Skrifstofa nýsköpunar- og atvinnuþróunar

Skrifstofa nýsköpunar- og atvinnuþróunar

Stuðningur við nýsköpun og framþróun atvinnulífsins


Stutt lýsing á hlutverki:

Hlutverk skrifstofunnar er stuðningur við nýsköpun og framþróun atvinnulífsins með almennum og sértækum aðgerðum. Í því felst m.a. að skapa góð skilyrði þess að þekking og mannauður samfélagsins stuðli að nýsköpun, myndun starfa og almennri framþróun atvinnulífsins. Almennar aðgerðir eru til að efla samkeppnisstöðu með stuðningi við tæknirannsóknir, þróun og nýsköpun og markaðssókn auk stuðnings og ráðgjafarþjónustu við frumkvöðla og fyrirtæki. Einnig er áhersla á sértækari aðgerðir til að mæta áföllum eða ófyrirséðum breytingum sem hafa afleiðingar fyrir atvinnulífið. Skrifstofan sinnir einnig viðfangsefnum sem snúa að áherslu- og vaxtargreinum s.s. skapandi greinum og fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Skrifstofan vinnur með öðrum fagsviðum ráðuneytisins að gerð stefnumótandi áætlana.

Helstu málaflokkar /viðfangsefni:

 • Nýsköpun og atvinnuþróun í þágu íslensks atvinnulífs
 • Mótun og framkvæmd atvinnustefnu
 • Stefnumótandi áætlanir fyrir atvinnugreinar
 • Skattaafslættir, ívilnanir og ríkisstuðningur til að örva tilteknar atvinnugreinar
 • Málefni frumkvöðla, sprota- og nýsköpunarfyrirtækja
 • Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum
 • Stoðkerfi atvinnulífsins
 • Uppbygging þekkingarsetra og klasa
 • Tæknirannsóknir
 • Tækniþróunarsjóður
 • Skapandi greinar
 • Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs
 • Tækni- og hugverkavettvangur með fyrirtækjum
 • Málefni græna hagkerfisins
 • Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
 • Aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja
 • Markaðsaðgerðir 
 • Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum
 • Samræming Norrænu formennskuáætlunarinnar
 • Uppbygging vegna aukinna umsvifa á norðurslóðum
 • Sóknaráætlun landshluta
 • Vaxtarsamningar
 • Sértækar aðgerðir til að mæta svæðisbundnum áföllum í atvinnulífinu

Starfsmenn skrifstofnunnar eru:

 • Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri
 • Baldur Pétursson
 • Elvar Knútur Valsson
 • Helga Haraldsdóttir