Útgefið efni um iðnaðar- og viðskiptamál

Raforka

Skýrsla um þróun kostnaðar heimila við raforkuöflun - 14.3.2017

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur látið vinna skýrslu um þróun kostnaðar heimila við raforkuöflun, frá gildistöku raforkulaga 2005 til 2017. Sérstaklega er þar horft til heimila sem búa við rafhitun. Í skýrslunni er skoðuð þróun tekna og kostnaðar notenda fyrir kerfið í heild sinni (samkeppnis- og sérleyfisþátt) og sýndar samanburðartölur fyrir öll átta gjaldskrársvæði landsins; ásamt sköttum, verðjöfnun og niðurgreiðslum. 

Lesa meira
Vegvísir

Vegvísir í ferðaþjónustu / Road Map for Tourism in Iceland - 13.1.2016

Vegvísir í ferðaþjónustu er stefnumörkun stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar til lengri tíma með áherslu á sjálfbæra þróun.  

Lesa meira
REÁ kynnir aðgerðaáætlun

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnir framkvæmdaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja - 17.12.2015

Í dag kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja undir heitinu  Frumkvæði og framfarir. Áætlunin byggir á 22 aðgerðum sem miða að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð.

Lesa meira
Skýrsluhöfundur, rektor og ráðherra

Starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja allt árið eykur arðsemi - 10.12.2015

Meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um arðsemi í ferðaþjónustu er að starfsemi allt árið eykur arðsemi ferðaþjónustufyrirtækja auk þess sem stærð og staðsetning virðist ekki skipta máli. Skýrslan er unnin af Háskólanum í Bifröst fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og byggir hún á viðtölum við forráðamenn ferðaþjónustufyrirtækja vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Styrkjaúthlutanir árin 2009-2013 sem ætlað er að styðja við atvinnulíf og nýsköpun greindar eftir kyni - 1.12.2015

Þetta verkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis lítur að starfsemi sjóða og stofnana sem fjármagnaðir eru af fjárlagaliðum ráðuneytisins og veita fjármagni til einstaklinga, stofnana og fyrirtækja með það að markmiði að efla atvinnulíf, nýsköpun og byggðaþróun.

Lesa meira
Skýrsla OS um raforkueftirlit

Skýrsla Orkustofnunar um starfsemi raforkueftirlits - 22.9.2014

Orkustofnun hefur skilað til iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýrslu í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 um starfsemi raforkueftirlits. Gerð er grein fyrir starfsemi stofnunarinnar sem lýtur að eftirlitsþáttum með raforkufyrirtækjum vegna áranna 2011 til og með 2013. 

Lesa meira
Jón Þór Ólafsson

Greinargerð starfshóps um hagnýtingu internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar - 1.4.2014

Starfshópur sérfræðinga úr atvinnulífinu og frá hinu opinbera undir forystu Jóns Þórs Ólafssonar alþingismanns hefur lagt fram greinargerð ásamt tillögum um það hvernig við best nýtum þau tækifæri sem internetið gefur okkur til efnahagslegra og samfélagslegra framfara.
Lesa meira
Hönnun lúðrast út

Hönnunarstefna 2014–2018  /  Hönnun sem drifkraftur til framtíðar - 30.1.2014

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti í dag Hönnunarstefnu stjórnvalda fyrir árin 2014-2018. Starfshópur hefur unnið að hönnunarstefnunni síðan í ársbyrjun 2011 í breiðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og hönnunarsamfélags. Við sama tækifæri undirrituðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra samkomulag um að rekstur hönnunarsjóðs færist undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Lesa meira
Raforkuframkvæmdir á Vestfjörðum

Skýrsla starfshóps um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum - 10.1.2014

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra orkumála skýrslu samstarfshóps um raforkumálefni á Vestfjörðum. Í skýrslunni er gefið yfirlit um þær aðgerðir sem unnið er að og jafnframt lagðar fram tillögur um frekari styrkingu raforkukerfisins á Vestfjörðum.

Lesa meira
Þórður Hilmarsson, Geir A Gunnlaugsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir

Fjárfestingarvaktin, starfshópur um stefnu stjórnvalda varðandi erlenda fjárfestingu skilar tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra - 28.6.2013

Fjárfestingarvaktin, starfshópur sem skipaður var af iðnaðarráðherra í febrúar 2012 skilaði í dag tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur á samkeppnishæfni Íslands varðandi beina erlenda fjárfestingu og eflingu markaðs- og kynningarstarfs.

Lesa meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir í viðtali á Stöð 2

Ráðgjafarhópur um lagningu sæstrengs til Evrópu skilar tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra - 26.6.2013

Ráðgjafarhópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu sæstrengs til Evrópu skilaði í dag tillögum sínum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

Skýrsla ráðherra um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi - 26.2.2013

Skýrsla atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um undirbúning lagafrumvarpa um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi. Jafnframt eru hér tillögur þriggja manna hópsins til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um lagningu raflína í jörð - 20.2.2013

Nýverið skilaði nefnd um lagningu raflína í jörð niðurstöðum sínum til ráðherra. Nefndin lagði áherslu á opið samráðsferli sem skilaði sér í mörgum umsögnum og fjölsóttu málþingi.

Lesa meira

Starfshópur skilar greinargerð um kennitöluflakk og jöfnun kynja í stjórnum fyrirtækja - 19.2.2013

Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar ASÍ, Viðskiptaráðs Íslands, Fjármálaeftirlitsins, fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands, Sérstaks saksóknara auk fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Frumvarp sem byggir á tillögum starfshópsins verður lagt fram á Alþingi á allra næstu dögum. 

Lesa meira

Skýrsla um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum - 3.1.2013

Á fundi ríkisstjórnarinnar 21. desember 2012, kynnti Steingrímur J Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra árlega skýrslu samstarfshóps sem hefur það hlutverk að fylgja eftir markmiðum stjórnvalda um aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.

Lesa meira

Eftirlitsnefnd Alþingis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins skilar áfangaskýrslu til  ráðherra - 18.12.2012

Í skýrslu nefndarinnar sem nú er lögð fram er áhersla lögð á að gera grein fyrir framkvæmd fjármálafyrirtækja á sértækri skuldaaðlögun og fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja með skuldir undir einum milljarða króna. Að auki fjallar skýrslan ítarlega um úttekt á málum á forræði Dróma og stuttlega um framkvæmd 110% leiðarinnar og sértækrar skuldaðlögunar fyrir einstaklinga.
Eftirlitsnefndin hvetur alla einstaklinga sem eru í greiðslu- og skuldavanda til að sækja um sértæka skuldaaðlögun og verða umsóknir að berast viðskiptabanka í síðasta lagi 31. desember 2012.

Lesa meira

Skilabréf samráðsnefndar um mótun gengis- og peningastefnu - 16.10.2012

Samráðsnefnd um mótun gengis- og peningastefnu sem skipuð var 7. mars 2012 hefur skilað af sér greinargerð.

Lesa meira

Senda grein