Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál
  • Vindpoki

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki

28.4.2017

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði.   

Nýlega voru gerðar breytingar á reglum sjóðsins sem fela í sér að nú verða einnig styrkhæf flug sem koma erlendis frá en eru með beinum tengingum við önnur millilandaflug á öðrum flugvelli á Íslandi. Þannig geta flug t.d. sem millilenda á Keflavíkurflugvelli en halda síðan áfram til Akureyrarflugvallar eða Egilsstaðaflugvallar fengið styrk.

Umsóknarfrestur er til 30. júní 2017.

Umsóknum skal skilað rafrænt á sérstöku umsóknareyðublaði til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á netfangið postur@anr.is.

Til baka Senda grein