Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál

„Ísland - allt árið“ heldur áfram næstu tvö ár. Ríkið leggur fram allt að 200 milljónir á næsta ári. - 18.12.2014

 • Ísland allt árið hópurinn
Í dag skrifuðu aðstandendur markaðsverkefnisins Ísland - allt árið undir nýjan samning sem gildir út árið 2016. Stjórnvöld munu leggja til allt að 200 milljónir á ári gegn jafn háu mótframlagi frá samstarfsaðilunum; Icelandair, Landsbankanum, Reykjavíkurborg og Samtökum ferðaþjónustunnar. Lesa meira

Náttúrupassinn skeggræddur á Selfossi. Skoðanamunurinn vel brúanlegur! - 12.12.2014

 • Selfossfundur um náttúrupassa 7

Það voru líflegar umræður um kosti og galla náttúrupassa á opnum fundi í Tryggvaskála á Selfossi á fimmtudaginn. Vissulega voru skoðanir skiptar - en það er þó ekki lengra en svo á milli manna að skoðanamunurinn er vel brúanlegur. Meginatriðið er að náttúra Íslands og ferðaþjónustan geti blómstrað hlið við hlið.

Lesa meira

Ragnheiður Elín heldur opna fundi um náttúrupassa - Selfoss í dag kl. 17 - 11.12.2014

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Af hverju náttúrupassi?“ er yfirskrift á opnum fundum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun halda víðs vegar um landið á næstunni.

Fyrsti fundurinn er í dag, fimmtudaginn 11. desember, í Tryggvaskála á Selfossi.

Lesa meira

Náttúrupassa er ætlað að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og verndun íslenskrar náttúru - 9.12.2014

 • Skaftafell

Markmið frumvarpsins er að afla nægjanlegs fjármagns til að stórauka nauðsynlega uppbyggingu, viðhald og verndun á ferðamannastöðum og efla um leið öryggismál ferðamanna.

Lesa meira

Uppbygging innviða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík - 5.12.2014

 • Helguvík

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra áform um uppbyggingu innviða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þar er fyrirhuguð veruleg nýfjárfesting í atvinnustarfsemi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur verið unnið að verkefnum þessu tengdu og má þar nefna fjárfestingarsamninga sem undirritaðir voru fyrr á árinu við félögin Thorsil og United Silicon um kísilmálmverksmiðjur. Verði þessi áform að veruleika munu þau hafa í för með sér jákvæð þjóðhagsleg, samfélagsleg og efnahagsleg áhrif.

Lesa meira

„Ég sá inn í framtíðina og hún er björt“ - Ragnheiður Elín heimsækir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki - 2.12.2014

 • Apon

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gerði víðreist sl. fimmtudag þegar hún ásamt fulltrúm ráðuneytisins heimsótti 19 nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. „Það er ómetanlegt fyrir mig sem ráðherra nýsköpunarmála að sjá og sannreyna nýsköpunarkraftinn og  hugmyndaauðgina sem einkennir þessi fyrirtæki og ræða við forsvarsmenn þeirra hvernig stuðningsumhverfið hefur nýst þeim og hvernig við getum bætt enn frekar umhverfi nýsköpunar og framfara.“

Lesa meira

"Ísland - allt árið", auglýst eftir samstarfsaðilum  - 2.12.2014

 • Inspired by Iceland

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs. 

Lesa meira

Náttúrupassa er ætlað að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og verndun íslenskrar náttúru - 28.11.2014

 • Skaftafell

Markmið frumvarps um náttúrupassa er að afla nægjanlegs fjármagns til að stórauka nauðsynlega uppbyggingu, viðhald og verndun á ferðamannastöðum og efla um leið öryggismál ferðamanna.

Lesa meira

Viljayfirlýsing milli Íslands og Nikaragúa um hagnýtingu endurnýjanlegra orkugjafa - 19.11.2014

 • Skrifað undir viljayfirlýsingu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Nikaragúa á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku.

Lesa meira

Jöfnun á flutningi og dreifingu á raforku til húshitunar - 18.11.2014

Á fundi ríkisstjórnar í fyrri viku var samþykkt tillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að á fjárlögum fyrir árið 2015 verði 91,5 m.kr. bætt við niðurgreiðslur til húshitunar til að bregðast við fyrirhuguðum hækkunum á kostnaði við rafhitun húsnæðis í þéttbýli. Þær hækkanir má rekja annars vegar til fyrirhugaðra breytinga á neðra þrepi virðisaukaskatts og hins vegar upptöku jöfnunargjalds á raforku, frá og með áramótum, en því gjaldi er ætlað að fjármagna fulla jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku í dreifbýli og þéttbýli.

Lesa meira

Ragnheiður Elín fer fyrir sendinefnd orku- og verkfræðifyrirtækja til Nicaragua - 14.11.2014

 • Fáni Nicaragua

Dagana 16. til 20. nóvember mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiða sendinefnd fyrirtækja á sviði orkumála og verkfræði til Managua í Nicaragua. Tilgangur ferðarinnar er að kynna íslensk fyrirtæki og tæknilausnir fyrir heimamönnum og skoða þá möguleika á samstarfi sem stjórnvöld í Nicaragua hafa boðið upp á.

Lesa meira

Norræna ráðherranefndin vill efla nýsköpun og bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækja - 13.11.2014

 • Ráðherrafundur um atvinnumál

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, stýrði fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um atvinnumál í gær. Á fundinum voru ræddar sameiginlegar áherslur Norðurlandanna og má þar nefna frumkvöðlastarf og nýsköpun, einföldun regluverks, ferðaþjónustu og hvernig Norðurlöndin geti aukið útflutning sinn.

Lesa meira

Orkumálaráðherrar Norðurlandanna leggja áherslu á aukinn hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum - 13.11.2014

 • Norrænir orkumálaráðherrar

Ráðherrafundur orkumálaráðherra Norðurlandanna var haldinn í gær í Keflavík undir forsæti Ragnheiður Elín Árnadóttir. Ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á mikilvægi þróunar grænna tæknilausna og þess að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum jafnt á lofti, láði og legi.

Lesa meira

Sjö norrænir ráðherrar funda í Keflavík 12. nóvember - 9.11.2014

 • Norden

Norræna ráðherranefndin um atvinnu-, orku- og byggðamál (MR-NER) fundar í Hljómahöllinni í Keflavík miðvikudaginn 12. nóvember. Í tengslum við fundinn verður haldin tveggja daga ráðstefna þar sem fjallað verður um nýsköpun í lífhagkerfinu og byggðamál.

Lesa meira

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um raflínur - 22.10.2014

 • Raflínur

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Bæði þessi þingmál lúta að flutningskerfi raforku og voru drög að þeim áður birt á heimasíðu ráðuneytisins (27. júní og 19. ágúst) og var öllum gefið færi á að senda inn umsagnir og ábendingar. 

Lesa meira

Innleiðing tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum - frumvarp liggur fyrir Alþingi - 15.10.2014

 • ESA
Í dag tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að stofnunin hafi stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna óinnleiddrar tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum. Tilskipunin er hluti af víðtækari löggjöf sem sett er til að stuðla að orkusparnaði. Frumvarp til laga um innleiðingu á umræddri tilskipun var samþykkt í ríkisstjórn fyrr á þessu ári og var hún lögð fram á á Alþingi þann 15. september. Lesa meira

Staðlar jafna samkeppni - Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag - 14.10.2014

 • Staðlaráð

Alþjóðlegi staðladagurinn er haldinn í dag, 14. október. Markmiðið með honum er að vekja athygli á mikilvægi staðla og staðlastarfs. Þema staðladagsins í ár er “Staðlar jafna keppnina”, sem vísar m.a. til þess að alþjóðlegir staðlar örva viðskipti, ryðja úr vegi tæknilegum viðskiptahindrunum og jafna þannig samkeppnina. 

Lesa meira

Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu - 10.10.2014

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. Lesa meira

Mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu - 10.10.2014

 • Frá Skaftafelli

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að setja í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í öflugu samstarfi stjórnvalda, Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og annarra hagsmunaaðila. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir íslenska ferðaþjónustu og stuðla að samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Stefnt er að því að niðurstöður vinnunnar liggi fyrir í maí á næsta ári. 

Lesa meira

Styrkir til áhugahópa og faglegs starfs - 10.10.2014

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 10. nóvember 2014

Lesa meira

Ákvörðun ESA um endurkröfu ríkisaðstoðar - 8.10.2014

 • ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð þegar gerðir voru fjárfestingarsamningar við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsla. Umræddir fjárfestingarsamningar voru gerðir á tímabilinu frá 2010 til 2012 á grundvelli laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þau lög féllu úr gildi í lok árs 2013 en ESA hafði í október 2010 samþykkt þá löggjöf sem lögmætt ríkisaðstoðarkerfi. Niðurstaða ESA snýr því að framkvæmd laganna að því er þessa samninga varðar.

Lesa meira

Fundur orkumála ráðherra ESB og EFTA. - 6.10.2014

 • Evrópskir orkumálaráðherrar

Á fundinum var m.a. til umræðu hvernig unnt sé að efla orkuöryggi í Evrópu og innri markað fyrir raforku.

Lesa meira

Fjárfestingarsamningur um byggingu sólarkísilverksmiðju undirritaður - 26.9.2014

 • Ragnheiður Elín og Terry Jester CEO Silicor Materials

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingarsamning við Silicor Materials hf. um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. Við sama tilefni undirritaði ráðherra jafnframt yfirlýsingu um sókn á sviði nýsköpunar á sviði efnistækni, m.a. ál- og kísilvinnslu.

Lesa meira

Skýrsla Orkustofnunar um starfsemi raforkueftirlits - 22.9.2014

 • Skýrsla OS um raforkueftirlit

Orkustofnun hefur skilað til iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýrslu í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 um starfsemi raforkueftirlits. Gerð er grein fyrir starfsemi stofnunarinnar sem lýtur að eftirlitsþáttum með raforkufyrirtækjum vegna áranna 2011 til og með 2013. 

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og framkvæmdastjóri orkumála innan ESB standa fyrir jarðhitahringborði í Brussel - 19.9.2014

 • Ragnheiður Elín og Gunther Oettinger

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag þátt í hringborðsumræðum í Brussel um möguleika á sviði jarðvarma í Evrópu. Fundurinn var skipulagður af íslenskum stjórnvöldum og Gunther Oettinger, framkvæmdastjóra orkumála innan ESB. Fulltrúar frá fjölda íslenskra fyrirtækja á þessu sviði tóku þátt í fundinum, auk sérfræðinga víða að úr Evrópu.

Lesa meira

Fundað um viðbúnað Landsnets, Landsvirkjunar, Veðurstofu og fleiri aðila vegna eldsumbrotanna - 19.9.2014

 • Neyðarsamstarf-raforkukerfisins
Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku. Í vikunni fundaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra með þessum aðilum um viðbúnað í raforkukerfinu vegna umbrotanna í og við Vatnajökul. Lesa meira

Unnið að svari til ESA vegna raforkutilskipunar ESB - 4.9.2014

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um að íslensk stjórnvöld hafi „trassað“ að innleiða raforkutilskipun ESB í rúm sjö ár vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lesa meira

Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði - 3.9.2014

 • Nýtt tengivirki tekið í notkun

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag formlega í notkun nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Nýja tengivirkið er staðsett á iðnaðarsvæðinu á Skeið, innan við Ísafjarðarkaupstað, og er um samstarfsverkefni Landsnets og Orkubús Vestfjarða að ræða. Framkvæmdir hófust haustið 2013 og var heildarkostnaður um hálfur milljarður króna.

Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um orku- og olíumál í Stavangri - 28.8.2014

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti dagana 25. og 26. ágúst ráðstefnu ONS (Offshore Northern Seas) í Stavangri í Noregi. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu og sýningu sem haldinu hefur verið árlega í 40 ár. Á ráðstefnunni var rætt um stöðu og framtíðarhorfur á sviði olíuleitar og -vinnslu, sem og þróun orkumála almennt í heiminum og tók ráðherra þátt í umræðum um þau mál. Lesa meira

Ragnheiður Elín fundar með orku- og olíumálaráðherra Noregs - 25.8.2014

 • Ragnheiður Elín og Tord André Lien

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun í dag og á morgun sækja alþjóðlega ráðstefnu og sýningu um orku- og olíumál í Stavangri í Noregi. Um er að ræða eina stærstu ráðstefnu í heimi á þessu sviði og hefur hún verið haldin árlega í 40 ár.

Lesa meira

Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, til umsagnar. - 19.8.2014

Á komandi haustþingi hyggst iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Lesa meira

Skilaboð Vestfirðinga til iðnaðar- og viðskiptaráðherra voru skýr - 18.8.2014

 • True West

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gerði víðreist um Vestfirði í síðustu viku,  heimsótti fjölda fyrirtækja og fundaði með sveitastjórnum. Það dylst engum sú mikla uppbygging og sóknarhugur sem á sér stað á Vestfjörðum sér í lagi hvað varðar fiskeldi og ferðaþjónustu. Skilaboð Vestfirðinga voru skýr; ríkisvaldið þarf að tryggja að íbúar Vestfjarða sitji við sama borð og íbúar annarra landshluta varðandi samgöngur, orkumál og aðra innviði samfélagsins. Þá munu þeir eflast og dafna og treysta þjóðarhag.

Lesa meira

Engin framúrkeyrsla hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - 12.8.2014

Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga um framúrkeyrslu ríkisstofnanna á fyrri hluta ársins vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka skýrt fram að útgjöld Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eru innan fjárheimilda. 

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsækir fyrirtæki og framtaksfólk á Vestfjörðum - 12.8.2014

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun gera víðreist um Vestfirði næstu þrjá dagana en þá mun hún heimsækja fjölda fyrirtækja á svæðinu og funda með heimamönnum um uppbyggingu atvinnulífs og annað sem horfir til framfara í landshlutanum.

Lesa meira

Drög að frumvarpi um kerfisáætlun til umsagnar - 27.6.2014

 • Raflínur
Á komandi haustþingi hyggst iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggja fram frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður með ítarlegum hætti á um hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. 
Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 20. ágúst 2014.
Lesa meira

17,5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði til framúrskarandi hönnuða og arkitekta - 5.6.2014

 • Ánægðir styrkhafar
Meginhlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Veittir voru styrkir til margvíslegra verkefna; þróunar og rannsókna, verkefna- og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Lesa meira

Frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja til umsagnar og mikilvægi þess að tryggja öryggi ferðamanna og vegfarenda. - 3.6.2014

Iðnaðar og viðskiptráðherra lagði fram á 143. löggjafarþingi frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja sem leysa eiga af hólmi núgildandi lög um bílaleigur, nr. 64/2000. Frumvarpið náði ekki fram að ganga og verður því lagt fyrir að nýju á hausti komandi.

Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síður en 30. júní 2014.

Lesa meira

Samstarf stjórnvalda og fyrirtækja um öfluga íslenska markaðssókn í Norður-Ameríku - 2.6.2014

 • Iceland naturally samningur

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning um markaðs- og kynningarverkefni í Norður–Ameríku undir heitinu Iceland Naturally. Auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru Icelandic Group, Icelandair, Bláa lónið, ISAVIA, Reyka Vodka, Icelandic Glacial Water, Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið aðilar að samningnum.

Lesa meira

Rúmlega 380 milljónum úthlutað til uppbyggingar á ferðamannastöðum í sumar - 30.5.2014

 • Frá Skaftafelli

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alls er úthlutað styrkjum til 88 verkefna um land allt sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða og þola ekki bið. 

Lesa meira

Fjárfestingarsamningur vegna kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík undirritaður - 30.5.2014

 • Thorsil undirritun
Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á þessu ári og miðað er við að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur í byrjun árs 2017.  Lesa meira

Samstarfshópur um raforkumálefni á Norð-Austurlandi - 29.5.2014

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað samstarfshóp til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Norð-Austurlandi og er hann skipaður fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu, RARIK, Norðurorku, fulltrúa fyrirtækja á svæðinu, Landsneti og Orkustofnun. Lesa meira

Skýrsla um einföldun starfsumhverfis og regluverks í ferðaþjónustu á Íslandi ... og 5 tillögur þar að lútandi! - 28.5.2014

 • Ráðherra og hópurinn að baki skýrslunni

Í samræmi við áherslu ríkisstjórnarinnar um einfaldara regluverk fól iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ferðamálastofu að skoða starfsumhverfi ferðaþjónustunnar með það að markmiði að auðvelda og einfalda umhverfið eins og kostur er, hvort sem það er með einföldun á leyfisferlum, skipulagi og verkferlum í kringum þau eða annarri umgjörð um starfsemi ferðaþjónustunnar.

Lesa meira

Frumvarp um ríkisolíufélag til almennrar umsagnar - 28.5.2014

Á nýliðnu vorþingi lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram til kynningar frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi. Samkvæmt frumvarpinu er ráðherra heimilt að stofna opinbert hlutafélag sem verður að fullu í eigu ríkisins og hefur það að markmiði að gæta hagsmuna íslenska ríkisins vegna þátttöku þess í kolvetnisstarfsemi, sem nánar er fjallað um í lögum nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis Lesa meira

Rio Tinto Alcan á Íslandi hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2014 - 27.5.2014

 • Ragnheiður Elín og Rannveig Rist

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti í dag Rannveigu Rist forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Lesa meira

Ríflega 350 milljóna framlag til framkvæmda á ferðamannastöðum í sumar - 24.5.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun ríflega 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í sumar. Um er að ræða sérstaka úthlutun vegna verkefna sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða og ekki eru talin þola bið.

Lesa meira

Framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega - 22.5.2014

 • Vísinda- og tækniráð

Á fundi Vísinda- og tækniráðs, sem haldinn var í dag, var samþykkt aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár. Í kjölfarið verður auknu fjármagni varið í þennan málaflokk. Stórauka á fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF) og verði sambærilegar því besta sem þekkist innan OECD. Aðgerðunum er sömuleiðis ætlað að laða fram aukna fjárfestingu fyrirtækja í vísindum og nýsköpun.

Lesa meira

Undirbúningur er hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum - 20.5.2014

 • Að lokinni álundirritun

Á árs­fundi Sa­máls í dag var skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um stofn­un á rann­sókn­ar­setri í áli og efn­is­vís­ind­um. Það var Ragn­heiður Elín iðnaðarráðherra og full­trú­ar Há­skól­ans í Reykja­vík, Há­skóla Íslands, Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar og Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda, sem und­ir­rituðu samn­ing­inn.

Lesa meira

Ríkisstjórnin í samstarfi við orkufyrirtæki og Íslandsstofu um að efla beina erlenda fjárfestingu - 16.5.2014

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að leggja 25 m.kr. í átak sem unnið verður í samstarfi við Íslandsstofu og raforkufyrirtæki til að laða til landsins beinar erlendar fjárfestingar. Er þetta liður í þeirri sókn í atvinnumálum og fjárfestingum sem ríkisstjórnin hefur boðað.

Lesa meira

244 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - 7.5.2014

 • Frá Skaftafelli

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2014. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir samtals rúmar 244 milljónir króna til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Lesa meira

ESA gefur út nýjar leiðbeinandi reglur um ríkisstuðning við kvikmyndagerð - 7.5.2014

 • ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nýlega tekið upp breytingar á leiðbeinandi reglum (guidelines) um endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar. Skulu EFTA ríkin aðlaga gildandi ríkisstyrkjakerfi vegna kvikmyndaframleiðslu að þessum nýju reglum ESA innan tveggja ára.

Lesa meira

Nýtt skipurit ANR miðar að einföldun og auknum styrk - 2.5.2014

 • Skipurit ANR-2014

Breytingarnar koma í kjölfar hagræðingaraðgerða sem gripið var til í upphafi ársins og eru markmið þeirra að einfalda skipulag, auka hagkvæmni og styrkja hverja skrifstofu.

Lesa meira

Ragnheiður Elín Árnadóttir fundaði í París - 30.4.2014

 • Ségolène Royale og Ragnheiður Elín

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra var í París í upphafi vikunnar. Ráðherra átti þar fundi með tveimur frönskum ráðherrum þar sem m.a. voru rædd orkumál og málefni tengd atvinnusköpun og fjárfestingu. Auk þess hélt hún ræðu á aðalfundi Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og ráðstefnu á þess vegum um nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Þá féll það í hennar skaut að opna sýningu á listaverkum ERRÓ í höfuðstöðvum UNESCO.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ásamt forystumönnum íslenskrar fatahönnunar á Copenhagen Fashion Summit - 24.4.2014

Ragnheiður Elín, Gunnar og HallaRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sækir í dag Copenhagen Fashion Summit ráðstefnuna sem haldin er í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn í þriðja sinn.

Lesa meira

Stórbætt tölfræði um ferðaþjónustuna - 16.4.2014

 • Samningur um ferðaþjónustureikninga handsalaður

Hagstofan mun hér eftir halda utan um gerð ferðaþjónustureikninga en mikil vöntun hefur verið á tölfræði er varðar efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar og samanburður við önnur lönd verið erfiður. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri skrifuðu í dag undir samning þessa efnis og er hann til þriggja ára.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra með frumvarp um ívilnanir vegna nýfjárfestinga - 15.4.2014

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Markmið laganna er að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri, bæta samkeppnishæfni Íslands og styrkja byggðaþróun. 

Lesa meira

Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 - 10.4.2014

Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar með viðskiptavini í fjórtán löndum. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður - 9.4.2014

 • Undirritun samnings við United Silicon

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingarsamning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Um er að ræða nýfjárfestingarverkefni sem hljóðar upp á 74 millj. evra, eða tæplega 12 milljarða íslenskra króna. 

Lesa meira

Greinargerð starfshóps um hagnýtingu internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar - 1.4.2014

 • Jón Þór Ólafsson
Starfshópur sérfræðinga úr atvinnulífinu og frá hinu opinbera undir forystu Jóns Þórs Ólafssonar alþingismanns hefur lagt fram greinargerð ásamt tillögum um það hvernig við best nýtum þau tækifæri sem internetið gefur okkur til efnahagslegra og samfélagslegra framfara.
Lesa meira

Samstarfsáætlun Þróunarsjóðs EFTA á sviði jarðvarma á Azoreyjum kynnt - 31.3.2014

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir og Vasco Alves Cordeiro
Í gær var samstarfsáætlun Þróunarsjóðs EFTA á sviði jarðvarma á Azoreyjum kynnt. Af því tilefni ávarpaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ráðstefnu sem haldin var á eynni Terceira á Azoreyjum. Lesa meira

Dreifing og flutningur á raforku í dreifbýli lækkar um allt að 20% frá og með 1. apríl 2014. Lækkun að meðaltali 3% í þéttbýli vegna hækkunar á niðurgreiðslum. - 31.3.2014

 • Flutningur raforku
Allt frá því að ný raforkulög tóku gildi árið 2005, með aðskilnaði orkufyrirtækja í dreifiveitur og sölufyrirtæki, hefur dreifikostnaður í dreifbýli hækkað langt umfram það sem þekkist í þéttbýli. Stjórnvöld hafa leitað leiða til að lækka raforkuverð í dreifbýli til jafns við það verð sem er hæst í þéttbýli. Fyrir Alþingi  liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir að dreifbýlisframlagið hækki á næstu þremur árum. Lesa meira

Lagt til að Hvammsvirkjun fari í orkunýtingarflokk - 28.3.2014

Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) leggur til að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Verkefnisstjórnin hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu sinni að afloknu 12 vikna almennu umsagnarferli sem lauk 19. mars sl. Eftir samráð umhverfis- og auðlindaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra var tillagan lögð óbreytt fyrir ríkisstjórn í morgun sem samþykkti að leggja hana fram á Alþingi.

Lesa meira

Gleðilegan HönnunarMars! - 27.3.2014

 • HönnunarMars

HönnunarMars hefst í dag og stendur til sunnudags. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bjóða til yfir 100 viðburða, innsetninga og sýninga víða um borg yfir hátíðardagana. Gleðilega hátíð!

Lesa meira

Ræða iðnaðar- og viðskiptaráðherra á opnum fundi Landsnets um uppbyggingu raforkuflutningakerfisins - 21.3.2014

 • Ráðherra á fundi Landsnets
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði m.a. í ræðu sinni: "Ég lít svo á að okkur beri skylda til að gaumgæfa vel öll sjónarmið í umræðunni, rökræða málin, fá fram nýjustu og bestu vísindalegu upplýsingar og reyna síðan í sameiningu að móta stefnu til framtíðar sem byggir á skynsemi og ábyrgð út frá sameiginlegum hagsmunum okkar." 
Lesa meira

Iðnaðarráðherra fundar með orkumálaráðherra Bretlands - 10.3.2014

 • Michael Fallon og Ragnheiður Elín

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, átti í dag fund með orkumálaráðherra Bretlands, Michael Fallon. Á fundinum ræddu ráðherrarnir mögulegt samstarf á milli þjóðanna á sviði orkumála, m.a. með vísan til viljayfirlýsingar sem undirrituð var í maí 2012. 

Lesa meira

Samingur um eflingu söguferðaþjónustu  - 4.3.2014

 • Undirskrift samnings um söguferðaþjónustu

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) skrifuðu föstudaginn undir saming um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Ráðuneytið mun styrkja samtökin um 3 milljónir króna 2014 til að vinna að þessu verkefni og verður árangur metinn í árslok. 

Lesa meira

Eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 - 26.2.2014

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur, á grundvelli 23. gr. raforkulaga, heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám í ákveðnum jörðum á Suðurnesjum vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Lesa meira

Nýr árangursstjórnunarsamningur við Nýsköpunarmiðstöð byggir á skýrri sýn og miklum metnaði - 26.2.2014

 • Þorsteinn Ingi og Ragnheiður Elín

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands gengu í dag frá árangursstjórnunarsamningi til ársins 2018 sem byggir á nýlegri stefnumörkun varðandi stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki og áherslu í rannsóknum og tækniþróun. Í samningnum eru sett fram skilgreind og vel mælanleg markmið þannig að kúrsinn er bæði skýr og klár. 

Lesa meira

Hagnýting internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar - 21.2.2014

 • Jón Þór Ólafsson
Jón Þór Ólafsson þingmaður pírata leiðir starfshóp á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um það hvernig við best nýtum þau tækifæri sem internetið gefur okkur til efnahagslegra og samfélagslegra framfara. 
Lesa meira

Kaka ársins 2014 frumsmökkuð á skrifstofu Ragnheiðar Elínar  - 21.2.2014

 • Ragnheiður Elín og Íris Björk Óskarsdóttir

Það var mikil gleði á skrifstofu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur  iðnaðar- og viðskiptaráðherra þegar Íris Björk Óskarsdóttir hjá Sveinsbakaríi kom færandi hendi með Köku ársins 2014. Og að sjálfsögðu var öllum konum í ráðuneytinu boðið í kökuveislu í tilefni af konudeginum næstkomandi sunnudag. 

Lesa meira

Iðnaðarráðherra heimsækir fyrirtæki á Grundartanga og spennusetur nýtt launaflsvirki Landsnets - 19.2.2014

 • Heimsókn í Járnblendiverksmiðju ELKEM

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra brá sér þingmannaleið í gær og kynnti sér umsvifamikinn rekstur Norðuráls, Járnblendiverksmiðju Elkem og Stálendurvinnslu GMR. Heimsókninni lauk síðan á því að hún spennusetti nýtt launaflsvirki Landsnets en það bætir verulega rekstur raforkuflutningskerfis Landsnets, eykur afhendingaröryggi og gerir fyrirtækinu kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæðið.

Lesa meira

Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa hækkar - 17.2.2014

Heildarhlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi jókst úr 75,7% í 76% á milli áranna 2011 og 2012. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýútkominni framvinduskýrslu sem gefin er út í tengslum við landsgerðaráætlun fyrir ísland um endurnýjanlega orkugjafa.  Lesa meira

Athugasemdir ESA í góðu samræmi við frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra og tillögur Fjárfestingarvaktarinnar - 13.2.2014

 • ESA

Vinna við endurskoðun á lögum nr. 34/1991 um erlenda fjárfestingu er á góðu skriði og er markmiðið að úrbæturnar auki samkeppnishæfni Íslands þegar kemur að beinni erlendri fjárfestingu. Er þessi vinna í góðu samræmi við athugasemdir ESA - eftirlitsstofnunar EFTA.

Lesa meira

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur að sér utanumhald á endurgreiðslukerfi kvikmynda - 3.2.2014

 • Ragnheiður Elín og Laufey Guðjónsdóttir

Einföldun á umsóknarferli og stjórnsýslu til hagsbóta fyrir kvikmyndaiðnaðinn ásamt betri nýtingu opinbers fjár eru markmið samnings sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar undirrituðu í dag.

Lesa meira

Hönnunarstefna 2014–2018  /  Hönnun sem drifkraftur til framtíðar - 30.1.2014

 • Hönnun lúðrast út

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti í dag Hönnunarstefnu stjórnvalda fyrir árin 2014-2018. Starfshópur hefur unnið að hönnunarstefnunni síðan í ársbyrjun 2011 í breiðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og hönnunarsamfélags. Við sama tækifæri undirrituðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra samkomulag um að rekstur hönnunarsjóðs færist undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Lesa meira

Tveggja milljarða króna erlend fjárfesting í örþörungaverksmiðju mun skapa 30 ný störf á Suðurnesjum  - 28.1.2014

 • Ragnheiður Elín og Skarphéðinn Orri 2

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins Algalíf Iceland ehf. skrifuðu í dag undir fjárfestingasamning vegna örþörungaverksmiðju á Ásbrú á Reykjanesi.

Lesa meira

Lög um kynjakvóta rædd á kraftmiklum fundi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu  - 22.1.2014

 • Ráðherra og frummælendur

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðaði til fundarins í þeim tilgangi að fá fram sjónarmið stjórnenda í atvinnulífinu á því hvernig lögin um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja væru að virka en þau tóku gildi síðastliðið haust. Fundurinn var vel sóttur fulltrúum úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Fram kom á fundinum að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkar eftir því sem að þau eru stærri.

Lesa meira

Þriðja sérleyfið til olíuleitar á Drekasvæðinu - 22.1.2014

 • Undirritun sérleyfis til olíuleitar

Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson hefur í dag, að viðstöddum þeim Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Marit Lillealtern, fulltrúa sendiráðs Noregs og Ma Jisheng, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína, gefið út þriðja sérleyfið fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu

Lesa meira

Dreifingarkostnaður raforku í þéttbýli og dreifbýli skal jafnaður - samkvæmt lagafrumvarpi iðnaðarráðherra - 14.1.2014

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi til laga sem hefur það að markmiði að jafnaður verði kostnaður við dreifingu raforku í þéttbýli og dreifbýli.

Lesa meira

Búðarhálslína og nýtt tengivirki Landsnets formlega tekin í notkun - 10.1.2014

Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra orkumála spennusetti virkið í dag - og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets. Við það tækifæri lagði hún áherslu á  mikilvægi afhendingaröryggi raforku sem væri ein af grunnstoðunum í orkumálum Íslands sem og atvinnuuppbyggingu.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum - 10.1.2014

 • Raforkuframkvæmdir á Vestfjörðum

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra orkumála skýrslu samstarfshóps um raforkumálefni á Vestfjörðum. Í skýrslunni er gefið yfirlit um þær aðgerðir sem unnið er að og jafnframt lagðar fram tillögur um frekari styrkingu raforkukerfisins á Vestfjörðum.

Lesa meira

Löggiltum endurskoðendum fjölgar um átta! - 9.1.2014

 • Nýbakaðir löggiltir endurskoðendur

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fékk í dag það ánægjulega hlutverk að afhenda átta nýbökuðum löggiltum endurskoðendum prófskírteini sín við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.

Lesa meira

Ár tækifæranna - 7.1.2014

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir í viðtali á Stöð 2

"Árið 2013 hefur sannarlega verið viðburðaríkt fyrir okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna og verkefnalistinn fyrir komandi ár er langur og fjölbreyttur. Á þeim mánuðum sem liðnir eru frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur fjölmörgum verkefnum verið hleypt af stokkunum og undirbúningur hafinn að breytingum á ýmsum sviðum."
Með þessum orðum hefst áramótagrein Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 3. janúar.

Lesa meira

Íslandsstofa heldur uppi merki „Film in Iceland“ verkefnisins - 7.1.2014

 • Ragnheiður Elín og Jón Ásbergsson

Í gær undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu samning um að Íslandsstofa myndi áfram annast umsjón verkefnisins Film in Iceland í samræmi við lög um endurgreiðslu til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar frá árinu 2001. Samningurinn gildir til  þriggja ára eða út gildistíma laganna.

Lesa meira

Rannsóknasetur verslunarinnar er nú sjálfseignarstofnun - 6.1.2014

 • Rannsóknasetur verslunarinnar

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú verið gert að sérstakri sjálfseignarstofnun. Með því hefur grunnur að starfseminni verið styrktur til muna og stofnendur horfa til þess að rannsóknir í þágu verslunar- og þjónustugreina verði efldar enn frekar.

Lesa meira