Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál

Til umsagnar: Breytingar á lögum um skipan ferðamála - 18.5.2017

 • Ferðamálastefna

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um skipan ferðamála, nr. 73/2005.

Lesa meira

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki - 28.4.2017

 • Vindpoki

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Umsóknarfrestur er til 30. júní.

Lesa meira

Unnur Valborg Hilmarsdóttir er nýr formaður ferðamálaráðs - 24.4.2017

 • Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur skipað Unni Valborgu Hilmarsdóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varaformann ráðsins.

Lesa meira

Styrkir á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar - umsóknarfrestur til 1. maí - 12.4.2017

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Lesa meira

Útgjöld ferðamanna 3,5 sinnum hærri á Húsavík en á Siglufirði - 3.4.2017

 • Ferðavenjukönnun

Ferðaþjónustutengd velta í Mývatnssveit árið 2015 nam rúmlega þremur milljörðum og 73% erlendra ferðamanna sem heimsóttu Höfn í Hornafirði gistu á svæðinu og meðalútgjöld ferðamanna á Húsavík nam rúmlega 13.300 krónum á sólarhring. Þetta er á meðal niðurstaðna sem fram koma í nýútgefnum skýrslum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF).    

Lesa meira

Skaginn hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 - 30.3.2017

 • Nýsköpunarverðlaun 2017

Fyrirtækið Skaginn hf. hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Lesa meira

Stóraukinn stuðningur við aukið öryggi ferðamanna undir merkjum Safetravel - 16.3.2017

 • Safe Travel Þórdís og Smári

Ráðherra ferðamála og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifuðu í dag undir samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem felur í sér stóraukinn stuðning við verkefnið Safetravel.

Lesa meira

610 milljóna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og öryggisverkefni í Reynisfjöru - 15.3.2017

 • Framkvæmdasjóður úthlutun 2017

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.

Lesa meira

Skýrsla um þróun kostnaðar heimila við raforkuöflun - 14.3.2017

 • Raforka

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur látið vinna skýrslu um þróun kostnaðar heimila við raforkuöflun, frá gildistöku raforkulaga 2005 til 2017. Sérstaklega er þar horft til heimila sem búa við rafhitun. Í skýrslunni er skoðuð þróun tekna og kostnaðar notenda fyrir kerfið í heild sinni (samkeppnis- og sérleyfisþátt) og sýndar samanburðartölur fyrir öll átta gjaldskrársvæði landsins; ásamt sköttum, verðjöfnun og niðurgreiðslum. 

Lesa meira

Til umsagnar: Breyting á heiti Einkaleyfastofunnar - 14.3.2017

 • Einkaleyfastofan

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytingar á nafni Einkaleyfastofu.Með frumvarpinu er lagt til að heiti Einkaleyfastofu verði breytt í „Hugverkastofa“. Frestur til að skila umsögnum er til 23. mars.

Lesa meira

TIL UMSAGNAR: Breyting á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - 13.3.2017

Meginefni frumvarpsins felur í sér að gerðar eru breytingar á markmiðum og hlutverki Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða þannig að hlutverk hans verði eftirleiðis að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í umsjón eða eigu sveitarfélaga og einkaaðila. 

Lesa meira

Rannsókn á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu - 24.2.2017

 • Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur gefið út tvær skýrslur í tengslum við rannsókn á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög hér á landi. Rannsóknin var unnin með styrk frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Lesa meira

Aukið vægi ferðaþjónustunnar innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins - 23.2.2017

 • ANR Skipurit 23. feb. 2017

Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla og auka vægi ferðaþjónustunnar í stjórnsýslunni verður sett á fót skrifstofa innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem eingöngu mun sjá um málefni ferðaþjónustunnar.

Lesa meira

Reglur um Flugþróunarsjóð rýmkaðar - 27.1.2017

 • Vindpoki

Gerðar hafa verið þær breytingar á reglum Flugþróunarsjóðs að nú verða einnig styrkhæf flug sem koma erlendis frá en eru með beinum tengingum við aðra flugvelli á Íslandi. Þannig geta flug sem millilenda t.d. á Keflavíkurflugvelli en halda síðan áfram til Akureyrarflugvallar eða Egilsstaðaflugvallar fengið styrk. 

Lesa meira

Ólafur Teitur Guðnason ráðinn aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - 25.1.2017

 • Ólafur Teitur
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Ólaf Teit Guðnason sem aðstoðarmann sinn.  Lesa meira

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnað - 19.1.2017

 • Fræðslusetur ferðaþjónustunnar

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifaði í gær undir samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar en það er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.

Lesa meira

Raforkumál á Akranesi stórbatna með tilkomu nýs tengivirkis - 18.1.2017

 • Tengivirki á Akranesi

Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók í dag formlega í notkun nýtt tengivirki Landsnets og Veitna á Akranesi. Með tilkomu nýja tengivirkisins eykst flutningsgeta raforku til muna á Akranesi og í nærsveitum. Samhliða byggingu tengivirkisins hefur allt dreifikerfið á Akranesi verið uppfært til samræmis við það sem best þekkist á landinu.

Lesa meira

Tíu nýir löggiltir endurskoðendur - 16.1.2017

 • Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

Í fyrsta ávarpi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti Þórdís Kolbrún Gylfadóttir tíu einstaklingum, fimm konum og fimm körlum, réttindi til endurskoðunarstarfa.

Lesa meira

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir er nýr ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - 11.1.2017

 • Þórdís Kolbrún tekur við embætti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók í dag við embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra af Ragnheiði Elínu Árnadóttur sem óskaði henni velfarnaðar í starfi þar sem biðu hennar ótal spennandi verkefni.

Lesa meira

Skipað í nýtt reikningsskilaráð - 4.1.2017

Þann 28. desember sl. skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fulltrúa í reikningsskilaráð en samkvæmt 118. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skal ráðherra skipa fimm sérfróða menn til fjögurra ára í senn í reikningsskilaráð. Hlutverk reikningsskilaráðs er að stuðla að mótun settra reikningsskilareglna með útgáfu og kynningu samræmdra reglna sem farið skuli eftir við gerð reikningsskila. Þá skal ráðið gefa álit á því hvað teljist settar reikningsskilareglur á hverjum tíma og skal ráðið starfa í nánu samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og hagsmunaaðila. 

Lesa meira