Fréttir frá stofnunum

23.3.2017 Ferðamálastofa Eitt stærsta verkefni ferðaþjónustunnar er hafið: Umfangsmikil áætlunargerð um land allt

Ferðamálastofa hefur gengið til samninga um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Management Plan) í öllum landshlutum. Þetta er eitt stærsta verkefnis á sviði ferðaþjónustu sem ráðist hefur verið í hér á landi. Samið verður við markaðsstofur landshlutanna og Höfuðborgarstofu um að leiða vinnuna í hverjum landshluta en Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa átt samvinnu um verkefnið, ásamt markaðsstofum landshlutanna.

22.3.2017 Orkustofnun - Fréttir Kerfisáætlun Landsnets 2016-2025

Viðskiptavinum er boðið að koma á framfæri umsögnum til Orkustofnunar vegna kerfisáætlunar

17.3.2017 Einkaleyfastofan Bætt rafræn þjónusta Einkaleyfastofu

Einkaleyfastofan býður nú upp á aukna og bætta rafræna þjónustu en viðskiptavinum býðst nú að sækja rafrænt um skráningu hönnunar og endurnýjun skráningu vörumerkis.

Þetta er í takt við aukna áherslu Einkaleyfastofu á rafræna þjónustu í samræmi við kröfur viðskiptavina um auðveldari og skilvirkari umsóknarferli. Á síðasta ári hóf Einkaleyfastofan að bjóða upp á rafræna umsókn um skráningu vörumerkja. Það er óhætt að segja að þessari viðbót hafi verið vel tekið en í dag eru um 60% vörumerkjaumsókna rafrænar.

Hægt er að sækja rafrænt um skráningu hönnunar með því að smella hér.

Hægt er að sækja um rafræna skráningu og endurnýjun vörumerkja með því að smella hér.

Icelandic

16.3.2017 Ferðamálastofa Ferðalög, ferðahegðun og viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna og ferðaþjónustu

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr könnun um ferðalög Íslendinga og er þetta í áttunda sinn sem könnunin er unnin með sambærilegum hætti. Niðurstöðurnar gefa til kynna hvernig ferðalögum Íslendinga var háttað á árinu 2016 og hver ferðaáform þeirra eru á árinu 2017, auk þess sem þær endurspegla viðhorf Íslendinga til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Könnunin var gerð í janúar sl. af MMR fyrir Ferðamálastofu.

16.3.2017 Ferðamálastofa Guðný Hrafnkelsdóttir ráðin í starf sérfræðings

Guðný Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf sérfræðings hjá Ferðamálastofu sem auglýst var í lok síðasta árs. Líkt og fram kom í auglýsingu tengist starfið þeim sviðum starfseminnar sem styðja við fagsvið Ferðamálastofu, þ.e. rannsóknum, greiningum, upplýsingamiðlun og vefmálum.

15.3.2017 Einkaleyfastofan Mars tölublað ELS-tíðinda er komið út

Mars tölublað ELS tíðinda er komið út.

Árið 2017 fer vel af stað í starfsemi Einkaleyfastofunnar. Umsóknafjöldi er í góðu samræmi við áætlanir stofnunarinnar. Sem dæmi má nefna að umsóknir um skráningu vörumerkja eru 674 samanborið við 662 á sama tíma í fyrra. Aukningin skýrist eingöngu af fjölgun íslenskra umsókna, en þær eru 42% fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutfall íslenskra umsókna af heildarfjölda hefur vaxið nokkuð síðustu misseri og er um 22% eftir fyrstu tvo mánuði ársins samanborið við tæp 16% á sama tíma í fyrra. Þá hefur staðfestingum á evrópskum einkaleyfum fjölgað um 21% á milli ára.

Í þriðja tölublaði ELS-tíðinda þetta árið er tilkynnt um skráningu 571 vörumerkis, en það er að líkindum mesti fjöldi skráninga í einum mánuði frá upphafi. Til samanburðar má nefna að í nóvember 2008 voru skráð 564 vörumerki á Íslandi, en flestar þeirra umsókna bárust síðsumars það ár.

Í blaðinu er auk þess auglýst endurnýjun 238 vörumerkja. Á meðal merkja sem eru endurnýjuð að þessu sinni er orðmerkið PONTIAC sem var skráð hér á landi árið 1927 og er því 90 ára í ár. Meðalaldur endurnýjaðra merkja er 15,5 ár.

Þrjár landsbundnar hönnunarskráningar eru auglýstar í blaðinu að þessu sinni; tvær íslenskar og ein sænsk. Alþjóðlegar hönnunarskráningar eru að þessu sinni fjórtán. Endurnýjaðar hönnunarskráningar eru fimm í blaðinu.

Eins og áður sagði hefur staðfestingum á evrópskum einkaleyfum fjölgað mikið milli ára eftir metár árið 2016. Í marsblaði ELS-tíðinda er auglýst gildistaka 148 evrópskra einkaleyfa og er það sjöundi mánuðurinn í röð þar sem fleiri en 100 evrópsk einkaleyfi taka gildi hér á landi. Nú eru 5.500 evrópsk einkaleyfi í gildi hér á landi samanborið við tæplega 5.000 á sama tíma í fyrra.

Í blaðinu eru auglýst tvö landsbundin einkaleyfi; eitt íslenskt og eitt japanskt. Tvær umsóknir um viðbótarvernd og þrjú veitt viðbótarvottorð eru auglýst í blaðinu, allt í eigu erlendra aðila.

Icelandic

15.3.2017 Ferðamálastofa 610 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2017. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.

14.3.2017 Ferðamálastofa Óskað umsagnar um breytingar á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011.

13.3.2017 Orkustofnun - Fréttir Raforkunotkun ársins 2016 - minnkun raforkunotkunar

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur sent frá sér fréttatilkynningu um raforkunotkun ársins 2016. Árið 2016 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 18.547 GWh og minnkaði um 1,3% frá fyrra ári. Notkun fædd frá flutningskerfinu (stórnotkun) nam 14.287 GWh á árinu 2016 og minnkaði um 0,5% frá fyrra ári. Almenn notkun (forgangs- og skerðanleg orka) minnkaði um 4,2% og nam 3.901 GWh. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 358 GWh og minnkuðu um 3,1%.