Fréttir frá stofnunum

25.4.2017 Einkaleyfastofan Viðvörun vegna falsaðra greiðslubeiðna

Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Má þar nefna sem dæmi, European Trademark Publication Register (TPR) og International Patent & Trademark Organization (IPTO). Hér fyrir neðan má sjá mynd af greiðslubeiðnum frá tilgreindum aðilum.

Einkaleyfastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim erindi af þessu tagi en tilgangur þessara erinda virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.

Þess má geta að öll gjöld sem varða umsóknir um skráningu vörumerkja hér á landi greiðast til Einkaleyfastofunnar og greiðslur vegna umsókna um skráningu vörumerkja erlendis koma aldrei til nema umsækjandi, eða umboðsmaður hans, hafi sjálfur lagt inn umsókn hjá viðeigandi aðilum, hjá World Intellectual Property Organisation (WIPO), European Union Intellectual Property Office (EUIPO) eða í einstökum löndum.

daemi-um-greidslubeidnir.jpg

daemi-um-greidslubeidnir.jpg, by jonakh

 

Icelandic

21.4.2017 Einkaleyfastofan Morgunverðarfundur í tilefni Alþjóðahugverkadagsins

Einkaleyfastofan býður til morgunverðarfundar í tilefni Alþjóðahugverkadagsins.

Morgunverðafundurinn verður haldinn í Norræna húsinu þann 28. apríl frá frá kl. 8:45 til 10. Aðgangur á fundinn er ókeypis en fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á postur@els.is.

mynd.jpg
 

 

Icelandic

21.4.2017 Orkustofnun - Fréttir Er jarðhitanýting á hafsbotni möguleg til raforkuframleiðslu?

Orkustofnun hefur þann 19. apríl s.l. veitt North Tech Energy ehf.,  leyfi til leitar og rannsókna á jarðhita tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni annars vegar við Reykjaneshrygg og hins vegar fyrir Norðurlandi.

19.4.2017 Ferðamálastofa Heildarfjöldi seldra gistinátta árið 2016 ríflega 8,8 milljónir

Seldar gistinætur árið 2016 voru ríflega 8,8 milljónir, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar með talið áætlaðar óskráðar gistinætur seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður, sem Hagstofan áætlar nú í fyrsta sinn og birtir með tölum sínum. Gistinætur erlendra ferðamanna voru 89% af heildarfjölda gistinátta árið 2016.

18.4.2017 Ferðamálastofa Þátttakendum í Vakanum fjölgar um tvo

Nú styttist í hundraðasta fyrirtækið í Vakanum en þátttakendum fjölgaði um tvo nýverið þegar Upplýsingamiðstöð Suðurlands og Hveragarðurinn í Hveragerði bættust í þann glæsilega hóp sem fyrir er í Vakanum.

18.4.2017 Ferðamálastofa Styrkir á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur auglýst eftir umsóknum um styrki sem ætlað er að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Umsækjendur geta verið félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklingar, eftir því sem við á.

15.4.2017 Einkaleyfastofan Apríl tölublað ELS-tíðinda er komið út

Apríl tölublað ELS-tíðinda er komið út.

Í fjórða blaði ELS-tíðinda þetta árið er tilkynnt um skráningu 612 vörumerkja. Af þeim eru 55 í eigu íslenskra aðila og 557 í eigu erlendra aðila. Þar með hafa verið skráð 1.609 vörumerki það sem af er ári samanborið við 946 á sama tímabili í fyrra og er aukningin þannig um 70%. Með skráningu þessara merkja nú fer heildarfjöldi skráðra vörumerkja á Íslandi í fyrsta skipti yfir 60.000.
 
Samtals er tilkynnt um endurnýjun 251 vörumerkis í blaðinu að þessu sinni. Meðalaldur þeirra er um 15 ár. Meðal endurnýjaðra merkja að þessu sinni eru sjö merki sem eru orðin 50 ára eða eldri. Í byrjun febrúar sl. byrjaði Einkaleyfastofan að bjóða upp á rafræna endurnýjun vörumerkja í gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Hlutfall rafrænna endurnýjana er þegar orðið tæp 90%.
 
Í blaðinu eru auglýstar þrjár aðgengilegar einkaleyfisumsóknir; tvær í eigu íslenskra aðila en sú þriðja er þýsk. Þá er í blaðinu tilkynnt um veitingu þriggja landsbundinna einkaleyfa; eitt er í eigu Skagans hf. á Akranesi, eitt er bandarískt og það þriðja breskt. Þá er í blaðinu tilkynnt um gildistöku 110 evrópskra einkaleyfa hér á landi og er heildarfjöldi þeirra á árinu þar með 495 samanborið við 337 á sama tíma í fyrra. Fjölgunin er um 47%. Með þessum veitingum fer heildarfjölda einkaleyfa sem eru í gildi á Íslandi í fyrsta skipti yfir 6.000. Umsóknir um viðbótarvernd eru að þessu sinni fimm, allar í eigu erlendra aðila.
Ein landsbundin, erlend hönnunarskráning er auglýst skráð í blaðinu og fjórtán alþjóðlegar. Þá er tilkynnt um endurnýjun fimm landsbundinna skráninga og tíu alþjóðlegra.

Icelandic

12.4.2017 Ferðamálastofa Ísland í 25. sæti hvað varðar samkeppnisstöðu ferðaþjónustu

Ísland er í 25. sæti hvað varðar samkeppnisstöðu á sviði ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) sem var birt fyrr í mánuðinum. Samkeppnisstaða 136 ríkja var skoðuð á þessu sviði, en Ísland fellur niður um sjö sæti frá því ráðið gaf út sambærilega skýrslu árið 2015. Spánn er í fyrsta sæti í annað sinn, Frakkland í öðru og Þýskaland í því þriðja.

11.4.2017 Ferðamálastofa 168 þúsund ferðamenn í mars

Um 168 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 52 þúsund fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 44,4% milli ára.

6.4.2017 Einkaleyfastofan Breyting á rafrænu umsóknarformi fyrir vörumerki

Sú breyting hefur orðið á rafræna umsóknarforminu fyrir vörumerkjaskráningar að nú er hægt velja fleiri tilgreiningar innan vöru- og þjónustuflokkanna en áður. Einkaleyfastofan vinnur nú að því að þýða vöru- og þjónustulista 11. útgáfu Nice flokkunarkerfisins og verða þýðingarnar færðar inn jafnt og þétt næstu mánuði. Þeir flokkar sem þegar hafa verið færðir inn á rafræna umsóknarformið eru flokkar 29, 32, 33, 39, 43, 44, 45. Auk þess að velja úr listunum geta umsækjendur áfram bætt við tilgreiningum eins og verið hefur.

Icelandic