Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál

Aukinn jöfnuður húshitunarkostnaðar - 29.12.2015

 • Húshitun

Frá áramótum mun kostnaður við flutning og dreifingu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem búa á svæðum þar sem ekki er hitaveita lækka verulega og verða niðurgreiddur að fullu frá og með 1. apríl 2016. Þetta er í samræmi við breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitti sér fyrir og samþykkt var á Alþingi sl. vor.

Lesa meira

Nýr áfangi verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“ - 21.12.2015

 • Ráðherrarnir Sigrún Magnúsdóttir, Eygló Harðardóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir við undirritun yfirlýsingarinnar

Þrír ráðherrar hafa undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu um næsta skref verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það meginmarkmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmu húsnæði, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs.

Lesa meira

Skýrsla Hagfræðistofnunar staðfestir jákvæð hagræn áhrif kvikmyndagerðar - 18.12.2015

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram á Alþingi skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi með sérstakri áherslu á svæðisbundin áhrif. Skýrslan var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og sýnir fram meðal annars á að markmið endurgreiðslukerfisins hafa náðst, en þau eru t.d. að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna náttúru landsins of stuðla að aukinni reynslu og þekkingu þeirra sem að framleiðslunni standa.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnir framkvæmdaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja - 17.12.2015

 • REÁ kynnir aðgerðaáætlun

Í dag kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja undir heitinu  Frumkvæði og framfarir. Áætlunin byggir á 22 aðgerðum sem miða að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð.

Lesa meira

Samningur við Íslandsstofu um kynningar- og markaðsstarf á sviði ferðamála endurnýjaður - 17.12.2015

 • Ráðherra ásamt Jóni Ásbergssyni og Ingu Hlín frá Íslandsstofu

Í dag endurnýjaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning ráðuneytisins við Íslandsstofu um kynningar- og markaðsstarf á sviði ferðamála til næstu 3ja ára og gildir hann því út árið 2018. 

Lesa meira

Starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja allt árið eykur arðsemi - 10.12.2015

 • Skýrsluhöfundur, rektor og ráðherra

Meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um arðsemi í ferðaþjónustu er að starfsemi allt árið eykur arðsemi ferðaþjónustufyrirtækja auk þess sem stærð og staðsetning virðist ekki skipta máli. Skýrslan er unnin af Háskólanum í Bifröst fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og byggir hún á viðtölum við forráðamenn ferðaþjónustufyrirtækja vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja til umsagnar - 4.12.2015

 • Nýsköpun

Í ljósi mikillar grósku í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi hefur myndast þörf á að stjórnvöld marki nýjar áherslur til stuðnings við málaflokkinn. Drög að aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja eru nú birt til opinnar umsagnar og er frestur til að skila inn umsögnum til 11. desember n.k. 

Lesa meira

Auður Finnbogadóttir er nýr formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins - 3.12.2015

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Auði Finnbogadóttur sem formann stjórnar Samkeppniseftirlitins í stað Kristínar Haraldsdóttur sem baðst lausnar frá stjórnarsetu. Skipunin gildir frá 1. desember 2015 til 26. ágúst 2017.

Lesa meira

Bætt aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum - 1.12.2015

 • Ferðamálastefna

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra í félagi við félags- og húsnæðismálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra hafa ákveðið að styrkja verkefni um gerð handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila ríkja í Norður-Atlantshafi. Markmiðið er að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum. 

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræddi íslenska ferðaþjónustu á síðdegisfundi í Osló - 26.11.2015

 • Image

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti í dag erindi á fundi á vegum Norsk-íslenska viðskiptaráðsins í Osló. Erindið fjallaði um íslenska ferðaþjónustu og áhrif hennar á íslenskan  efnahag og samfélag.

Lesa meira

Fundaði með orkumálaráðherra Tyrklands - 20.11.2015

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir fundar með orkumálaráðherra Tyrklands

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði í morgun í Istanbúl með Ali Riza Alaboyun, orkumálaráðherra Tyrklands.

Lesa meira

Ráðstefna bandarísku hugveitunnar Atlantic Council um orku- og efnahagsmál í Istanbúl í Tyrklandi. - 19.11.2015

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir í Istanbul 2015
 • Ragnheiður Elín Árnadóttir í Istanbul 2015

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag þátt í pallborðsumræðum um orkumál á ráðstefnunni.

Lesa meira

Menningarlandið 2015: Málþing um tölfræði menningar og skapandi greina - 10.11.2015

 • Menningarlandið Ísland 2015

Mennta- og menningarmálaráðuneyti ásamt atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti standa fyrir málþingi um tölfræði menningar og skapandi greina miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 11 og 15 í Gamla Bíói. 

Lesa meira

Mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í Indónesíu - 10.11.2015

 • Sendinefnd í heimsókn hjá HS Orku

Líkt og Ísland býr Indónesía yfir ríkulegum sjálfbærum orkuauðlindum og eru þeir með mikil áform um virkjun bæði jarðvarma og vatnsafls á næstu árum og áratugum. Sendinefnd frá orku- og auðlindaráðuneyti Indónesíu var í heimsókn á  Íslandi 2. til 3. nóvember sl. í boði iðnaðar- og viðskiptaráðherra og fundaði hún með fulltrúum ráðuneytisins þar sem farið var sérstaklega yfir reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði jarðvarma og hvernig auka mætti samstarf þjóðanna en mikil þörf er á þekkingu og tækni.

Lesa meira

Verkefnisstjórn falið að ræða við bresk stjórnvöld - 6.11.2015

 • Raflínur

Á fundi forsætisráðherra Íslands og Bretlands 28. október var ákveðið að setja af stað vinnu á milli landanna í að kanna mögulega raforkutengingu til Bretlands í gegnum sæstreng og að könnuð yrðu nánar þau efnahagslegu og félagslegu áhrif sem lagning sæstrengs gæti haft í för með sér.

Lesa meira

3.400 íbúðir og herbergi á Íslandi í útleigu á airbnb.com - 6.11.2015

 • Ráðherra og fulltrúar háskólans á Bifröst

Um 4% allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í dag. Í skýrslunni er umfang íbúðagistingar dregið fram og jafnframt settar fram tillögur sem miða að því að einfalda skráningu íbúða í því augnamiði að draga úr skattsvikum og skýra reglur.

Lesa meira

Ráðherra og SAF kynna nýjan Vegvísi í ferðaþjónustu á fundum hringinn í kringum landið - 28.10.2015

 • Vegvísir

Á næstu dögum og vikum munu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Grímur Sæmundsen formaður SAF og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF gera víðreist um landið og kynna á opnum fundum nýja Vegvísinn, stefnumörkun í ferðaþjónustu.

Lesa meira

Vandað, hagkvæmt, hratt - upphafsfundur um hagkvæmt húsnæði - 19.10.2015

 • Byggingaframkvæmdir

Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar hafa boðað til upphafsfundar verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og til upphafsfundarins eru boðnir allir helstu hagsmunaaðilar sem málefnið snertir.

Lesa meira

Reglugerð um störf aðstoðarmanna fasteignasala til umsagnar - 7.10.2015

 • Hús  (NN – norden.org)

Fyrirhugað er að setja reglugerð um störf aðstoðarmanna fasteignasala sbr. 4. málsl. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 70/2015 sem fjallar um hvaða störf megi fela aðstoðarmönnum fasteignasala. Drög að slíkri reglugerð eru hér með sett á vefinn til kynningar og umsagnar.

Lesa meira

Vegvísir í ferðaþjónustu – öflugri atvinnugrein - 6.10.2015

 • Vegvisir

Í dag kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýja ferðamálastefnu. Undanfarin ár hefur fjölgun ferðamanna verið langt umfram spár og væntingar eru um áframhaldandi vöxt greinarinnar. Til að stuðla að farsælli þróun í ferðaþjónustu á Íslandi tóku iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, og Samtök ferðaþjónustunnar höndum saman um mótun stefnu í ferðaþjónustu til lengri tíma með áherslu á sjálfbæra þróun.

Lesa meira

Útsending frá kynningu á nýrri ferðamálastefnu - 6.10.2015

 • Vegvisir

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar munu kynna nýja ferðamálastefnu í dag kl. 14 í Hörpu. Fundurinn er opinn öllum - en áhugasamir sem ekki eiga heimangengt geta horft á fundinn í tölvunni. Útsending frá fundinum.

Lesa meira

Ný ferðamálastefna kynnt á þriðjudaginn - 4.10.2015

 • Ferðamálastefna
"Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið" skrifa Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í sameiginlegri grein í Fréttablaðinu 3. okt. í tilefni af kynningu á nýrri ferðamálastefnu. 
Lesa meira

Vegna fréttar um styrkveitingu Orkusjóðs - 1.10.2015

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um styrkveitingu Orkusjóðs til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóði. Rétt eins og fyrirtæki og einstaklingar, sækja hinar ýmsu rannsókna- og þróunarstofnanir ríkisins um styrki í sjóðina.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði Orkuráðstefnu Norðurslóða - 29.9.2015

 • Arctic Energy Summit

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði í gær Orkuráðstefnu Norðurslóða sem fram fer í Fairbanks í Alaska. Í ræðu sinni talaði Ragnheiður Elín m.a. um mikilvægi þess að nýta auðlindir Norðurslóða á sjálfbæran hátt þannig að komandi kynslóðir geti áfram notið þeirra Norðurslóða sem við þekkjum í dag. 

Lesa meira

Raforkutilskipun ranglega sögð brotin á Íslandi - 25.9.2015

 • Raforuöryggi

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um að „íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir eru sökuð um lögbrot í raforkumálum samkvæmt ESA“ vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. 

Lesa meira

Ragnheiður Elín leggur áherslu á hagnýtingu jarðvarma á fundi orkumálaráðherra ESB og EFTA  - 23.9.2015

 • Orkumálaráðherrar EFTA og ESB

Iðnaðar og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sat í dag fund orkumálaráðherra ESB og EFTA landanna í Lúxemborg. Á fundinum var til umræðu hvernig hægt sé að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa, með markvissari hætti en verið hefur, og hvernig tækninýjungar í orkumálum geti stuðlað að þeirri þróun og leitt til nýrrar virðisaukandi starfsemi. 

Lesa meira

Ákvörðun ESA vísað til EFTA dómstólsins - 16.9.2015

 • ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum þar sem íslensk stjórnvöld hafi ekki lokið við að endurheimta ólögmæta ríkisaðstoð til fimm fyrirtækja innan tilskilins tíma, sbr. fyrri ákvörðun ESA þess efnis. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarna mánuði unnið að innleiðingu ákvörðunar ESA í samráði við stofnunina og umrædd fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að innan mánaðar verði búið að ganga frá endurgreiðslukröfum og ljúka þar með málinu.

Lesa meira

Frumvarp til breytinga á lögum um ársreikninga lagt fram til umsagnar - 16.9.2015

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú á haustþingi leggja fram frumvarp til breytingar á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga. Meginbreytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að einföldun fyrir lítil félög í landinu, að draga úr umsýslukostnaði minnstu félaganna og bæta viðskiptaumhverfi þeirra. 

Lesa meira

Fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum tryggt - 8.9.2015

 • Frá Skaftafelli

Á undanförnum tveimur árum hefur 1.700 m.kr. verið varið til verndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Aldrei hafa jafn miklir fjármunir verið settir í þennan málaflokk. Tæpar  500 m.kr. hafa komið frá gistináttaskatti en 1.230 m.kr. hafa komið í gegnum sérstakar úthlutanir ríkisstjórnarinnar árin 2014 og 2015.

Lesa meira

Ábyrg stjórnun olíuvinnslu - sameiginlegur fundur íslenskra og bandarískra stjórnvalda  - 18.8.2015

Utanríkisráðuneyti Íslands og Bandaríkjanna í samvinnu við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, sendiráð Bandaríkjanna og Orkustofnun, efna til tveggja daga málsstofu í Reykjavík  um ábyrga stjórnun olíu- og gasvinnslu á norðurslóðum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti málstofuna í morgun. Lesa meira

Ségolène Royal á Reykjanesi í boði iðnaðar- og viðskiptaráðherra - 29.7.2015

 • Ségolène Royal og Ragnheiður Elín við Bláa lónir
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ségolène Royal, orku- og umhverfisráðherra Frakklands, áttu í dag hádegisverðarfund í Bláa lóninu. Þetta var í þriðja sinn sem ráðherrarnir hafa fundað, en þeir tveir fyrri áttu sér stað í París fyrr á þessu ári og í fyrra í tengslum við ráðstefnur Fransk-íslenska verslunarráðsins um nýsköpun, ferða- og orkumál.
Lesa meira

Yfirlit yfir þingmál iðnaðar- og viðskiptaráðherra á síðasta þingi - 29.7.2015

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram 16 lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi.  Auk þess lagði hún fram tvær skýrslur og svaraði 31 fyrirspurn frá þingmönnum. 

Lesa meira

Leiga á einkabílum - reglugerð til umsagnar - 8.7.2015

 • Bílar

Ný lög um leigu skráningarskyldra ökutækja voru samþykkt á Alþingi þann 30. júní síðastliðinn en lögin taka nú til dæmis til útleigu á öllum skráningarskyldum ökutækjum ásamt því að veita Samgöngustofu ríkari eftirlitsheimildir með starfsemi leiganna. Einnig er nýmæli að heimila leigu einkabíla að tilstuðlan leigumiðlana, svokallaðra einkaleiga. Ný reglugerð á grundvelli laganna mun fljótlega taka gildi og eru drög að henni nú birt og óskað eftir umsögnum.

Lesa meira

Samkeppniseftirlitið hlýtur viðurkenningu Alþjóðabankans fyrir leiðbeiningar- og málsvarastörf sín á krepputímum - 2.7.2015

 • Samkeppniseftirlit - logo

Á fundi Alþjóðabankans (World Bank) sem haldin var í Washington þann 23. júní sl. var Samkeppniseftirlitinu veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til endurreisnar íslenska hagkerfisins eftir efnahagshrunið 2008 og beitingu samkeppnislaga á krepputímum. Viðurkenningin snýr ekki síst að því hvernig Samkeppniseftirlitið hefur beitt leiðsagnar- og málsvarahlutverki sínu í þessu skyni. 

Lesa meira

Evrópsku nýsköpunarverðlaunin afhent í París - 12.6.2015

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, var í gær viðstödd afhendingu evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem fram fór í París. Verðlaunin eru veitt af evrópsku einkaleyfastofunni og verðlauna framúrskarandi vísindamenn sem hafa með uppfinningum sínum komið fram með byltingarkennda nýja tækni til framþróunar á hinum ýmsu sviðum svo sem líftækni, efnafræði og hugbúnaðartækni.

Lesa meira

Uppbygging hefst á Bakka - 8.6.2015

 • Norðurþing

PCC BakkiSilicon hf. hefur ákveðið að reisa kísilver á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík til framleiðslu á kísilmálmi og er áætluð árleg framleiðslugeta versins 32.000 tonn í fyrri áfanga en fullbyggð er áætluð afkastageta 66.000 tonn.

Lesa meira

Orkuveita Reykjavíkur hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015 - 28.5.2015

 • Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti í dag Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur Hvatningarverðlaun jafnréttismála en OR hefur um árabil unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum fyrirtækisins. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum  - 26.5.2015

 • Frá Skaftafelli

Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein. Vöxtur greinarinnar hefur skapað mörg tækifæri, en einnig áskoranir vegna mikillar ásóknar ferðafólks á viðkvæm náttúrusvæði. Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra tók þátt í ferðamálaráðstefnu í Frankfurt - 20.5.2015

 • MEET IN REYKJAVIK

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti á þriðjudag IMEX ferðakaupstefnuna í Frankfurt sem fer fram dagana 19-21. maí. Var ráðherra boðið sérstaklega til kaupstefnunnar til þátttöku á IMEX 2015 Politicians Forum þar sem rúmlega 30 stjórnmálamenn og um 20 forystumenn úr greininni víðsvegar að úr heiminum komu saman.

Lesa meira

Ráðherra á heimsfrumsýningu Hrúta - 18.5.2015

 • Grímar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson, Theodór Júlíusson og Ragnheiður Elín

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var á föstudaginn viðstödd heimsfrumsýningu íslensku kvikmyndarinnar Hrútar á Cannes-hátíðinni í Frakklandi.

Hátíðin er nú haldin í 68. skipti og er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims. Myndin var valin úr fjögur þúsund kvikmyndum sem ein af þeim 20 sem keppa til Un Certain Regard verðlaunanna í ár.

Lesa meira

Skýrsla um mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku - 12.5.2015

 • Sjávarorka

Fyrir réttu ári samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra var falið að leggja mat á umfang og nýtingarmöguleika sjávarorku við strendur Íslands. Á grundvelli þess var skipaður sjö manna sérfræðingahópur og hefur hann nú skilað greinargerð sinni og kynnti ráðherra hana á fundi ríkisstjórnar í morgun og mun hún í kjölfarið verða lögð fram á Alþingi.

Lesa meira

Skýrsla um eignarhald Landsnets - 5.5.2015

 • Landsnet

Ísland hefur hlotið undanþágu frá tilteknum þáttum í þriðju raforkutilskipun ESB og er af þeim sökum í sjálfsvald sett hvort það hagar eignarhaldi Landsnets áfram með sama hætti og nú eða velur einhverja af þeim þremur leiðum eigendaaðskilnaðar sem tilskipunin kveður á um. Nefnd sem hefur kannað möguleika á breytingum á eignarhaldi Landsnets hf. hefur skilað greinargerð og tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 

Lesa meira

Frumvarp til laga um félagasamtök til almannaheilla til umsagnar. - 5.5.2015

Haustið 2012 skipaði þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra nefnd sem falið var að undirbúa löggjöf um frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa að almannaheillum.

Lesa meira

Aukið orkuöryggi á Vestfjörðum - 29.4.2015

 • Opnun nýs tengivirkis í Bolungarvík

Mikilvægum áfanga í að auka orkuöryggi á Vestfjörðum var fagnað í Bolungarvík í gær. Þá tók iðnaðar- og viðskiptaráðherra formlega í notkun nýja varaaflstöð Landsnets, nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða í Bolungarvík og snjallnetskerfi fyrir Vestfirði – sem er samheiti yfir ýmsar tækninýjungar á sviði flutnings og dreifingar raforku á svæðinu. Verkið tók rúm tvö ár og kostaði um 1,5 milljarð króna en alls hefur Landsnet fjárfest fyrir rúma þrjá milljarða í bættu orkuöryggi vestra á liðnum árum.

Lesa meira

Nýting jarðvarma er mikilvægur liður í loftslagsbaráttunni - 27.4.2015

 • WorldGeothermalCongress 1
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði lokaathöfn heimsráðstefnu Alþjóðlega jarðhitasambandsins í Melbourne í Ástralíu síðastliðinn föstudag. Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti sér kvikmynda- og ferðamál í Ástralíu - 23.4.2015

 • Melbourne - ferðamál 2
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, átti í gær nokkra fundi í Melbourne í Ástralíu um kvikmynda- og ferðamál. Meðal þess sem ráðherra kynnti sér var kvikmyndaendurgreiðslukerfi Ástrala hjá „Film in Victoria“ sem vinna að því að draga kvikmyndaverkefni inn í fylkið. Auk þess ræddi ráðherra við ferðamálayfirvöld fylkisins um stefnumörkunar- og markaðsvinnu í ferðamálum og þær áskoranir sem Ástralía stendur frammi fyrir í þessum málaflokki. Lesa meira

Orkumálaráðherrar Íslands og Nýja-Sjálands funda - 22.4.2015

 • Ragnheiður Elín og Simon Bridges
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði í gær í Melbourne í Ástralíu með Simon Bridges, orkumálaráðherra Nýja-Sjálands. Ráðherrarnir sitja báðir heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins (WorldGeothermal Congress). Á fundinum ræddu ráðherrarnir um stöðu orkumála í löndunum tveimur og mögulegt samstarf þjóðanna.  Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins í Ástralíu - 20.4.2015

 • WorldGeothermalCongress

Þessa vikuna er haldin heimsráðstefna Alþjóða jarðhitasambandsins í Melbourne í Ástralíu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra situr ráðstefnuna en auk hennar eru þar um eitt hundrað Íslendingar. Ráðstefnan er haldin á fimm ára fresti og er hún aðal markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Ísland verður gestgjafaland ráðstefnunnar árið 2020.   

Lesa meira

Borghildur Erlingsdóttir í stjórn framkvæmdaráðs EPO - 17.4.2015

 • EPO
Þátttaka í stjórn framkvæmdaráðsins veitir mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á þróun einkaleyfamála í Evrópu sem mun vafalaust nýtast Einkaleyfastofunni og hagsmunum Íslands í framtíðinni. Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Forseti Íslands ræða nýtingu jarðhita og loftlagsmál við franska ráðherra - 17.4.2015

 • Að loknum fundi með Laurent Fabius

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði ráðstefnu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins um nýtingu jarðhita og möguleika á samstarfi Íslands og Frakklands sem haldin var í París í gær.  Einnig fluttu ávörp forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakklands.  Ráðherrarnir og forsetinn funduðu einnig sérstaklega um það hvernig ríkin tvö geti best starfað saman í aðdraganda COP21 ráðstefnunnar um loftslagsmál sem haldin verður í París í desember, en þar er markmiðið að ræða og efla tæknilausnir sem nauðsynlegar eru til að minnka losun koltvísýrings svo að fyrirsjáanleg hækkun hitastigs verði innan við 2C.

Lesa meira

Hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hefur tífaldast frá 2010 - 14.4.2015

 • Græna orkan

Íslenskt endurnýjanlegt eldsneyti var 23% af heildarmagni endurnýjanlegs eldsneytis sem notað var til samgangna árið 2014 og á síðustu fjórum árum hefur hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til samgangna tífaldast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um þróun orkuskipta í samgöngum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi. Skýrslan er unnin af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Orkustofnun og Grænu orkunni.

Lesa meira

Hrund Gunnsteinsdóttir er nýr stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs - 10.4.2015

 • Tækniþróunarsjóður

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði í dag nýja stjórn Tækniþróunarsjóðs til næstu tveggja ára. Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður H. Magnúsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Samtökum iðnaðins, Grímur Valdimarsson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jakob Sigurðsson, tilnefndur af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs, Pétur Reimarsson og Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, bæði tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.

Lesa meira

Líftæknifyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands - 9.4.2015

 • Ragnheiður Elín og Ágústa Guðmundsdóttir

Líf­tæknifyr­ir­tækið Zy­metech hlaut Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands árið 2015 sem af­hent voru í dag á Ný­sköp­un­arþingi. Fyrirtækið er leiðandi á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf. Ágústa Guðmundsdóttir prófessor og rannsóknastjóri Zymetech veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

Fyrsti fundur nýskipaðs ferðamálaráðs  - 9.4.2015

 • Ferðamálaráð

Nýskipað ferðamálaráð leggur áherslu á að innviðir ferðaþjónustunnar verði styrktir og stoðkerfi atvinnulífsins einfaldað og gert skilvirkara. jafnframt leggur það áherslu á aukna samvinnu og samstöðu hjá aðilum í ferðaþjónustu.

Lesa meira

Húshitunarkostnaður sambærilegur um land allt - 1.4.2015

 • Húshitun - mynd af Norden.org

Kostnaður við flutning og dreifingu rafmagns vegna húshitunar hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma verður að fullu niðurgreiddur frá og með 1. janúar 2016 samkvæmt frumvarpi sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi fyrr í vikunni.

Lesa meira

Fyrstu skrefin í einföldun regluverks í ferðaþjónustu; skráning heimagistingar einfölduð - 1.4.2015

 • Mynd frá Noden.org

Einstaklingum, hjónum og sambúðarfólki verður heimilt að leigja út lögheimili sitt auk einnar annarrar fasteignar í allt að átta vikur á ári samkvæmt frumvarpi sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi til breytinga á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Lesa meira

Ábyrgðin er okkar allra - 26.3.2015

 • Ragnheiður Elín og Grímur Sæmundsen formaður SAF

Í ræðu við opnun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra áherslu á að ríkið, sveitarfélög, einkaaðilar og ferðaþjónustan bæru öll sameiginlega ábyrgð á verndun og uppbyggingu á ferðamannastöðum. Vissulega væru skoðanir skiptar en hagsmunaárekstrar megi ekki koma í veg fyrir að niðurstaða náist.

Lesa meira

ESA sátt við samninga um sölu og flutning raforku til kísilvers í Helguvík - 25.3.2015

 • ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokið mati á samningum Landsvirkjunar og Landsnets við United Silicon um sölu og flutning raforku og er niðurstaðan sú að þeir feli ekki í sér ríkisaðstoð.

Lesa meira

Ívilnanir til nýfjárfestinga eru almennar og gera ekki upp á milli fyrirtækja eða atvinnugreina - 18.3.2015

Nokkrar leiðréttingar í framhaldi af umfjöllun Kastljóss gærkvöldsins um fjárfestingasamning við Matorku. Lesa meira

Allar atvinnugreinar eru jafnar fyrir lögum um ívilnanir - 16.3.2015

Í Viðskiptablaðinu þann 12. mars 2015 er fjallað um fjárfestingasamning sem nýlega var undirritaður við fyrirtækið Matorku vegna nýrrar fiskeldisstöðvar í Grindavík, þar sem veittar eru ákveðnar skilgreindar ívilnanir til nýfjárfestingarinnar. Í tilefni af þessari umræðu vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka skýrt fram að hvoru tveggja lögin um ívilnanir og framkvæmd þeirra tryggja jafnræði atvinnugreina þegar kemur að veitingu ívilnana.

Lesa meira

Gleðilegan HönnunarMars - 12.3.2015

 • HönnunarMars

Hönnunarmars verður settur í sjöunda sinn í dag og fram á sunnudag mun Reykjavík iða af vel hönnuðu lífi og fjöri. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. Ríflega í 100 viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar; þar á meðal sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. 

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Los Angeles að kynna Ísland sem tökustað fyrir kvikmyndir - 6.3.2015

 • Sýningarbás Íslands

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti í þessari viku AFCI Location Show í Los Angeles. Sýningin er árleg og þangað koma fulltrúar frá ýmsum löndum til að kynna sín svæði til kvikmyndagerðar. Film in Iceland skrifstofan sem starfar innan Íslandsstofu hefur kynnt Ísland sem tökustað fyrir kvikmyndaframleiðslu á sýningunni á annan áratug með góðum árangri eins og fjöldi verkefna síðustu ára bera vitni um.

Lesa meira

Tvíhliða fjárfestingasamningur áritaður í Skopje - 6.3.2015

 • Samningur við Makedóníu

Tvíhliða fjárfestingasamningur milli Íslands og Makedóníu (FLJM) var áritaður í Skopje í gær, en fyrir Íslands hönd árituðu fulltrúar utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta samninginn. Tilgangur hans er að hvetja til og stuðla að aukinni fjárfestingu milli landanna. 

Lesa meira

Kolvetnisrannsóknarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum - 6.3.2015

Kolvetnisrannsóknarsjóður er mennta- og rannsóknasjóður í tengslum við kolvetnisstarfsemi á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015 Lesa meira

Er Ísland tilbúið fyrir næstu iðnbyltingu? Ræða iðnaðarráðherra á Iðnþingi 2015 - 5.3.2015

 • Iðnþing 2015

Iðnþing Samtaka iðnaðarin var haldið í dag og í ávarpi sínu sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra að "íslenskt atvinnulíf og samfélag hafi alla burði til að standast áskoranir nýrra tíma - og fyrir vikið tryggja að hér höldum við áfram að byggja upp samfélag sem í efnahag og velferð stenst þær væntingar sem þjóðin gerir." 

Lesa meira

Orkuskipti í samgöngum eru ótvírætt framfaraskref - 5.3.2015

Árið 2011 var samþykkt á Alþingi stefnumótun varðandi aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa þar sem m.a. er kveðið á um að árið 2020 skuli hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum vera 10%.  Helstu röksemdir lutu að því að minnka hlut jarðefnaeldsneytis og leggja þannig lóð á vogarskálar umhverfisverndar, uppbyggingu innlendrar eldsneytisframleiðslu, gjaldeyrissparnaðar og aukins orkuöryggis sem felst í því að við verðum minna háð innfluttri orku.

Lesa meira

Fjárfestingarsamningur við Matorku um fiskeldisstöð í Grindavík undirritaður - 27.2.2015

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Páll Einarsson

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingarsamning við Matorku ehf. vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík. Áætlað er að framleiðsla hefjist á þessu ári og fullum afköstum verði náð á árinu 2016. Áætluð ársframleiðslugeta er 3.000 tonn af eldisfiski og mun framleiðslan skapa 40 varanleg störf.

Lesa meira

Þriggja milljóna króna styrkur til Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu - 27.2.2015

 • Rögnvaldur Guðmundsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, skrifuðu í dag undir samning um 3 m.kr. styrk frá ráðuneytinu til samtakanna. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun sögutengdrar ferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi þjóðarinnar.

Lesa meira

Nýtt ferðamálaráð skipað - 25.2.2015

 • Þórey Vilhjálmsdóttir

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára.

Formaður ráðsins er Þórey Vilhjálmsdóttir og varaformaður Páll Marvin Jónsson. Þau eru skipuð án tilnefningar.

Lesa meira

Rúmum 175 milljónum úthlutað úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða - 24.2.2015

 • Frá Skaftafelli

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir alls 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Lesa meira

Rafræn viðskipti rædd á aðalfundi ICEPRO þriðjudaginn 24. febrúar - 23.2.2015

 • IcePro
Aðalfundur ICEPRO 2015 verður haldinn á Snæfelli, Hótel Sögu þriðjudaginn 24. febrúar kl. 12. ICEPRO er samstarfsvettvangur um rafræn viðskipti. Þar sitja við sama borð opinberir aðilar, fyrirtæki og aðilar úr upplýsingatæknigeiranum og miðla af reynslu, setja stefnu, skilgreina ferli og sannreyna tækni.  Lesa meira

EFTA dómstóllinn átelur að tvær tilskipanir hafi ekki verið innleiddar - 28.1.2015

 • Dómstóll EFTA

Í dag kvað EFTA dómstóllinn upp tvo dóma í málum gegn íslenskum stjórnvöldum varðandi innleiðingu á tilskipunum ESB. Annars vegar tilskipun um kröfur varðandi visthönnun orkutengdra vara (tilskipun 2009/125/EB) og hins vegar varðandi tilskipun um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum (tilskipun 2011/7/EB). Samkvæmt dómunum höfðu íslensk stjórnvöld, á þeim tíma sem málin voru höfðuð, ekki innleitt tilskipanirnar með fullnægjandi hætti.

Lesa meira

Opinn fundur í Reykjavík um náttúrupassa, þriðjudaginn 27. jan. kl. 17 á Grand hótel - 26.1.2015

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir
Af hverju náttúrupassi?

er yfirskrift á fundum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur haldið hringinn í kringum landið á síðustu vikum. Nú er komið að höfuðborginni og næsti fundur er haldinn á Grand hótel á morgun (þriðjudag 27. janúar) kl. 17.

Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Lesa meira

Árleg skýrsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum - 9.1.2015

 • Raforuöryggi

Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál og sérstakur starfshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur það hlutverk að meta leiðir til að bæta þar um hefur skilað árlegri skýrslu sinni. Ítarleg umfjöllun er um styrkingu flutnings- og dreifikerfisins á Vestfjörðum ásamt möguleikum á uppbyggingu virkjanakosta í héraði. Fram kemur í skýrslunni að almennt hafi bilunum á línum á Vestfjörðum farið fækkandi síðan 2009.

Lesa meira

Ragnheiður Elín heldur opna fundi um náttúrupassa á Akureyri, Blönduósi, Egilsstöðum og Borgarnesi - 6.1.2015

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Á næstu dögum og vikum mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gera víðreist um landið til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum.

„Af hverju náttúrupassi?“ er yfirskriftin á fundunum en á þeim mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.

Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og er fólk hvatt til að mæta.

Lesa meira