Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál

Nýjar reglur um heimagistingu – heimilt að leigja út íbúð í allt að 90 daga - 30.12.2016

 • Reykjavík  mynd: Norden

Með nýjum lögum um heimagistingu verður einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem viðkomandi hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess þurfa að sækja um rekstrarleyfi. Markmið nýrra reglna er að einfalda umsýslu og mæta nýjum veruleika í ferðaþjónustu sem orðið hefur til með auknu framboð gistirýma til ferðamanna á grundvelli hins svokallaða deilihagkerfis. Nýju lögin taka gildi 1. janúar 2017 og í dag var meðfylgjandi reglugerð send til birtingar í Stjórnartíðindum. 

Lesa meira

Úthlutun styrkja til innviða fyrir rafbíla - 30.12.2016

 • Hleðslustöðvar 2016

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21). Miðar verkefnið að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu til að  tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta.

Lesa meira

Tækniþróunarsjóður úthlutar 450 milljónum til 25 verkefna - 20.12.2016

 • Tækniþróunarsjóður

Tækniþróunarsjóður hefur aukist um milljarð á þessu ári – fór í alls 2,4 milljarða. Í haustúthlutun sjóðsins sem fram fór í gær var 450 m.kr. úthlutað til 25 verkefna. Á seinni hluta ársins hefur sjóðurinn jafnframt úthlutað um 480 milljónum króna í framhaldsstyrki.

Lesa meira

Skýrsla um fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja - 15.12.2016

 • Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja

Á grundvelli aðgerðaráætlunar í þágu frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja, Frumkvæði og framfarir, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti  í desember 2015 hefur verið ráðist í ítarlega kortlagningu á fjármögnunarumhverfi nýsköpunar og sprotafyrirtækja. 

Lesa meira

Skýrsla um launagreiningu í ferðaþjónustu - 14.12.2016

 • Launagreining

Í nýrri skýrslu um launagreiningu í ferðaþjónustu, sem unnin var af Háskólanum á Bifröst fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, er gefin mynd af þróun og samsetningu launa innan ferðaþjónustunnar og þau borin saman við almenna launaþróun. Skýrslan byggir á tölfræðilegum launaupplýsingum og viðtölum við aðila ferðaþjónustunnar vítt og breitt um landið og eru í henni lagðar fram ábendingar og leiðir til úrbóta.

Lesa meira

Styrkir til rannsókna á sviði hugverkaréttar - 5.12.2016

 • Hugverkaréttindi

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur undirritað samninga við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Einkaleyfastofu og Össur Iceland ehf. um styrki til stofnunarinnar vegna rannsóknarverkefnis á sviði hugverkaréttar. Er stefnt að því að gefið verði út kennslurit í hugverkarétti á árinu 2019.

Lesa meira

Fundur norrænna atvinnu-, orku- og byggðamálaráðherra - 25.11.2016

 • Ragnheiður Elín og Olli Rehn

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra sótti í þessari viku fund norrænna ráðherra atvinnu-, byggða- og orkumála í Helsinki. Formennska í Norrænu ráðherranefndinni hefur verið í höndum Finna á þessu ári og stýrði Olli Rehn atvinnuvega- og viðskiptaráðherra Finnlands fundinum. Noregur mun fara með formennskuna á árinu 2017.

Lesa meira

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki - 7.11.2016

 • Vindpoki

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði.   

Lesa meira

Til umsagnar: Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl. - 2.11.2016

 • Hús  (NN – norden.org)

Þann 1. janúar 2017 tekur gildi lagabreyting sem snýr að lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Meginmarkmið breytinganna er að koma til móts við þá þróun sem orðið hefur í framboði gistirýma. 

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði með aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna - 28.10.2016

 • Ragnheiður Elín og Elizabeth Sherwood-Randall

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði í gær með Elizabeth Sherwood-Randall, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. um jarðhitamál og samstarf ríkjanna á norðurslóðum á sviði orkumála. Rætt var um starf Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og verkefni Íslendinga um heim allan á sviði jarðhita. Þá kom fram gagnkvæmur áhugi til enn frekara samstarfs ríkjanna á sviði sjálfbærrar orkunýtingar.

Lesa meira

Samningar um stuðning við nýsköpun og sprotafyrirtæki - 27.10.2016

 • Ragnheiður Elín og Þorsteinn Ingi alsæl við undirritun

Í gær undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands tvo samninga sem báðir miða að stuðningi við nýsköpun og sprotafyrirtæki. Samningarnir eiga báðir rætur í aðgerðaráætluninni Frumkvæði og framfarir sem  iðnaðar og viðskiptaráðherra kynnti í desember 2015. Áætlunin byggir á 22 aðgerðum sem miða að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð.

Lesa meira

Áframhaldandi samstarf stjórnvalda og fyrirtækja um öfluga íslenska markaðssókn í Norður-Ameríku - 26.10.2016

 • Iceland Naturally

Í dag var undirritaður nýr samningur um markaðs- og kynningarverkefni í Norður–Ameríku undir heitinu Iceland Naturally. 

Lesa meira

Áframhaldandi samstarf um markaðsverkefnið Ísland – allt árið - 26.10.2016

 • Ísland allt árið

Í gær var undirritaður nýr samningur um markaðsverkefnið Ísland - allt árið fyrir tímabilið 2017 til 2019. Verkefnið hefur verið rekið frá árinu 2011 undir merkjum Inspired by Iceland og eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hafa áherslurnar breyst verulega. Á þessi ári hefur meginþemað meðal annars snúið að ábyrgri ferðhegðun og ánægja ferðamanna. Helstu markmið verkefnisins eru að jafna árstíðarsveiflu og dreifingu ferðamanna um allt land, sérstaklega yfir vetrartímann.

Lesa meira

Skýrsla um upprunaábyrgðir raforku í íslensku samhengi - 18.10.2016

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur látið gera úttekt á kerfi upprunaábyrgða með raforku á Íslandi, en því kerfi var komið á fót í Evrópusambandinu og innleitt hér með lögum nr. 30/2008 um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Lesa meira

Ríkisstjórnin styður kynningu á kvikmyndinni Þrestir vegna þátttöku hennar í forvali til Óskarsverðlauna - 18.10.2016

 • Þrestir

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að veita 6,5 m.kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar til kynningar á kvikmyndinni Þrestir vegna þátttöku hennar í forvali til Óskarsverðlauna.

Lesa meira

Ákvörðun um eignarnám vegna Kröflulínu - 14.10.2016

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur, á grundvelli 23. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám á tilteknum landsréttindum í óskiptu landi jarðarinnar Reykjahlíðar vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. Háspennulínurnar liggja frá Kröflu að Þeistareykjum og þaðan að iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík.

Lesa meira

Ríkisstjórnin ákveður að leggja til hliðar frumvarp um raflínur að Bakka - 12.10.2016

Í framhaldi af því munu viðkomandi sveitarfélög, á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram koma í úrskurðinum frá 10. október 2016, fara yfir þau framkvæmdaleyfi sem gefin hafa verið út vegna framkvæmdarinnar og meta hvort tilefni sé til frekari viðbragða með það að markmiði að eyða enn frekar óvissu um framgang framkvæmdarinnar.

Lesa meira

Ný lög efla íslenskan tónlistariðnað - 11.10.2016

Tónlistarmenn munu fá endurgreiddan 25% af kostnaði vegna hljóðritunar á tónlist sinni á Íslandi samkvæmt lögum sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram og samþykkt voru á Alþingi í dag. Nýju lögin byggja á sömu hugmyndafræði og lög um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar en þau hafa verið ein af forsendunum fyrir eflingu kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi á undanförnum árum.

 

Lesa meira

Vistvæna framtíðarskipið RENSEA verðlaunað - ekki dropi af olíu í hafið! - 4.10.2016

 • Rensea umhverfisvænt skip

Í dag afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttur forsvarsmönnum Rensea sigurverðlaunin í hugmyndasamkeppni um vistvænni skip. Sigurtillagan Rensea 3G er fjölnota vistvænt framtíðarskip með mikil segl sem fanga bæði vind- og sólarorku – og til vara vél sem gengur fyrir umhverfisvænum orkugjöfum. Verðlaunaafhendingin fór fram á ráðstefnunni „Making Maritime Application Greener - 2016“ sem haldin var á Grand hótel.

Lesa meira

Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla - 19.9.2016

 • Innviðir fyrir rafmagnsbíla

 

Orkusjóður mun veita styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla á Íslandi.  

Umsóknarfrestur er til 1. október 2016.

 

Lesa meira

Tvær nýjar skýrslur um forgangsmál í ferðaþjónustu - 7.9.2016

 • Svidsmynda- og áhættugreining

„Menntun og hæfni“ og „Sviðsmynda- og áhættugreining“ eru tvö af þeim forgagnsverkefnum sem skilgreind eru í Vegvísi í ferðaþjónustu. Nú liggja fyrir niðurstöður þessara verkefna og voru þær kynntar á morgunfundi sem Stjórnstöð ferðamála gekkst fyrir.

Lesa meira

Ný Fab Lab smiðja á Suðurnesjum er vítamínsprauta fyrir nýsköpun og tækni - 5.9.2016

 • FabLab undirritun

Með tilkomu nýrrar Fab Lab smiðju munu opnast endalausir möguleikar í tækni og nýsköpun fyrir skóla, atvinnulíf og almenning á Suðurnesjum. Smiðjan er samstarfsverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Keilis og undirrituðu Ragnheiður Elín, Frosti Gíslason og Hjálmar Árnason samning þar um í dag.

Lesa meira

Forgangsmál í ferðaþjónustu - morgunfundur á miðvikudaginn - 3.9.2016

 • Vegvísir

Stjórnstöð ferðamála býður til opins kynningarfundar, miðvikudaginn 7. september nk. kl. 8.00 á Grand Hótel Reykjavík. Kynntar verða niðurstöður tveggja forgangsverkefna í Vegvísi í ferðaþjónustu á sviði menntunar og hæfni, auk sviðsmynda- og áhættugreiningar.

Lesa meira

Markmiðið er að efla íslenskan tónlistariðnað - 2.9.2016

Tónlistarmenn munu fá endurgreiddan 25% af kostnaði vegna hljóðritunar á tónlist sinni á Íslandi verði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar tónlistar að lögum. Frumvarpið byggir á sömu hugmyndafræði og lög um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar en þau hafa verið ein af forsendunum fyrir eflingu kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi á undanförnum árum með tilheyrandi jákvæðum efnahagslegum sem menningarlegum áhrifum.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á saltfiskhátíð í Portúgal - 19.8.2016

 • Þórður Ægir Óskarsson sendiherra, Ragnheiður Elín, rektor Háskólans í Aveiro, borgarstjóri Ilhavo og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er um þessar mundir stödd á saltfiskhátíð í Ilhavo í Portúgal en hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Löng hefð er fyrir saltfiskviðskiptum á milli Íslands og Portúgals og í  ferðinni hitti ráðherrann meðal annars sjávarútvegsráðherra Portúgals.

Lesa meira

Kynning á styrkjaflokkum og umsóknarferli Tækniþróunarsjóðs - 19.8.2016

 • Tækniþróunarsjóður

Tækniþróunarsjóður stendur fyrir kynningum á breyttum styrkjaflokkum og umsóknarferli. Umsóknarfrestur er til 15. september.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á stærstu saltfiskhátíð í Portúgal - 18.8.2016

 • Saltfiskhátíð Ilhavo

Portúgalir eru sú þjóð í heiminum sem borðar mest af saltfiski og föstudaginn 19. ágúst verður sérstakur Íslandsdagur á saltfiskhátíðinni í borginni Ilhavo. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sækir hátíðina ásamt Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra Íslands gagnvart Portúgal, Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra í Grindavík og fulltrúum fjölmargra íslenskra fyrirtækja.

Lesa meira

Samþætting verkefna Samkeppniseftirlitsins, Póst- og fjarskiptastofnunar og Fjölmiðlanefndar - 16.8.2016

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni auka skilvirkni stjórnsýslunnar m.a. með breytingum á skipulagi, samræmingu á stoðþjónustu, sameiningu stofnana og tilflutningi á milli sviða í samræmi við áherslur og forgangsmál. Þá var í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar því beint til innanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra að skoða valdmörk og verkefni Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins með tilliti til hugsanlegrar sameiningar embættanna.

 

Lesa meira

Viljayfirlýsing við Dartmouth háskólann í Bandaríkjunum um rannsóknir á sviði sjávarlíftækni - 8.8.2016

 • Ragnheiður Elín og Robert C. Barber sendiherra Bandaríkjanna

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands viljayfirlýsingu um samstarf við Dartmouth háskólann í Massachusetts um rannsóknir á sviði sjávarlíftækni og hagnýtingu á þeim.

Lesa meira

Óskar Jósefsson ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála - 3.8.2016

 • Óskar Jósefsson

„Þetta er mjög áhugavert starf að takast á við og mörg spennandi verkefni sem bíða. Innleiðing Vegvísis er komin vel af stað og mikilvægt að halda áfram að vinna að enn frekari samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði ferðamála", segir Óskar Jósefsson sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála og tók til starfa í gær.

Lesa meira

ESA samþykkir ívilnanasamning við Silicor Material - 29.7.2016

 • ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ívilnanasamning íslenska ríkisins við Silicor Materials vegna byggingar á sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Lesa meira

EFTA dómstóllinn átelur drátt á endurheimt ríkisaðstoðar - 29.7.2016

EFTA dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkið hafi ekki endurheimt innan tilskilins tímafrests ríkisaðstoð við fimm fyrirtæki sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) taldi að gengju gegn EES samningnum.

Lesa meira

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki - 15.7.2016

 • Vindpoki

Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2016

Lesa meira

Húshitunarkostnaður í Vestmannaeyjum jafnaður – áætluð lækkun 10% - 13.7.2016

 • Ragnheiður Elín og Júlíus Jónsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, skrifuðu í dag  undir  viljayfirlýsingu vegna uppsetningu varmadælu í Vestmannaeyjum. Verkefnið snýst um að tengja varmadælu við veitukerfi fjarvarmaveitu HS Veitna í Vestmannaeyjum og nota sjó sem varmagjafa. Gerð hefur verið úttekt á verkefninu og er ávinningur af því talinn vera margvíslegur; má nefna áætlaða a.m.k. 10% lækkun á orkuverði til íbúa á næstu fimm árum.

Lesa meira

Sæstrengur til Evrópu – skýrsla verkefnisstjórnar - 12.7.2016

 • Ragna Árnadóttir, Erla Gestsdóttir, Ingvi Már Pálsson, Ragnheiður Elín og Benedikt Gíslason

Verkefnisstjórn sæstrengs hefur skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um ákveðna þætti er varða hugsanlegan sæstreng til Evrópu. Meðal þess sem fjallað er um er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf.

Lesa meira

„Hnappurinn“ einfaldar ársreikningaskil yfir 80% fyrirtækja - 20.6.2016

 • Undirritun samnings

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifaði í dag undir samning við Ríkisskattstjóra um útfærslu og framkvæmd á vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki í takt við nýlegar breytingar á lögum um ársreikninga. 

Lesa meira

Möguleikar á sviði jarðvarmanýtingar í Evrópu - 15.6.2016

 • Jarðvarmaráðstefna í Brussel

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, tók í dag þátt í ráðstefnu í Brussel á vegum framkvæmdastjórnar ESB og Jarðvarmaráðs Evrópu (European Geothermal Energy Council) um leiðir til að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa í húshitun í Evrópu.

Lesa meira

Ráðherra ávarpar ráðstefnu í Brussel um jarðvarma. - 14.6.2016

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sækir á morgun og ávarpar ráðstefnu á vegum European Geothermal Energy Council í Brussel.

Lesa meira

Ný hugverkastefna fyrir Ísland - 10.6.2016

 • Borghildur Erlingsdóttir, Gunnar Örn Harðarson, Ragnheiður Elín, Þorlákur jónsson og Brynhildur Pálmarsdóttir

Í dag kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hugverkastefnu undir heitinu „Hugverkaréttindi sem verðmæti og viðskiptatæki“. Hugverkastefnan fjallar um hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, þ.e. þau hugverkaréttindi sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins en þau eru vörumerki, einkaleyfi, hönnunarskráningar og önnur skyld réttindi. 

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiðir viðskiptasendinefnd til Georgíu - 7.6.2016

Í kvöld lýkur tveggja daga heimsókn Ragnheiðar Elínar Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til Tbilisi í Georgíu, þar sem ráðherra hefur farið fyrir viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja og fundað með ráðamönnum í Georgíu. 

Lesa meira

Ný löggjöf um heimagistingu tekur gildi 1. janúar 2017 - 2.6.2016

 • Hús  (NN – norden.org)

Með nýrri löggjöf um heimagistingu verður einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann/hún hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess þurfa að sækja um rekstrarleyfi. Lögin munu taka gildi 1. janúar 2017.

Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip - 2.6.2016

 • vistvæntskip júní-2016

Ein mikilvægasta áskorunin í sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi er að gera skip og skipasiglingar umhverfisvænni. Til að stuðla að því efna Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og ÍslenskNýorka til samkeppni sem hefur það að markmiði að auka áhuga á umhverfisvænum lausnum og nýsköpun í tengslum við orkunotkun, skipatækni, veiðarfæri og annan tækni- og hugbúnað um borð í skipum.

Lesa meira

Eva Magnúsdóttir ráðin aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra - 2.6.2016

Eva Magnúsdóttir, stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Ragnheiðar Elína Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur hún störf í dag. 

Lesa meira

Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa hæst á Íslandi - 31.5.2016

Heildarhlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi árið 2014 var 71% og er Ísland það Evrópuland þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa er hæst. Noregur fylgir fast á eftir með 69% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í framvinduskýrslu (Progress report) um endurnýjanlega orkugjafa á Íslandi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Orkustofnun hafa tekið saman.

Lesa meira

Samstarf stjórnvalda, HR og MIT um að skapa ný störf og efla hagvöxt með nýsköpun - 30.5.2016

Háskólinn í Reykjavík og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið munu næstu tvö árin taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni með MIT-háskólanum í Bandaríkjunum sem miðar að því að skapa ný störf og efla hagvöxt á Íslandi með nýsköpun. REAP-verkefni MIT-háskólans er tveggja ára verkefni sem MIT hefur unnið með fjölda borga og svæða um allan heim til að styrkja samkeppnishæfni. 

Lesa meira

Niðurstöður könnunar á mannafla- og fræðsluþörf í ferðaþjónustunni - 29.5.2016

Á þessu ári vinna að jafnaði 22 þúsund manns í ferðaþjónustu á Íslandi en það er ríflega 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Líklegt er að um 40% nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi erlendis frá  en þeir eru nú 6 þúsund. Þetta eru á meðal helstu niðurstaðna sem koma fram í könnun Stjórnstöðvar ferðamála um mannaaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Könnunin var framkvæmd í apríl sl. og var send á stjórnendur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum.

Lesa meira

Um breytt eignarhald Thorsil ehf. - 27.5.2016

Þann 30. maí 2014 gerði iðnaðar- og viðskiptaráðherra, f.h. ríkisstjórnar Íslands, fjárfestingarsamning við einkahlutafélagið Thorsil. Markmið félagsins er að eiga og reka kísilver í Helguvík á Reykjanesi með áætlaðri ársframleiðslugetu upp á 54.000 tonn af kísilmálmi.

Lesa meira

Íslandsbanki hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016 - 25.5.2016

 • Birna bankastjóri og Ragnheiður ráðherra

Íslandsbanki hlaut í morgun Hvatningarverðlaun jafnréttismála og afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Birnu Einarsdóttir bankastjóra viðurkenninguna.

Lesa meira

Guðrún Ragnarsdóttir er nýr formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins - 23.5.2016

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Guðrúnu Ragnarsdóttur formann stjórnar Samkeppniseftirlitins í stað Auðar Finnbogadóttur sem nýlega baðst lausnar.Guðrún hefur setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2013. Jafnframt hefur ráðherra skipað Ástu Dís Óladóttur í stjórnina.

Lesa meira

Stjórn Flugþróunarsjóðs skipuð - 20.5.2016

Sjö manna stjórn verður yfir sjóðnum og skipa hana þau Valgerður Rún Benediktsdóttir formaður, Arnheiður Jóhannsdóttir, Benedikt Árnason, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Ingvar Örn Ingvarsson, Jón Karl Ólafsson og Jóna Árný Þórðardóttir.

Lesa meira

135 milljónir í rannsóknir í ferðaþjónustu - 19.5.2016

 • Vegvísir

Markhópagreining, vöktun á ástandi ferðamannastaða og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu eru á meðal þeirra þátta sem rannsakaðir verða á næstu mánuðum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu Stjórnstöðvar ferðamála um tíu styrki til rannsókna í ferðaþjónustu en í fjárlögum þessa árs var sérstök aukafjárveiting í þennan málaflokk.

Lesa meira

Til umsagnar: Hugverkastefna 2016-2022 - 17.5.2016

Mikilvægustu og verðmætustu eignir fyrirtækja eru oftar en ekki hugverk þeirra og óáþreifanlegar eignir svo sem eins og vörumerki, einkaleyfi, hönnunarskráningar og viðskiptaleyndarmál eða „know-how“. Undanfarið ár hefur verið unnið að gerð hugverkastefnu og eru drög að henni nú birt til kynningar og umsagnar. Athugasemdir skulu berast í síðasta lagi 24. maí.

Lesa meira

Dómur Hæstaréttar vegna Suðurnesjalínu 2. - 12.5.2016

 • Raflínur

Meirihluti Hæstaréttar felldi í dag úr gildi ákvarðanir sem heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2.

Lesa meira

Ragnheiður Elín á ársfundi alþjóðasamtaka þingkvenna - 6.5.2016

 • Ragnheiður Elín ásamt Majd Shweikeh ráðherra upplýsingamála í Jórdaníu og Guler Turan þingkonu frá Belgíu

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sótti í vikunni ársfund alþjóðasamtaka þingkvenna, Women in Parliaments (WIP), í Amman í Jórdaníu. Á fundinum tók ráðherra þátt í pallborði þar sem sjónum var beint að því hvernig auka megi hlut kvenna í efnahagslífinu en áætlað er að einungis 45% kvenna í heiminum séu þátttakendur á vinnumarkaðinum.

Lesa meira

Rekstrarfélag Stjórnstöðvar ferðamála stofnað - 3.5.2016

 • Vegvísir

Íslenska ríkið og Samtök ferðaþjónustunnar hafa í dag stofnað formlega sérstakt sameignarfélag utan um rekstur Stjórnstöðvar ferðamála. 

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra stýrir umræðum á IMEX ferðakaupstefnunni í Frankfurt - 18.4.2016

IMEX ferðakaupstefnan verður haldin 19-21. apríl en hún er ein stærsta kaupstefna sinnar tegundar í heiminum þar sem megináherslan er lögð á „MICE-markaðinn“, þ.e. þann hluta ferðaþjónustunnar sem snýr að ráðstefnum, hvataferðum, sýningum og viðburðum hvers konar. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun á þriðjudaginn stýra sérstökum umræðum (Politicians Forum) þar sem stjórnmálamenn og forystumenn í ferðaþjónustu ræða samkeppnishæfni landa á þessum markaði.

Lesa meira

Rafmagnsnotkun heimila hefur minnkað um 8% frá 2009 - 18.4.2016

Þökk sé orkusparandi perum og sparneytnari heimilistækjum þá hefur árleg meðaltalsnotkun heimila á rafmagni lækkað úr 4,9 MWh árið 2009 niður í 4,5 MWh árið 2014. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá orkuspárnefndar sem áætlar að orkunotkun hvers heimilis muni lækka niður í 4 MWh á næstu árum.

Lesa meira

Lagt til að endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hækki í 25% - 15.4.2016

Hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 20% í 25%, fimm ára framlenging á endurgreiðslukerfinu og einföldun stjórnsýslu eru helstu nýmælin í frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar sem hún mælti fyrir á Alþingi í gær.

Lesa meira

Sigrún Brynja Einarsdóttir skipuð skrifstofustjóri - 13.4.2016

Ráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Undanfarin átta ár hefur Sigrún Brynja verið forstöðumaður nefndasviðs Alþingis.

Lesa meira

Orkumálaráðherrar ESB- og EFTA-landanna funda - 11.4.2016

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, tók í dag þátt í ráðherrafundi orkumálaráðherra ESB og EFTA landanna í Amsterdam. Á fundinum var rætt um þróun á orkumörkuðum í Evrópu og mikilvægi þess að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa innan Evrópu. 

Lesa meira

Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna fréttaflutnings um eignarhald á Landsneti - 10.4.2016

Á vorfundi Landsnets í síðustu viku kom iðnaðar- og viðskiptaráðherra inn á eignarhald Landsnets í ávarpi sínu. Þar kom fram að árið 2011 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, nefnd í samræmi við ákvæði raforkulaga sem falið var að kanna framtíðarfyrirkomulag eignarhald Landsnets. Sú nefnd skilaði skýrslu til ráðherra í maí 2015 þar sem m.a. er fjallað um mögulega hættu á hagsmunaárekstrum vegna eignarhalds orkufyrirtækja og dreifiveitna á flutningsfyrirtækinu.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur skýrslu um raforkumálefni fyrir Alþingi - 5.4.2016

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði í gær fram á Alþingi skýrslu um stöðu og þróun raforkumála á Íslandi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þegar horft er til næstu þriggja ára stefnir í að eftirspurn eftir raforku verði nokkuð umfram framboð.

Lesa meira

Skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Alþingis um ferðamál - 1.4.2016

 • Frá Skaftafelli

Laust fyrir páska lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram á Alþingi skýrslu um ferðamál þar sem gerð er grein fyrir ýmsum þeim verkefnum sem unnið er að á vettvangi stjórnsýslunnar og í samstarfi við ferðaþjónustuna og sveitarfélög.

Lesa meira

Bætt öryggi ferðamanna - tillögum Stjórnstöðvar ferðamála hrint í framkvæmd - 23.3.2016

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur Stjórnstöðvar ferðamála um aðkallandi aðgerðir á árinu 2016 til að bæta öryggi ferðamanna og um leið almennings í landinu. Aðgerðirnar snúa að málefnasviðum á vettvangi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innanríkisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra og skulu þeir setja þær í forgang og beita sér fyrir því að stofnanir á þeirra málefnasviðum hliðri til eins og frekast er unnt til að tryggja framgang umræddra verkefna.

Lesa meira

Reglulegt millilandaflug eflt á landsbyggðinni - 23.3.2016

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 170 m.kr. til Flugþróunarsjóðs á þessu ári og jafnframt er gert ráð fyrir að sjóðurinn hafi 300 m.kr til ráðstöfunnar á ári næstu ár. Markmiðið með sjóðnum er að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar 647 milljónum - 23.3.2016

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Alls eru veittir styrkir til 66 verkefna hringinn í kringum landið en að þessu sinni var sérstaklega horft til öryggismála og miða 37 verkefnanna að því að bæta öryggi á ferðamannastöðum.

Lesa meira

Skýrsla: Framtíð kyntra veitna og varmadælur - 16.3.2016

Á átta stöðum á landinu þar sem ekki hefur tekist að finna heitt vatn til upphitunar eru reknar kyntar veitur. Í nýrri skýrslu starfshóps sem fór yfir framtíð kyntra veitna og möguleika til nýtingar varmadæla er lagt mat á kosti og galla veitanna. Jafnframt eru settar fram tillögur um það hvernig bæta megi rekstrargrundvöll þeirra.

Lesa meira

Vinnu við að treysta innviði ferðaþjónustunnar miðar vel - 15.3.2016

„Næst á dagskrá er að fylgja þeirri stefnumörkun sem lögð er fram í Vegvísi fyrir ferðaþjónustu. Og í fréttum er það helst að okkur miðar vel á þeirri vegferð að treysta undirstöður og innviði." Þetta var inntakið í ræðu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Ferðaþjónustudegi SAF sem bar yfirskriftina "Næst á dagskrá".

Lesa meira

Öll verkefni Stjórnstöðvar ferðamála aðgengileg á nýjum vef - 13.3.2016

 • Vegvísir

Stjórnstöð ferðamála hefur hleypt af stokkunum nýjum vef  -  stjornstodin.is  -  þar sem gerð er grein fyrir stöðu allra þeirra verkefna sem Stjórnstöðin vinnur að.

Lesa meira

Bætt öryggi ferðamanna - 4.3.2016

 • Vegvísir

Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála kom saman til fundar á miðvikudag í þessari viku. Á fundinum voru ræddar tillögur vinnuhóps á vegum Stjórnstöðvar að bættu öryggi ferðamanna og almennings í landinu, sem unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum.

Lesa meira

Endurskipun hæfnisnefndar - 2.3.2016

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að endurskipa hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta-, nýsköpunar- og ferðamála.

Lesa meira

Sögulegur samningur um eflingu söguferðaþjónustu - 25.2.2016

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) skrifuðu í dag undir saming um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi. 

Lesa meira

Lögregluvakt verður við Reynisfjöru - 10.2.2016

Innanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samráði við lögregluna á Suðurlandi, hafa í ljósi endurtekinna atburða og nú síðast hörmulegs banaslyss í dag við Reynisfjöru ákveðið að frá og með morgundeginum verði þar lögregluvakt. 

Lesa meira

Evrópskir ráðherrar samkeppnismála ræddu m.a. aðgangshindranir á internetinu - 29.1.2016

 • Evrópskir ráðherrar samkeppnismála

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sat í gærmorgun ráðherrafund Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna um samkeppnismál þar sem áhersla var lögð á iðnað og innri markað Evrópu. Fundurinn fór fram í Amsterdam, en Hollendingar fara með forsæti Evrópusambandsins á fyrri hluta þessa árs.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræddi samstarf og ábyrga auðlindanýtingu á norðurslóðum - 26.1.2016

 • Arctic Frontiers 2016

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag þátt í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í Noregi. Ráðherra ávarpaði ráðstefnuna og ræddi um mikilvægi samstarfs um ábyrga auðlindanýtingu á norðurslóðum, hvort sem væri í orkumálum, iðnaði, ferðaþjónustu eða nýtingu fiskistofna.

Lesa meira

Auðveldari skil ársreikninga fyrir 80% fyrirtækja - 21.1.2016

 • Skattar

Einfaldari skil ársreikninga hjá litlum fyrirtækjum, lægri umsýslukostnaður og bætt viðskiptaumhverfi eru helstu markmiðin með breytingum á lögum um ársreikninga sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi í dag.  

Lesa meira

Einstaklingum gert auðveldara að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári - 21.1.2016

 • Hús  (NN – norden.org)

Í kjölfar stóraukins fjölda erlendra ferðamanna hefur það orðið æ algengara að einstaklingar leigja út heimili sín í svokallaðri heimagistingu. Með breytingum á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi í dag verður einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess að sækja um rekstrarleyfi líkt og krafist er skv. núgildandi lögum.

Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki - 19.1.2016

 • Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Vegna breyttra reglna um mótframlag er að nýju auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna.

Lesa meira

Átta nýir löggiltir endurskoðendur - 8.1.2016

Öflugir endurskoðendur eru ein af forsendunum fyrir heilbrigðu viðskiptalífi og í gær veitti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra átta einstaklingum réttindi sem löggiltir endurskoðendur.

Lesa meira