Fréttir frá stofnunum

19.5.2017 Samkeppniseftirlitið - Fréttir Af gefnu tilefni vill Samkeppniseftirlitið taka fram eftirfarandi:

N/A

15.5.2017 Orkustofnun - Fréttir Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2017

Um er að ræða styrki til verkefna sem stuðli að samdrætti í olíunotkun til húshitunar

eða rafmagnsframleiðslu utan veitna.

15.5.2017 Einkaleyfastofan Maí tölublað ELS-tíðinda er komið út

5. tölublað ELS-tíðinda 2017 er komið út. Eintakið má nálgast rafrænt hér.

Í ELS-tíðindum að þessu sinni er auglýst skráning 371 vörumerkis. Þar með hafa verið skráð 1.980 merki á árinu samanborið við 1.228 á sama tíma í fyrra og er aukningin rúm 60%. Af skráðum merkjum það sem af er ári eru 244 í eigu íslenskra aðila, eða rúm 12%.

Samtals er tilkynnt um endurnýjun 303 vörumerkja að þessu sinni. Af þeim eru um 10% eldri en 30 ára en að meðaltali eru endurnýjuð merki 15 ára. Elsta erlenda merkið sem er endurnýjað nú er „Colgate“ en það var skráð árið 1947. Elstu, endurnýjuðu íslensku merkin eru þrjú merki í eigu Sjóklæðagerðarinnar; „Pólar kuldafatnaður“, „Vinyl glófinn“ og „Vír vinnuföt“ öll skráð árið 1987.

Ein landsbundin einkaleyfisumsókn er auglýst aðgengileg í blaðinu að þessu sinni en hún er í eigu Sæplasts á Dalvík. Tvö landsbundin einkaleyfi eru auglýst veitt; annað í eigu bandarísks aðila og hitt þýsks og hafa þar með verið veitt 15 landsbundin einkaleyfi á árinu, samanborið við 22 allt árið í fyrra. Í blaðinu er tilkynnt um gildistöku 81 evrópsks einkaleyfis hér á landi og eru þau þar með orðin 573 það sem af er ári. Þrjár umsóknir um viðbótarvernd eru auglýstar í blaðinu og fjögur veitt viðbótarvottorð, allt í eigu erlendra aðila.

Ein landsbundin hönnun í eigu íslensks aðila er auglýst í blaðinu og ellefu alþjóðlegar. Þá eru tvær landsbundnar skráningar auglýstar endurnýjaðar og níu alþjóðlegar.

Icelandic

11.5.2017 Orkustofnun - Fréttir FRÉTTATILKYNNING

Úttektir á eignastofni á vegum Orkustofnunar árið 2016

10.5.2017 Orkustofnun - Fréttir Umsagnir viðskiptavina Landsnets vegna kerfisáætlunar og athugasemdir Orkustofnunar

Orkustofnun vinnur nú að því að fara yfir kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025 en stofnunin fékk áætlunina til meðferðar í lok mars 2017.

8.5.2017 Einkaleyfastofan Indland og Filippseyjar gerast aðilar að TMview og Designview

Frá og með 26. Apríl 2017 hefur indverska hugverkastofnunin (CGPDTM) gert gögn sín aðgengileg er varða vörumerki í TMview. Á sama tíma hefur filippeyska hugverkastofan (IPOPHL) gert gögn sín aðgengileg er varða hönnun í leitarvél DesignView.

DesignView og TMview kerfin eru afrakstur alþjóðlegra samstarfsverkefna sem EUIPO hefur umsjón með. Nú hafa 47 skrifstofur gert gögn sín aðgengileg í DesignView og 51 skrifstofa í TMview. 

Nú er hægt að finna upplýsingar um meira en 10,4 milljónir hönnunarskráninga og 40,6 milljónir vörumerkjaskráninga.

 

Icelandic

8.5.2017 Samkeppniseftirlitið - Fréttir Kynning fyrir borgarráð um samkeppni og meðhöndlun úrgangs

N/A

25.4.2017 Einkaleyfastofan Viðvörun vegna falsaðra greiðslubeiðna

Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Má þar nefna sem dæmi, European Trademark Publication Register (TPR) og International Patent & Trademark Organization (IPTO). Hér fyrir neðan má sjá mynd af greiðslubeiðnum frá tilgreindum aðilum.

Einkaleyfastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim erindi af þessu tagi en tilgangur þessara erinda virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.

Þess má geta að öll gjöld sem varða umsóknir um skráningu vörumerkja hér á landi greiðast til Einkaleyfastofunnar og greiðslur vegna umsókna um skráningu vörumerkja erlendis koma aldrei til nema umsækjandi, eða umboðsmaður hans, hafi sjálfur lagt inn umsókn hjá viðeigandi aðilum, hjá World Intellectual Property Organisation (WIPO), European Union Intellectual Property Office (EUIPO) eða í einstökum löndum.

daemi-um-greidslubeidnir.jpg

daemi-um-greidslubeidnir.jpg, by jonakh

 

Icelandic

21.4.2017 Einkaleyfastofan Morgunverðarfundur í tilefni Alþjóðahugverkadagsins

Einkaleyfastofan býður til morgunverðarfundar í tilefni Alþjóðahugverkadagsins.

Morgunverðafundurinn verður haldinn í Norræna húsinu þann 28. apríl frá frá kl. 8:45 til 10. Aðgangur á fundinn er ókeypis en fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á postur@els.is.

mynd.jpg
 

 

Icelandic