Hlutverk

Hlutverk

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti fer með mál er varða:

A. Atvinnuþróun og nýsköpun, þar á meðal:

 1. Stuðningsþjónustu við frumkvöðla og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
 2. Tæknirannsóknir og þróun.
 3. Starfrækslu frumkvöðlasetra.
 4. Fjármögnun nýsköpunarverkefna.
 5. Ívilnanir vegna nýfjárfestinga og gerð fjárfestingarsamninga.
 6. Opinberar fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.
 7. Staðla.
 8. Atvinnuþróunarfélög.

B. Byggðamál, þar á meðal:

 1. Lánastarfsemi til atvinnulífs á landsbyggðinni.
 2. Gagnasöfnun og rannsóknir um byggðaþróun.
 3. Byggðaáætlun.

C. Ferðaþjónustu, þar á meðal:

 1. Mörkun ferðamálastefnu.
 2. Ferðamálaráð.
 3. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál.
 4. Úrbætur og uppbygging á ferðamannastöðum (í samvinnu við UAR varðandi vernduð svæði).
 5. Samninga um ferðamál.

D. Hitaveitur, þar á meðal:

 1. Gjaldskrár og reglugerðir hitaveitna.
 2. Stofnstyrki til byggingar nýrra hitaveitna.

E. Iðnað, þar á meðal:

 1. Orkufrekan iðnað, þ.m.t. forræði á eldri fjárfestingarsamningum vegna stóriðju.
 2. Handiðnað.
 3. Verksmiðjuiðnað.
 4. Starfsréttindi í iðnaði.
 5. Löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.
 6. Visthönnun vöru sem notar orku.
 7. Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
 8. Tilnefningu og formennsku í úthlutunarnefnd losunarheimilda.

F. Jarðrænar auðlindir, þar á meðal:

 1. Nýting á auðlindum í jörðu og á, í eða undir hafsbotni.
 2. Leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíuleit).
 3. Vatnalög.

G. Orkumál, þar á meðal:

 1. Umsjón með raforkumarkaði og starfsemi orkufyrirtækja.
 2. Framleiðslu, flutning og dreifingu raforku.
 3. Orkusparnað, nýtingu orku og orkuskipti.
 4. Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.
 5. Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.
 6. Upprunaábyrgðir á raforku og orkumerkingar vöru
 7. Öryggi raforkukerfisins

H. Fjármálamarkaðinn, þar á meðal:

 1. Fjármálafyrirtæki.
 2. Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
 3. Málefni verðbréfamarkaða.
 4. Greiðslukerfi og greiðsluþjónustu. 
 5. Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 6. Neytendalán og fjarsölu á fjármálaþjónustu.
 7. Innstæðutryggingar og málefni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.
 8. Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
 9. Málefni Fjármálaeftirlitsins.
 10. Úrskurðar- og eftirlitsnefnd með sértækri skuldaaðlögun.
 11. Fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri.

I. Félagarétt, endurskoðendur og ársreikninga, þar á meðal:

 1. Hlutafélög, einkahlutafélög, opinber hlutafélög, samvinnufélög, sameignarfélög, samlagsfélög, Evrópufélög, evrópsk samvinnufélög, evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög og sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
 2. Endurskoðendur og endurskoðendaráð.
 3. Bókhald og ársreikninga.
 4. Skráning fyrirtækja og félaga.

J. Almenn viðskiptamál, þar á meðal:

 1. Samningarétt.
 2. Löggildingu viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
 3. Fyrningu.
 4. Ábyrgðarmenn.
 5. Viðskiptabréf.
 6. Innheimtu.
 7. Rafræn viðskipti, aðra rafræna þjónusta og rafrænar undirskriftir.
 8. Kauparétt: lausafjárkaup, fasteignakaup, neytendakaup og þjónustukaup.
 9. Sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
 10. Verslanaskrár, firmu og prókúruumboð.
 11. Verslunaratvinnu og viðskipti með vöru og þjónustu, aðra en útflutningsverslun.
 12. Þjónustuviðskipti.
 13. Umboðsviðskipti.
 14. Innflutning.
 15. Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.m.t. einkaleyfi, vörumerki, félagamerki, uppfinn-ingar starfsmanna og hönnun.
 16. Faggildingu.
 17. Samkeppnismál.
 18. Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.

K. Sjávarútveg, þar á meðal:

 1. Rannsóknir, verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
 2. Eftirlit með verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
 3. Stuðning við rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi.
 4. Fiskvinnslu og aðra vinnslu úr sjávarfangi.
 5. Uppboðsmarkað sjávarafla.
 6. Verðlagsráð sjávarútvegsins.

L. Landbúnað, þar á meðal:

 1. Framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði, inn- og útflutning landbúnaðarafurða og eftirlit með slíkri starfsemi, þ.m.t. vottun á lífrænni framleiðslu í landbúnaði.
 2. Stuðning við rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaði, þ.m.t. hagrannsóknir, ráðgjafar- og kynbótastarf.
 3. Almenn jarðamál samkvæmt ákvæðum í jarða- og ábúðarlögum, svo sem lausn úr landbúnaðarnotum, landskipti jarða og stofnun lögbýla.
 4. Mál er varða afrétti, fjallskil og girðingar.
 5. Nýtingu hlunninda jarða, svo sem æðardún.
 6. Inn- og útflutning dýra, plantna og erfðaefnis þeirra, varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
 7. Dýravelferð, aðbúnað búfjár og eftirlit með því.

M. Fiskeldi, fiskrækt og skeldýrarækt, þar á meðal:

 1. Eldi hvers konar nytjastofna í sjó eða ferskvatni, skipulag og eftirlit með því. 
 2. Inn- og útflutning seiða og erfðaefnis.
 3. Stuðning við rannsóknir, þróun og nýsköpun í fiskeldi og fiskrækt.

N. Matvæli og matvælaöryggi, þar á meðal:

 1. Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.
 2. Heilbrigði dýra, varnir gegn dýrasjúkdómum.
 3. Löggildingu dýralækna og störf þeirra.
 4. Heilbrigði plantna og varnir gegn plöntusjúkdómum.
 5. Eftirlit með sáðvöru og áburði.
 6. Stuðning við rannsóknir, þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði, þ.m.t. málefni Matvæla-rannsókna Íslands ohf.