsiákvæði þyngri og bæta öryggismál.

Lesa meira

Kosning nýs stjórnarmanns í Matís - 26.10.2016

Á aðalfundi Matís ohf. 18. október sl. var kosin ný stjórn fyrir stofnunina. Í kjölfar fundarins tilkynnti einn þeirra sem kjörinn var í stjórn að hann myndi ekki taka kjöri. Viðkomandi var skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem taldi sig hafa vilyrði hans, en það reyndist á misskilningi byggt.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um hvernig treysta megi innviði og búsetu í sveitum - 25.10.2016

Búskapur í sveit

Í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins sem undirritaður var fyrr á þessu ári er mælt fyrir um í bókun að ráðist verði í starf sem miðaði að því að treysta innviði og búsetu í sveitum.

Lesa meira

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir skipaður formaður samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga - 21.10.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur óskað eftir að eftirfarandi aðilar tilnefni fulltrúa í 7 manna samráðshóp, þ.e.  Alþýðusamband Íslands/BSRB, Bændasamtök Íslands (2 fulltrúar), Neytendasamtökin, Samtök afurðastöðva, Samtök atvinnulífsins.

Formaður samráðshópsins verður Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og er hún skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Lesa meira

Ennþá tækifæri til að koma með tillögu í byggðaáætlun 2017-2023 - 13.10.2016

Sveitastörf

Vinna við mótun nýrrar byggðaáætlunar 2017-2023 er komin vel á veg. Byggðastofnun er í forsvari fyrir vinnunni og hafa verið haldnir ótal fundir hringinn í kringum landið m.a. með sveitarfélögum og samráðsvettvöngum landshlutanna.

Lesa meira

Aukið eftirlit, meiri rannsóknir og stefnumótun í fiskeldi - 6.10.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að hafin skuli vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og að rannsóknir, vöktun og eftirlit skuli aukið.

Lesa meira

"MINDING THE FUTURE" - Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið - 5.10.2016

Frá ráðstefnunni

Nú er að ljúka þriggja ára áætlun um norræna lífhagkerfið (NordBio) sem hófst árið 2014 þegar Ísland tók við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Í tilefni af því stendur nú yfir í Hörpu (5. og 6. október) alþjóðlega ráðstefnan „Minding the future“ þar sem kastljósinu er beint að lífhagkerfinu og þeim möguleikum sem í því felast.  

Lesa meira

Reglugerð um upprunamerkingar á kjöti væntanleg - til hagsbóta fyrir neytendur - 4.10.2016

Í því augnamiði að tryggja rétt neytenda til að vita frá hvaða landi þær kjötvörur eru sem þeir kaupa hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  sett fram drög að reglugerð þar sem að framleiðendum og innflytjendum er skylt að upprunamerkja kjötafurðir  af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum. Sambærilegar reglur eru nú þegar í gildi um upprunamerkingar á nautakjöti.

Lesa meira

Stjórn fiskveiða 2016/2017 - Lög og reglugerðir - 4.10.2016

Stjórn fiskveiða 2016-2017 Lög og reglugerðir

Út er komin sérprentun um stjórn fiskveiða 2016/2017.

Lesa meira

Hver verður búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030 - 30.9.2016

Búsetuþróun á Íslandi

Hvaða mun ráða búsetuþróun á Íslandi fram til ársins 2030? Hvert ber að stefna í byggðaáætlun sem er í mótun? Þetta voru á meðal þeirra spurninga sem ræddar  voru á ráðstefnunni „Búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030“ sem Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir í vikunni.

Lesa meira

"MINDING THE FUTURE" - Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið 5. og 6. okt. - 29.9.2016

NordBio

Nú er að ljúka þriggja ára áætlun um norræna lífhagkerfið (NordBio) sem hófst árið 2014 þegar Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Í tilefni af því er boðað til ráðstefnu í Hörpu, þar sem gott tækifæri gefst til að fræðast um lífhagkerfið og NordBio verkefnin, heyra um alþjóðlega strauma og stefnur á þessu sviði og leggja á ráðin um það hvernig framtíðin eigi að líta út. 

Lesa meira

ESA telur íslenska löggjöf um innflutning á vörum úr eggjum og mjólk brjóta í bága við EES samninginn - 15.9.2016

ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag rökstutt álit sitt þess efnis að gildandi lög á Íslandi, sem leyfisbinda og setja tilgreind skilyrði fyrir innflutningi á vörum úr eggjum og mjólk, séu ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. 

Lesa meira

Gunnar Bragi sækir ráðstefnuna „Our Ocean“ í Washington - 14.9.2016

Our Ocean

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sækir þriðju „Our Ocean“ ráðstefnuna sem haldin verður 15. og 16. september í Washington. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Johns Kerrys, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fjallar hún um vernd hafsvæða, sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, mengun sjávar og áhrif hnattrænnar hlýnunar á höfin.

Lesa meira

Samningur um eflingu náms í Fisktækni á landsbyggðinni - 14.9.2016

Fisktækniskóli

Í síðastliðinni viku var samstarfssamningur milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Fisktækniskóla Íslands um áframhaldandi stuðning við eflingu og uppbyggingu náms í fisktækni undirritaður. Ráðuneytið hefur styrkt þeta verkefni frá árinu 2014 og á þessu ári verður grunnnám í fisktækni í boði á Sauðárkróki , Höfn í Hornafirði og Dalvík.

Lesa meira

Niðurstöður strandveiða 2016 - 30.8.2016

Við breytingar á úthlutunum aflaheimilda milli svæða fyrir árið 2016 var tilgangurinn m.a. að ná meiri jöfnuði á meðalveiði á bát. Á strandveiðivertíðinni sem nú er nýlokið náðist það markmið að ná jafnari meðalveiði á bát. Svæði D sker sig hins vegar töluvert úr en þar er veiði að jafnaði mun lakari en á hinum svæðunum.  Vannýtt aflaheimild hefur verið í lok tímabila töluverð á svæði D samanborið við önnur svæði, slíkt á þó ekki við vegna ársins 2016 þar sem allar aflaheimildir nýttust.

Lesa meira

Gunnar Bragi fundar með sjávarútvegsráðherra Noregs - 19.8.2016

Gunnar Bragi og Per Sandberg

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Per Sandberg  sjávarútvegsráðherra Noregs funduðu á þriðjudaginn í Þrándheimi. Ræddu ráðherrarnir meðal annars stöðu sjávarútvegs í ríkjunum, ástand fiskveiðistofna  og samvinnu ríkjanna í sjávarútvegi þar með talið á alþjóðavettvangi.

Lesa meira

Um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017 - 3.8.2016

Fiskur á ís

Á fiskveiðiárinu 2016/2017 mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki til stuðnings byggðarlögum samkvæmt reglugerð 640/2016.

Aflamarkið kemur af frádregnu 5,3% af heildarafla hverrar tegundar samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða 116/2006. Undir aflamarkið fellur m.a afli til línuívilnana, strandveiða, rækju og skelbóta, frístundaveiða, áframeldi á þorski og byggðastuðnings.

 

Lesa meira

Ertu með tillögu í Byggðaáætlun 2017-2023 - 26.7.2016

Ísland

Markviss vinna við nýja byggðaáætlun sem mun gilda fyrir árin 2017-2023 hefur staðið yfir undanfarna mánuði og hefur mikil áhersla verið lögð á samráð og samtal við sveitarfélög og einstaklinga um allt land. Nú gefst öllum kostur á að koma með tillögur í byggðaáætlunina. 

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á EFTA tollkvóta 2016-2017 - 21.7.2016

Mánudaginn 13. júní 2016 rann út umsóknarfrestur um EFTA tollkvótum á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss, vegna innflutnings á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx og ostum 0406.xxxx fyrir tímabilið 1. júlí 2016 – 30. júní 2017.

Lesa meira

Heimsókn hr. Marek Gróbarczyk sjávarútvegsráðherra Póllands - 8.7.2016

Undirskrift hr. Marek Gróbarczyk og Gunnar Bragi Sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundaði í gær með Marek Gróbarczyk ráðherra sjávarútvegsmála Póllands. Ræddu þeir meðal annars samstarf ríkjanna á sviði sjávarútvegs. Þá ræddu þeir einnig möguleika á frekari viðskiptum á milli landanna og samstarf á sviði skipasmíða.

Lesa meira

Heimild til að flytja aflaheimild í makríl milli ára eykst um 10% - 30.6.2016

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur samþykkt beiðni útgerða um að hverju skipi verði heimilt að flytja allt að 20% af úthlutuðum aflaheimildum í makríl frá árinu 2016 til ársins 2017

Lesa meira

Ákvörðun veiðigjaldsnefndar um veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017. - 29.6.2016

Veiðigjaldsnefnd hefur ákvarðað veiðigjald helstu nytjastofna á Íslandsmiðum fyrir næsta fiskveiðiár. Veiðigjaldanefnd er skipuð samkvæmt lögum 74/2012  fólki sem hefur þekkingu á sviði hagfræði, sjávarútvegsmála og reikningshalds.

Lesa meira

Lífhagkerfisstefna 2016 - 29.6.2016

Lífhagkerfisstefna 2016

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur farið fram vinna við setningu stefnu um eflingu lífhagkerfisins á Íslandi.

Lesa meira

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 2,5% - 28.6.2016

Hyrnd kýr

 

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí 2016.

 

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta 2016 - 28.6.2016

Fimmtudaginn 9. júní 2016 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-,  kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum og eggjum fyrir tímabilið 1. júlí  til 31. desember 2016.

Lesa meira

Samningar tókust um loðnuvertíðina 2016/17 - 27.6.2016

Loðna

Samingafundur um loðnu var haldinn í Álasundi 22.-24. júní 2016 milli Íslands, Grænlands og Noregs. Meginefni fundarins var að ná samningi um vertíðina 2016/17.

Lesa meira

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2016-17. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fylgt líkt og undanfarin ár. - 24.6.2016

Fiskur á ís

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2016/2017 eftir samráð í ríkisstjórn

Lesa meira

Opinber heimsókn hr. Zhi Shuping gæðamálaráðherra Kína - 23.6.2016

Undirskrift hr. Zhi Shuping og Gunnar Bragi Sveinsson

Á fundi sínum í gær undirrituðu Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Zhi Shuping ráðherra gæðamála í Kína samning þar sem fram kemur að tilteknar fiskafurðir og lifandi hross uppfylli heilbrigðiskröfur kínverskra stjórnvalda.

Lesa meira

Punktar varðandi aflaráðgjöf og ákvörðun um heildarafla fyrir fiskveiðiárið 2016-2017 - 23.6.2016

Hafro

Þann 8. júní 2016, kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf sína um heildarafla nytjastofna á fiskveiðiárinu 2016-2017. Í kjölfarið átti ráðherra samráðsfundi með fulltrúum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Landssambandi smábátaeigenda og samtökum sjómanna, þar sem leitað var eftir viðhorfum þessara aðila til ráðgjafarinnar.

Lesa meira

Áfangaskýrsla um veikindi hrossa á Kúludalsá - 14.6.2016

Mynd: Norden

Í upphafi árs 2013 fól atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tveimur sérfræðingum að gera rannsókn á veikindum hrossa á Kúludalsá við Hvalfjörð.

Lesa meira

21. ráðstefna sjávarútvegsáðherra Norður-Atlantshafsins í St. Pétursborg 8-11. júní 2016 - 13.6.2016

Ráðherrar þjóðanna á NAFMC

Þema ráðstefnunar að þessu sinni var "Vísindalegar rannsóknir sem verkfæri til þess að tryggja sjálfbærar fiskveiðar og vistkerfi sjávar.

Lesa meira

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið júlí - desember 2016 - 10.6.2016

Miðvikudaginn 8. júní síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2016.

Lesa meira

Styrkir veittir úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar fyrir árið 2016 - 10.6.2016

Mynd: Norden

Úthlutað hefur verið úr sjóði þróunarfjárframlags til hrossaræktar fyrir árið 2016. Markmið styrkveitinganna er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rannsóknir. Úthlutað var 5,6 milljónum króna í þetta sinn.

Lesa meira

Auglýsing um WTO-tollkvóta vegna innflutnings á kjöti, smjöri, ostum, fuglseggjum og afurðum þeirra og unnum kjötvörum - 9.6.2016

Með vísan til 65. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og með vísan til reglugerðar nr. 511/2016 er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir innflutning á nauta-, svína- kinda-, geita- og alifuglakjöti, smjöri, ostum, fuglseggjum og afuðum þeirra og unnum kjötvörum fyrir tímabilið 1. júlí  til 31. desember 2016.

Lesa meira

Hafrannsóknastofnun leggur til aukningu á þorskafla á næsta fiskveiðiári - 9.6.2016

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag skýrslu um ástand helstu nytjastofna og veiðiráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Þar kemur m.a. fram að hrygningarstofn þorsks hefur ekki mælst stærri í 40 ár og almennt er staða helstu nytjastofna sterk. Leggur stofnunin til að þorskafli verði aukin um 5.000 tonn - og verði alls 244 þúsund tonn.

Lesa meira

Greinargerð starfshóps um arðskrár veiðifélaga - 7.6.2016

Starfshópur um endurskoðun löggjafar og framkvæmd laga og stjórnvaldsreglna um arðskrár veiðifélaga hefur skilað greinargerð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Starfshópurinn fór yfir 33 matsgerðir um arðskrár veiðifélaga sem lokið var á árunum 2010-2015. Í tillögum starfshópsins er sérstaklega horft til þriggja þátta; þróun matsþátta, kostnaðar við arðskrármöt og mönnun matsnefnda.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. - 7.6.2016

Umsóknir skulu berast  til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, að Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, bréflega eða á postur@anr.is, fyrir kl. 15:00 mánudaginn 13. júní 2016.

Lesa meira

Samningur um hafnríkisaðgerðir til að uppræta ólöglegar veiðar öðlast gildi - 6.6.2016

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna

Hinn 5. júní 2016 öðlaðist gildi samningur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um hafnríkisaðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar Samningurinn var undirritaður af fulltrúa Íslands 22. nóvember 2009.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum. - 24.5.2016

Skriflegar umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, 5. hæð, fyrir kl. 15:00, 1. júní 2016.

Lesa meira

Efnahagslegur fjölbreytileiki mikilvægur - 23.5.2016

Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra byggðamála opnaði í gær ráðstefnuna „Nordic Ruralities: Crisis and Resilence“. Um þrjú hundruð sérfræðingar á sviði byggðamála frá 27 löndum kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni sem haldin er í Háskólanum á Akureyri og stendur fram á þriðjudag.

Lesa meira

Matvælalandið Ísland býr yfir miklum möguleikum - 19.5.2016

Á ráðstefnunni „Matur er mikils virði“ sem haldin var í Hörpu í dag var sjónum beint framtíðinni og leiðum til að auka verðmæti þeirra ríkulegu matarauðlinda sem Íslendingar búa yfir. Flutti Gunnar Bragi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar setningaræðu en aðal fyrirlesari ráðstefnunar var Birthe Linddal, danskur sérfræðingur í framtíðarfræðum sem hélt erindi um strauma og stefnur í matargeiranum.

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli - 18.5.2016

Markmiðið með nýrri reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli er að auðvelda sláturhúsum, fiskmörkuðum og litlum matvælafyrirtækjum að uppfylla kröfur í hollustuhátta- og eftirlitsreglugerðum. Reglugerðardrögin eru birt til kynningar og umsagnar og skulu athugasemdir berast í síðasta lagi 16. júní.

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum - 17.5.2016

Kýr

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mælti í dag fyrir breytingum á búvörulögum. Í framsöguræðunni sagði hann að það þyrfti að breyta núverandi kerfi; auðvelda nýliðun í stétt bænda og gera stuðningsformin almennari og minna háð einstökum búgreinum til að opna möguleika á nýtingu nýrra tækifæra.

Lesa meira

Matvælalandið Ísland - Ráðstefna 19. maí - 4.5.2016

Nýir straumar og markaðssetning matvæla verða viðfangsefni ráðstefnu sem Matvælalandið Ísland stendur fyrir í Hörpu fimmtudaginn 19. maí. Aðalfyrirlesari verður Birthe Linddal sérfræðingur í framtíðarfræðum og mun hún ræða nýjustu strauma og stefnur í matargeiranum.

Lesa meira

Leyfður heildarafli á rækju við Snæfellsnes 820 tonn - 29.4.2016

Nýlegur rannsóknarleiðangur Hafrannsóknastofnunar sýnir sterka stöðu rækjustofnsins við Snæfellsnes og mældist stofnvísitalan yfir meðallagi. Í ljósi þessa hefur heildarafli á rækju ákveðinn 820 tonn á komandi vertíð sem hefst 1. maí og er það í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Lesa meira

Gunnar Bragi ræddi málefni landbúnaðar og sjávarútvegs við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins - 28.4.2016

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti í dag fundi með þeim Phil Hogan, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála og Karmenu Vella, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu.

Lesa meira

Gunnar Bragi fundaði með sjávarútvegsráðherrum Kanada og Noregs - 28.4.2016

Samstarf á sviði sjávarútvegs og mikilvægi góðrar umgengni og sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum voru meginatriðin á fundum Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með Per Sandberg sjávarútvegsráðherra Noregs og Hunter Tootoo sjávarútvegsráðherra Kanada.

Lesa meira

Til umsagnar: Reglugerð um skráningu afurðarheita - 26.4.2016

Lög um vernd afurðarheita voru samþykkt á Alþingi á haustþingi. Samkvæmt þeim geta framleiðendur sótt um sérstaka vernd fyrir afurðir sínar sem framleiddar eru á tilteknu svæði eða eftir tiltekinni framleiðsluaðferð. Meðfylgjandi eru drög að reglugerð þar sem mælt er fyrir um nánari útfærslu laganna. Athugasemdir skulu berast fyrir 11. maí. 

Lesa meira

Fyrirkomulag strandveiða 2016 - 26.4.2016

Aukning verður á veiðiheimildum á svæðum A og B fyrir strandveiðibáta á strandveiðitímabilinu sem hefst 2. maí og stendur til 31. ágúst 2016. Önnur ákvæði um veiðisvæði, veiðidaga, hámarksafla á dag og fjölda handfærarúlla verða óbreytt frá fyrri árum.

Lesa meira

Gunnar Bragi fer á sjávarútvegssýninguna í Brussel - 25.4.2016

Gunnar Bragi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í vikunni sækja sjávarútvegssýningarnar í Brussel. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja kynna afurðir sínar, vörur og tæknilausnir á þessum mikilvægu sjávarútvegssýningum. Í ferðinni mun Gunnar Bragi jafnframt eiga fundi með sjávarútvegsráðherrum Noregs og Kanada sem og sjávarútvegs- og landbúnaðarstjórum Evrópusambandsins.

Lesa meira

Samkomulag um loftslagsvænni landbúnað - 19.4.2016

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands undirrituðu í dag samkomulag um gerð vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.

Lesa meira

Gunnar Bragi ræddi áskoranir og aðgerðir á ársfundi Byggðastofnunar - 16.4.2016

Áskoranir og aðgerðir í byggðamálum voru megininntakið í ræðu Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á ársfund Byggðastofnunar sem haldinn var í gær. Á fundinum var tilkynnt um hverjir skipa nýja stjórn Byggðastofnunar 2016-2017 en formaður hennar er Herdís Á Sæmundsdóttir.

Lesa meira

Samningur við Rússa um veiðar í Smugunni - 13.4.2016

Ísland og Rússland undirrituðu í dag samning um veiðar íslenskra skipa á árinu 2016 í rússneskri lögsögu og munu Íslendingar samkvæmt honum  geta veitt allt að 8.158 tonn af þorski. Þar ef eru 5.098 tonnum úthlutað beint en eftir er að semja um verð vegna 3.060 tonna sem íslenskar útgerðir hafa rétt til að kaupa af Rússum.

Lesa meira

Grásleppuveiðidögum fjölgað úr 20 í 32 - 12.4.2016

Grásleppa

Grásleppuveiðin í ár hefur farið afar vel af stað og hefur nú verið ákveðið að fjölga dögum við grásleppuveiðar úr 20 í 32. Þar með verða veiðidagar jafnmargir og þeir voru í fyrra, en þá veiddust um 6.400 tonn af grásleppu. 

Lesa meira

Innkaupastefna fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra - 8.4.2016

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Með vel skilgreindri innkaupastefnu vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skapa traust og áreiðanlegt umhverfi í innkaupum og tryggja að öll innkaup séu hagkvæm, opin, ábyrg og sanngjörn.

Lesa meira

Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 8.4.2016

Gunnar Bragi Sveinsson tók í dag við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni. Gunnar Bragi var kosinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi 2009 og var formaður þingflokksins til ársins 2013 er hann tók við embætti utanríkisráðherra.

Lesa meira

Leyfilegur heildarafli á kolmunna aukinn um 30% - 5.4.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að auka aflaheimildir Íslands í kolmunna á árinu 2016 um rúm 39 þúsund tonn þ.a. leyfilegur heildarafli verður 163.570 tonn.

Lesa meira

Háskólanám í Vestmannaeyjum í haftengdri nýsköpun - 23.3.2016

Á undanförnum árum hefur orðið mikil verðmætaaukning í sjávarútvegi vegna margháttaðrar nýsköpunar sem byggist á samstarfi hefðbundins sjávarútvegs og fyrirtækja m.a. í líftækni, upplýsingatækni, véltækni og fjölmörgum öðrum atvinnugreinum. Næsta haust hefst kennsla í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum og er námið á vegum Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Sigurður Guðjónsson verður forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna - 22.3.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Sigurð Guðjónsson forstjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna frá og með 1. apríl 2016. Um er að ræða nýja stofnun sem tekur til starfa þann 1. júlí 2016 við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.

Lesa meira

Tilnefningar í starfshópa - 18.3.2016

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur óskað eftir tilnefningum í starfshóp til að kanna áhrif tollasamnings við ESB og áhrif nýrra reglugerða um velferð búfjár. Starfshópnum er ætlað  það hlutverk að kanna áhrif tollasamningsins á einstakar búgreinar, einkum svína og alifuglaræktendur. Jafnframt skal hópurinn meta kostnað og áhrif sem nýjar reglugerðir um velferð búfjár hafa á einstaka búgreinar.

Lesa meira

Markaðsverkefni um kynningu á íslenska hestinum - Horses of Iceland - 17.3.2016

Samfélag íslenska hestsins hefur tekið höndum saman um markaðsverkefni til að auka verðmætasköpun sem byggir á íslenska hestinum, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki undir heitinu „Horses of Iceland“. Í dag var undirritað samkomulag um fjármögnun og þátttöku fjölmargra aðila í verkefninu næstu fjögur árin.

Lesa meira

Reglugerð um hrognkelsaveiðar - 16.3.2016

Heimilt að hefja veiðar 26. mars 2016.

Lesa meira

Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Noregs funduðu í Bergen - 9.3.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þingaði með norskum starfsbróður sínum, Per Sandberg, í Bergen í fyrri viku. Vel fór á með ráðherrunum, góður andi ríkti á fundinum enda eru samskipti ríkjanna á sviði sjávarútvegs almennt góð. 

Lesa meira

Nauðsynlegt námskeið fyrir dúnmatsmenn - 9.3.2016

Námskeiðið Æðarrækt og æðardúnn er ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi eða viðhalda réttindum sem dúnmatsmenn. Þá er námskeiðið einnig ætlað öllu áhugafólki um æðarrækt, m.a. þeim mörgu sem hafa hugleitt það að hefja æðarrækt.

Lesa meira

Styrkir til lokaverkefna á sviði byggðamála - 3.3.2016

Ísland

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála, tengdum byggðaáætlun 2014-2017. Til úthlutunar er allt að ein milljón og stefnt að því að veita fjóra styrki. Umsóknarfrestur er til 31. mars. 

Lesa meira

Framlengdur umsagnarfrestur um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. - 25.2.2016

Sjávargróður

Frestur til umsagna var upphaflega veittur til 29. febrúar 2016, en hér með er hann framlengdur til 7. mars 2016. Í fréttinni er jafnframt hljóðupptaka frá fundinum.

Lesa meira

Ný skýrsla RHA um ráðstöfun aflamarks og áhrif þess á byggðafestu - 24.2.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fól á síðasta ári Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) að leggja sérstakt mat á byggðafestuáhrif hinna einstöku aðgerða vegna atvinnu-, félags- og byggðaráðstafana í fiskveiðistjórnarkerfinu og jafnframt hvort einhverjar aðrar leiðir væru hentugri til að tryggja byggðafestuna. 

Lesa meira

Sókn í landbúnaði - nýir búvörusamningar - 19.2.2016

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisins undirritað nýja samninga við bændur; svo kallaða búvörusamninga, Samningunum er ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls.

Lesa meira

Kynningar- og samráðsfundur 24. febrúar um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni - 19.2.2016

Sjávargróður

Kynningar- og samráðsfundur um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 13 í húsi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4. Frestur til að gera athugasemdir við drögin er til og með 29. febrúar.

Lesa meira

Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni - frumvarpsdrög til umsagnar - 15.2.2016

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa verið sett upp meðfylgjandi drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). Veittur er frestur til að gera athugasemdir við drögin til og með 29. febrúar 2016. 

Lesa meira

Styrkir til hrossaræktar - 11.2.2016

Mynd: Norden

Markmið styrkveitinganna er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rannsóknir. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 5,6 milljónir króna.

Lesa meira

Norsk þingmannanefnd kynnir sér stjórnkerfi fiskveiða við Ísland - 9.2.2016

Dagana 8.-9. febrúar 2016 var atvinnuveganefnd norska Stórþingsins á Íslandi, til að kynna sér stjórnkerfi íslensks sjávarútvegs og starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Nokkur stjórnmálaleg umræða er nú í Noregi um hvernig megi bæta samkeppnishæfni norsks sjávarútvegs og er í því ljósi m.a. litið til reynslu og þekkingar Íslendinga. 

Lesa meira

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir styrkumsóknum - 9.2.2016

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 21. febrúar 2016.

Lesa meira

Fiskveiðinefndir Íslands og Grænlands funduðu í Nuuk - 8.2.2016

Ísland og Grænland

Á fundi fiskveiðinefnda þjóðanna sem haldinn var í Nuuk 2.-3. febrúar var m.a. farið yfir stöðu sameiginlegra fiskstofna, skipst á gögnum um veiði, fjallað um samstarf þjóðanna á alþjóðavettvangi og sameiginlega rafræna afladagbók. Jafnframt var rætt almennt um vísindasamstarf þjóðanna sem hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár.

Lesa meira

Sex sækja um stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar - 2.2.2016

Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna en umsóknarfrestur rann út 31. janúar. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. apríl 2016.

Lesa meira

Styrkir til rannsókna á sviði byggðamála - 25.1.2016

Ísland

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála árið 2016. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.

Lesa meira

Jóhann Sigurjónsson sérstakur erindreki stjórnvalda um málefni hafsins - 7.1.2016

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar fer til starfa í utanríkisráðuneytinu þann 1. apríl n.k. Jóhann verður sérstakur erindreki íslenskra stjórnvalda varðandi málefni hafsins.

Lesa meira

Aukið fé í sóknaráætlanir landshluta - 23.12.2015

Ísland

Í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2016 eru framlög til sóknaráætlana landshluta hækkuð um alls 80 milljónir og verða því 631 m.kr.

Lesa meira

Sameiginleg fréttatikynning sjávarútvegsráðhera Íslands og Færeyja - 21.12.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Högni Höydal sjávarútvegsráðherra Færeyja hafa samið um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næst ár.

Lesa meira

Reglur byggðakvóta 2015-2016 - 15.12.2015

Ársæll ÁR 66

Hér má sjá tillögur bæjar- og sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2015-2016.

Lesa meira

Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – desember 2016 - 14.12.2015

Miðvikudaginn 9.desember 2015 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum  frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – desember 2016.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi. - 10.12.2015

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00, miðvikudaginn 16. desember 2015.

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum. - 8.12.2015

Umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 15. desember 2015.

Lesa meira

Kolmunnaafli Íslands 2016 ákveðinn - 7.12.2015

kolmunni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur ákveðið að aflaheimildir Íslands í kolmunna 2016 verði 125.984 tonn. Þessi ákvörðun er í samræmi við hlutdeild Íslands samkvæmt eldri samningi strandríkjanna: Íslands, Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja frá árinu 2006, sem auk þess gerir ráð fyrir ákveðnum hlut til Rússlands og Grænlands sem úthafsveiðiþjóða. Ákvörðunin er ennfremur í samræmi við 776.391 tonna ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) fyrir árið 2016.

Lesa meira

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir - 30.11.2015

Umhverfissjóður-sjókvíaeldis

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, miðvikudaginn 16. desember 2015

Lesa meira

Hafsbotninn í kringum Ísland skal kortlagður á næstu 10-15 árum - 23.11.2015

Kortlagning-sjavarbotns

Að tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ríkisstjórnin samþykkt stórátak í kortlagningu hafsbotnsins innan íslensku efnahagslögsögunnar. Kortlagningin mun styrkja stöðu Íslands sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar og getur skapað mikið markaðsgildi fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þá mun kortlagningin verða mikilvæg undirstaða þegar kemur að því að skipuleggja nýtingu og vernd haf- og strandsvæða.

Lesa meira

Reglugerðir Evrópusambandsins um erfðabreytt matvæli og fóður til umsagnar. - 18.11.2015

Óskað er eftir því að aðilar sendi umsagnir fyrir 18. desember 2015

Lesa meira

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. - 17.11.2015

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 26. nóvember 2015.

Lesa meira

Skýrsla um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings - 5.11.2015

Rannsóknamiðstöð RHA

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað skýrslu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings.

Lesa meira

Greinargerð um makrílveiðar ársins 2013 - 27.10.2015

Makrílveiðar

Í janúar 2014 var settur á laggirnar vinnuhópur um makrílveiðar. Hópnum var falið að gefa út skýrslu um makrílveiðar ársins 2013 og fjalla sérstaklega um m.a. rannsóknir, vinnslu, eftirlit og markaðsmál.

Lesa meira

Ákvörðun um annan loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar í haust - 23.10.2015

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákveðið í samráði við Hafrannsóknastofnun að farið verði í annan loðnuleiðangur í nóvember til að freista þess að ná betri mælingu á loðnustofninum. Lesa meira

5.662 tonna byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga - 22.10.2015

Löndun

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur úthlutað 5.662 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga og í þeim fengu 48 byggðarlög úthlutun.

Lesa meira

Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu felld brott frá og með 1. nóvember 2015 - 12.10.2015

Vistvæn landbúnaðarafurð
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þar sem felld er brott reglugerð nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Reglugerðin tekur gildi 1. nóvember 2015. Lesa meira

Styrkir til áhugahópa og faglegs starfs - 9.10.2015

Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 10. nóvember kl. 16.00

Lesa meira

Sigurður Ingi ræðir verndun sjávar á „Our Ocean“ ráðstefnunni í Síle - 6.10.2015

Sigurður Ingi á

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði í gær ráðstefnugesti á „OurOcean“ ráðstefnunni í Valparísó í Síle. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Johns Kerrys, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en að þessu sinni eru það stjórnvöld í Síle sem eru gestgjafar. Markmiðið með ráðstefnunni, sem nú er haldin í annað sinn, er að leita leiða til berjast gegn hættum sem lífríki sjávar stafar af ýmsum umhverfisþáttum, ólöglegum fiskveiðum, plastmengun og súrnun hafsins.

Lesa meira

Innflutningur á erfðaefni holdanautgripa til eflingar nautakjötsframleiðslu - 25.9.2015

Kýr

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag reglugerð sem heimilar innflutning á erfðaefni nautgripa. Samkvæmt henni verður heimilt að flytja inn sæði og fósturvísa holdanauta. Tilgangurinn er að efla innlenda framleiðslu á nautakjöti, en Landsamband kúabænda hefur þrýst mjög á að innflutningurinn verði heimilaður. Innflutningur erfðaefnis og eldi á nautgripum, sem af því vaxa, verður háð ströngum skilyrðum og mun Matvælastofnun fylgjast með því að þeim verði framfylgt.  Eingöngu má nota erfðaefnið á sérstökum einangrunarstöðvum sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar.

Lesa meira

Matsskýrsla um framkvæmd og framvindu verkefnisin Brothættar byggðir - 22.9.2015

Ráðgjafarfyrirtækið Ernst og Young ehf. hefur skilað af sér skýrslu þar sem metin er framkvæmd og árangur af verkefninu Brothættar byggðir á fyrsta starfsári þess. 

Lesa meira

Nýr samningur við Grænland um skiptingu á gullkarfa - 18.9.2015

Golden redfish/Gullkarfi

Undirritaður hefur verið tvíhliða samningur milli Íslands og Grænlands um gullkarfa. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér skiptinguna 90% fyrir Ísland og 10% fyrir Grænland. Auk þess er gert ráð fyrir 350 tonna afla annarra þjóða á hverju ári samningsins.

Lesa meira

Nýir samningar við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur - 17.9.2015

Samningurinn undirritaður

Nýir samningar Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur náðust á samningafundi sem staðið hefur sl tvo daga í Reykjavík. Samningarnir munu stuðla að auknu vöruúrvali og lægra vöruverði á Íslandi til hagsbóta fyrir neytendur. Jafnframt fela samningarnir í sér veruleg ný tækifæri fyrir útflytjendur. Vonir standa til að samningarnir geti tekið gildi í árslok 2016 eða byrjun árs 2017, að fenginni staðfestingu stofnana ESB og Íslands.

Lesa meira

Byggðaleg áhrif innflutningsbanns Rússa. - 15.9.2015

Um miðjan ágúst óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir að Byggðastofnun tæki saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum viðskiptabanns Rússa. Lesa meira

Áhætta af innflutningi á lifandi búfé talin veruleg - 9.9.2015

Daði Már, Preben Willeberg og Halldór Runólfsson

Ef innflutningur á lifandi nautgripum, hestum og sauðfé yrði gefinn frjáls eru taldar miklar líkur á að sjúkdómar færu að gera vart við sig í íslenskum dýrum og kostnaðurinn t.d. vegna garnaveiki í nautgripum gæti numið allt að 2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tveimur skýrslum þar sem lagt er áhættumat á innflutning lifandi búfés.

Lesa meira

Ljónadeildin lagði undir sig ráðherraskrifstofuna - 9.9.2015

Ljónadeildin

Þeir eru margir og merkilegir fundirnir á skrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er þó á engan hallað þegar fullyrt er að fáir fundir hafi verið eins vel mannaðir og þegar Ljónadeildin á leikskólanum Víðvöllum heimsótti ráðuneytið. Að minnsta kosti hefur enginn fundur endað á jafn fallegum söng! 

Lesa meira

Óskað umsagna um brottfall reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu - 4.9.2015

Vistvæn landbúnaðarafurð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til að reglugerð nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu verði felld úr gildi. Tillagan er m.a. byggð á því að ekki hefur verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hafa fengið vistvæna vottun. Frá gildistöku reglugerðarinnar hafa verið sett margvísleg lög og reglur sem gera ítarlegri kröfur til framleiðslu landbúnaðarafurða, en reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu gerir, enda komin til ára sinna.

Lesa meira

Ísland fullgildir alþjóðasamning FAO um hafnríkisaðgerðir til að berjast gegn ólöglegum fiskveiðum - 3.9.2015

FAO

Ísland hefur fullgilt alþjóðasamning FAO Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2009 um hafnríkisaðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Sem stendur hafa 13 ríki fullgilt samninginn en 25 ríki þurfa að fullgilda hann svo að hann öðlist gildi. Fiskimáladeild FAO hefur lagt ríka áherslu á að sem flest ríki gerist aðilar að samningnum og fullgildi hann.

Lesa meira

37% makrílstofnsins í íslenskri lögsögu - samningsstaða Íslands styrkist - 27.8.2015

Dreifing á makríl

Aldrei hefur mælst meira af makríl í íslenskri efnahagslögsögu en í nýloknum sameiginlegum makrílleiðangri Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga. Heildarvísitala makríls á svæðinu sem mælingin náði yfir var metin um 7,7 milljón tonn, þar af voru tæp 2,9 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu eða rúm 37% af heildarvísitölunni. Enginn vafi er á að þessi niðurstaða styrkir stöðu Íslands í komandi samningaviðræðum um hlut Íslands í makrílveiðum.

Lesa meira

Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rúslands - 13.8.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev ræddust við á óformlegum fundi í dag. Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. Ráðherra benti á það að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf, en annarra þjóða. Helgast það einkum af því að mikið af sjávarafurðum hefur verið flutt út til Rússlands á undanförnum árum. Lesa meira

Stjórn fiskveiða 2015/2016 - Lög og reglugerðir - 13.8.2015

Stjórn fiskveiða 2015-2016 Lög og reglugerðir

Út er komin sérprentun um stjórn fiskveiða 2015/2016

Lesa meira

Aldrei mælst meira af makríl innan íslenskrar efnahagslögsögu - 11.8.2015

Makrílveiðar

Í gær lauk rúmlega fimm vikna löngum aleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hafði það megin markmið að meta magn og útbreiðslu makríls umhverfis Ísland og við Grænland. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum er ljóst að heildarmagn makríls á Íslandsmiðum er meira en nokkru sinni frá því að athuganir hófust árið 2009.  

Lesa meira

Yfirlit um þingmál sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta þingi - 30.7.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram 14 lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi. Alls samþykkti þingið 11 af þessum frumvörpum auk þingsályktunartillögunnar.

Lesa meira

Jón Gíslason skipaður forstjóri Matvælastofnunar til næstu fimm ára - 29.7.2015

Matvælastofnun

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Matvælastofnunar frá 1. ágúst til næstu fimm ára samkvæmt lögum nr. 80/2005 um stofnunina.

Lesa meira

Höfuðstöðvar Fiskistofu verða á Akureyri frá 1. janúar 2016 - 29.7.2015

Fiskistofa

Höfuðstöðvar Fiskistofu munu flytjast til Akureyrar um næstu áramót og er þetta í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að stuðla beri að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa en á síðustu árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni.

Lesa meira

Leyfisveitingar færðar til Matvælastofnunar - 21.7.2015

Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna til Matvælastofnunar.

Lesa meira

Frumvarp um vigtun sjávarafla og fleira lagt fram til umsagnar - 20.7.2015

Umsagnir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. september 2015.

Lesa meira

Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58% - 17.7.2015

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. ágúst nk. um 3,58%, nema smjör sem hækkar um 11,6%.
Lesa meira

Sjávarútvegsráðherra fagnar niðurstöðu ráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu - 17.7.2015

Ráðherrar og embættismenn ríkja í Norður-Atlantshafi
Samþykkt var á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu, sem nú stendur yfir á Möltu, að Ísland boði til sérstaks fundar háttsettra embættismanna vegna stöðunnar í viðræðum strandríkja um deilistofna. Markmiðið með fundinum er að gaumgæfa nýjar leiðir sem gætu leitt til samninga um deilistofna, en um engan þeirra er nú gildandi samningur. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sem lagði til að halda sérstakan fund um deilistofnana, en hingað til hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum um þá.
Lesa meira

Hækkun tolla skýrist af hækkun SDR gengis - 16.7.2015

Við ákvörðun tolla er miðað við svokallað SDR gengi sem tekur breytingum á milli ára. Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt viðbótarfjármagn til sauðfjárveikivarnargirðinga til að bæta úr brýnustu þörfinni. - 15.7.2015

Sauðkind

Bændur og dýralæknar eru uggandi yfir því að riða kunni að breiðast út frá því svæði, einkum vegna lélegs ástands sauðfjárveikivarnargirðinga, yfir á svæði sem hafa verið hrein eða þar sem ekki hefur greinst riða á undanfarin ár.

Lesa meira

Matís og Tilraunastöð HÍ að Keldum verða tilvísunarrannsóknarstofur - 3.7.2015

Oddur Gunnarsson Matís og Ólafur Friðriksson ANR

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í vikunni gert þjónustusamninga við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Matís ohf. um að taka að sér að gegna hlutverki tilvísunarrannsóknarstofa fyrir Íslands hönd á tilteknum sviðum. Með þessu er íslenska ríkið að uppfylla skyldu samkvæmt EES-samningnum á sviði matvælaöryggis. 

Lesa meira

Nýskipuð verðlagsnefnd búvara - 1.7.2015

Sauðkind

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur skipað nýja verðlagsnefnd búvara en hún starfar samkvæmt lögum nr. 99/1993.  Nefndin er skipuð til eins árs í senn. 

Lesa meira

Vernd erlendra afurðarheita á Íslandi - andmælafrestur til 31. ágúst - 1.7.2015

Vernd afurðarheita

Ísland og Evrópusambandið eiga í viðræðum um gerð milliríkjasamnings um gagnkvæmnisvernd afurðarheita sem vísa til uppruna eða landssvæðis, í skilningi 1. mgr. 22. gr. TRIPS-samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og laga nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. 

Lesa meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró - 16.6.2015

Fiskur á ís
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla fyrir tiltekna nytjastofna fiskveiðiárið 2015-2016. Þriðja árið í röð fylgir ráðherra tillögum Hafrannsóknarstofnunnar. Þá hefur ráðherra einnig gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða fyrir komandi vertíð.
Lesa meira

Níu sækja um embætti forstjóra Matvælastofnunar - 11.6.2015

Matvælastofnun

Níu umsækjendur voru um embætti forstjóra Matvælastofnunar en umsóknarfrestur rann út 5. júní sl.

Lesa meira

Fundum strandríkja um veiðistjórnun á norsk-íslenskri síld og kolmunna lokið án niðurstöðu - 11.6.2015

kolmunni

Dagana 3.-4. júní var haldinn strandríkjafundur í London um framtíðar veiðistjórnun á norsk-íslenskri síld. Þá var haldinn í Edinborg strandríkjafundur um veiðistjórnun á kolmunna dagana 9.-11. júní. Á hvorugum fundinum náðist niðurstaða um skiptingu hlutdeildar þjóðanna í heildarveiðinni.

Lesa meira

Auknir möguleikar á útflutningi matvæla til Kína - 11.6.2015

Mei Kebao og Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði  í dag samstarfssamning milli Kína og Íslands um gagnkvæma viðurkenningu á eftirliti á hollustuháttum í viðskiptum á sviði matvæla á milli landanna. Að hálfu Kína undirritaði Mei Kebao aðstoðarráðherra samninginn en ráðuneyti hans fer með yfirstjórn gæðaeftirlits matvæla í Kína.

Lesa meira

Skýrsla Hagfræðistofnunar "Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – staða og horfur" - 9.6.2015

Kýr

Lágmarksverð mjólkur til bænda hefur hækkað miðað við almennt neysluverð síðan 2003. Heildsöluverð mjólkurvara hefur á sama tíma lækkað miðað við almennt neysluverð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt hagfræðistofnunar á mjólkurframleiðslu á Íslandi.

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á ráðstefnu um vöxt í bláa lífhagkerfinu - 3.6.2015

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti ráðstefnuna Vöxtur í bláa lífhagkerfinu, sem haldin var í Færeyjum 2.-3. júní.  Ráðstefnan var liður í formennskuáætlun Dana, og þar með Færeyinga, í norrænu ráðherranefndinni, árið 2015. Skipulagið var í höndum Nordisk Marin Tænketank, sem er sjálfstæð norræn hugveita um sjávarútvegsmál.

Lesa meira

Ágúst Bjarni Garðarsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 26.5.2015

Ágúst Bjarni Garðarsson

Ágúst Bjarni Garðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur hann störf í dag. Ágúst hefur starfað sem stundakennari, verkefnisstjóri og nú síðast á skrifstofu utanríkisráðherra. Ágúst lýkur meistaraprófi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík í næsta mánuði. Hann er í sambúð með Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur sálfræðinema og saman eiga þau dreng. 

Lesa meira

Ráðherra hefur ekki heimild til að ákveða hvaða dýralæknar skuli annast kjötskoðun - 19.5.2015

Í gær var farið fram á það við landbúnaðarráðherra að hann sjái til þess að yfirdýralæknir eða sjálfstætt starfandi dýralæknir verði fenginn til að starfa sem kjötskoðunarlæknir við slátrun grísa. Í lögum  um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997 er Matvælastofnun falið að taka ákvörðun um það hvort annar dýralæknir en héraðsdýralæknir annist kjötskoðun og heilbrigðiseftirlit og er ráðherra því  óheimilt að taka slíka ákvörðun.

Lesa meira

Starfsmenn Fiskistofu munu geta valið hvort þeir starfa á Akureyri eða í Hafnarfirði - 13.5.2015

Fiskistofa

Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt starfsmönnum Fiskistofu  að hver og einn núverandi starfsmaður Fiskistofu í Hafnarfirði muni hafa val um það hvort hann hafi starfsstöð á Akureyri eða í Hafnarfirði, nái áform um flutning höfðustöðva til Akureyrar fram að ganga.

Lesa meira

 „Matvælalandið Ísland“ hefur mikla möguleika - 13.5.2015

Sauðkind

Íslensk matvæli og matarmenning Íslendinga eru ein af grunnstoðum ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja á næstu fimm árum 80 milljón krónur árlega til verkefnisins „Matvælalandið Ísland“, en því er ætlað að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar.

Lesa meira

Samkomulag Íslands, Grænlands og Noregs um nýja aflareglu vegna loðnu undirritað - 8.5.2015

Samninganefndir Íslands, Grænlands og noregs

Í dag lauk tveggja daga fundi strandríkjanna Íslands, Grænlands og Noregs um loðnusamning þjóðanna. Samkomulag náðist á fundinum um nokkuð breytt skilyrði í samningi fyrir vertíðina 2015/2016. Um er að ræða samkomulag milli strandríkjanna þriggja og sérstakt samkomulag milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til hrossaræktar - 7.5.2015

Íslenskur hestur (NN-Norden.org)

Tilgangur styrkveitinga úr þróunarframlagi til hrossaræktar er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins og fylgja þannig eftir árangri þeim er náðst hefur í aukinni fagmennsku í hrossarækt og þjálfun íslenska hestsins. 

Umsóknarfrestur er til 3. júní.
Lesa meira

Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemdir við stjórnsýslu verðlagsnefndar búvara og ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara - 5.5.2015

Ríkisendurskoðun

Í framhaldi af opinberri umræðu, þar sem að stjórnsýsla og hæfi formanns verðlagsnefndar búvara og ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara voru dregin í efa, óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum nefndanna. Ríkisendurskoðun hefur skilað áliti sínu og þar kemur fram að báðar nefndirnar hafa unnið í samræmi við þau lagaákvæði sem um störf þeirra gilda.

Lesa meira

Vegna umræðu um makríl - 30.4.2015

Í ljósi umræðu um gildissvið frumvarps um stjórn veiða á Norð­austur-Atlantshafsmakríl vill Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra koma eftirfarandi á framfæri Lesa meira

Niðurstaða náðist ekki á fundi strandríkja um kolmunna - 24.4.2015

kolmunni

Dagana 21.-23.apríl var haldinn strandríkjafundur í Clonakilty á Írlandi um veiðar á kolmunna fyrir árið 2015. Færeyingar boðuðu til fundarins og var hann framhald viðræðna sem hófust í október 2014. Á fundinum settu Færeyingar og Evrópusambandið fram sameiginlegar kröfur um stóraukna hlutdeild sér til handa á kostnað strandríkjanna Íslands og Noregs en lögðu þó til að hlutur Rússlands sem úthafsveiðiþjóðar héldist óbreyttur.

Lesa meira

Veiðidagar verða 32 á grásleppuvertíðinni 2015 - 17.4.2015

Sjávaúrútvegsráðuneytið hefur á undanförnum dögum fylgst náið með grásleppuveiðum í því skyni að geta áætlað veiði á yfirstandandi vertíð.

Lesa meira

Mat á framkvæmd aflamarks Byggðastofnunar - 15.4.2015

Byggðastofnun

Aflamark Byggðastofnunar er eitt af þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til í því augnamiði að styrkja brothættar byggðir. Aflamarki var fyrst úthlutað fiskveiðiárið 2013-14 og fékk Byggðastofnun heimild til að úthluta því með samningi við vinnslur og útgerðir, til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Nýverið var tekin saman skýrsla um mat á framkvæmd aflamarks, þar sem m.a. er lagt mat á magn landaðs afla, vinnslumagn landvinnslunnar, fjölda ársverka og væntingar heimamanna um framtíð síns byggðarlags.

Lesa meira

Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar - 10.4.2015

Byggðastofnun

Tilkynnt var um nýja stjórn Byggðastofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn er í dag í Vestmannaeyjum. Í ræðu ráðherra þakkaði hann Þóroddi Bjarnasyni fráfarandi formanni stjórnar fyrir störf hans og bauð um leið Herdísi Sæmundardóttur velkomna til starfa.

Lesa meira

Veiðigjöld skila hærri tekjum og tímabundnar aflahlutdeildir í makríl - 1.4.2015

Löndur

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö frumvörp sem lúta annars vegar að veiðigjöldum og hins vegar makríl. Í veiðigjaldafrumvarpinu er m.a. lagt til að álagningu veiðigjalda verði breytt þannig að þau verði innheimt mánaðarlega og taki mið af lönduðum afla í stað þess að leggjast á úthlutaðan afla í upphafi fiskveiðiárs. Í makrílfrumvarpinu er m.a. lagt til að makrílveiðum verði stýrt á grundvelli tímabundinna aflahlutdeilda til sex ára.

Lesa meira

Grásleppuveiðidögum fjölgað úr 20 í 32 - 1.4.2015

Grásleppa

Mars-rall Hafrannsóknastofnunar gaf hæstu mælingu á grásleppustofninum í 9 ár og í samræmi við jákvæða ráðgjöf stofnunarinnar hefur verið ákveðið að fjölga veiðidögum úr 20 í 32. Samkvæmt ráðgjöfinni er miðað við að heildarveiði á grásleppu á þessari vertíð verði ekki meiri en 6.200 tonn. Ætla má að það svari til um 11.272 tunna af hrognum.

Lesa meira

Skaðleg áhrif eldgossins í Holuhrauni minni en óttast var í fyrstu. - 30.3.2015

Holuhraun

Á málþingi sem haldið var 23. mars 2015, um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki kom fram að þrátt fyrir að gífurlegt magn mengunarefna hefði komið upp með gosinu, þá væru  líkurnar á að gosið hefði alvarlegar afleiðingar á lífríki og dýralíf minni en menn hafi óttast.

Lesa meira

Tækifæri í íslenskum landbúnaði samhliða aukinni alþjóðlegri eftirspurn - 26.3.2015

Sauðkind

Fyrr í þessari viku gekk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá skipun starfshóps sem hefur það hlutverk að koma með tillögur og ábendingar um það hvernig bregðast eigi við aukinni eftirspurn eftir matvælum og hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum. Starfshópurinn á jafnframt að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi. Þá mun starfshópurinn einnig huga að nýsköpun og markaðs- og sölumálum. 

Lesa meira

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Boston. - 19.3.2015

Boston VII

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti

„Seafood  Expo North America“

í Boston um nýliðna helgi, þar sem m.a. íslensk fyrirtæki voru með bása og kynningar. 

Lesa meira