Fréttir um sjávarútveg- og landbúnað

Varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla - 23.3.2017

Rauðbrystingar á flugi, ljósmynd Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaflensa af völdum alvarlegs afbrigðis fuglaflensuveiru af sermisgerðinni H5N8 hefur breiðst hratt út í Evrópu frá því í október á síðasta ári, bæði í villtum fuglum og alifuglum, m.a. á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Af þeim sökum hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gefið út tímabundnar varúðarreglur sem öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla er skylt að fylgja.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar - 23.3.2017

Mynd: Norden
 Markmið með styrkjum úr þróunarframlagi til hrossaræktar er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 5,6 milljónir króna. Lesa meira

Fleiri fréttir