Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál

Óskað eftir umsögnum um tillögu að flokkun virkjunarkosta - 20.12.2013

 • Rammaaaetlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu +a vatnsafl og jarðhitasvæði

Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða útbúið tillögu að flokkun virkjunarkosta og óskar nú eftir umsögnum um tillöguna. Er þetta gert í samræmi við 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Tillöguna og fylgigögn má nálgast á vef áætlunarinnar, www.rammaaaetlun.is.

Lesa meira

KreaNord auglýsir styrki við skapandi greinar - 20.12.2013

 • KreaNord

KreaNord styrkurinn hefur það að markmiði að styðja við þróun menningar og skapandi atvinnugreina á Norðurlöndunum og er þetta annað árið í röð sem styrkurinn er veittur. Styrkir eru veittir til að auka samkeppnishæfni norrænna verkefna innan skapandi greina á alþjóðlegum vettvangi og veita ný viðskiptatækifæri fyrir skapandi atvinnugreinar á Norðurlöndum.

Lesa meira

Þróunarsjóður ferðamála úthlutar 33,5 milljónum króna til verkefna í ferðaþjónustu - 19.12.2013

 • Þróunarsjóður ferðamála

Nítján verkefni fengu í gær úthlutað samtals 33,5 milljónum króna úr Þróunarsjóði ferðamála. Að honum standa Landsbankinn og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Sjóðurinn var stofnaður í tengslum við verkefnið Ísland allt árið og markmiðið með starfrækslu hans er að efla starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu utan háannatíma og auka arðsemi þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og barst honum 61 umsókn að þessu sinni.

Lesa meira

Drög að tillögu verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta kynnt - 6.12.2013

Verkefnisstjórn 3ja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) hefur kynnt drög að tillögu sinni um flokkun virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár. Samkvæmt drögunum leggur verkefnisstjórnin til að Hvammsvirkjun verði flutt í orkunýtingarflokk. Að öðru leyti gerir verkefnisstjórnin ekki tillögu á þessu stigi um breytingu á þeirri röðun virkjunarkosta sem fram kemur í þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013.

Lesa meira

Byggðastofnun hlýtur jafnlaunavottun VR - 29.11.2013

 • Jafnlaunavottun Byggðastofnunar
Fimmtudaginn 28. nóvember var Byggðastofnun afhent staðfesting á því að hún hafi hlotið jafnlaunavottun VR.
Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á orkuráðstefnu í Rúmeníu  -  EFTA sjóðurinn styrkir verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku - 26.11.2013

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Í dag ávarpaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ráðstefnu í Búkarest, sem haldin er í tilefni af því að Þróunarsjóður EFTA hleypir nú af stokkunum verkefnum á sviði endurnýjanlegrar orku þar í landi, m.a. verkefnum í aukinni hitaveituvæðingu. Með ráðherra í för eru forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem hafa mikla reynslu á sviði jarðhitanýtingar.

Lesa meira

Norðmenn með í þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu - 22.11.2013

 • Drekasvæðið

Norðmenn hafa ákveðið að Petoro, olíufélag norska ríkisins, verði þátttakandi að fjórðungs hlut í þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu.

Petoro Iceland AS mun taka þátt í leyfinu ásamt kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC International Limited og Eykon Energy ehf. samkvæmt bréfi sem barst Orkustofnun kl. 15:00 í dag, 22. nóvember.

Lesa meira

Ræða ráðherra á fundi Stjórnvísis um samfélagslega ábyrgð - 20.11.2013

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hélt ræðu á morgunverðarfundi Stjórnvísis á þriðjudaginn þar sem umræðuefnið var "Stefna stjórnvalda um samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja." Hér má lesa ræðu ráðherra.

Lesa meira

Styrkir af safnliðum ráðuneyta 2014 - 15.11.2013

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 4. desember 2013.

Umsóknir um styrki á safnliðum ráðuneyta samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014. 

Lesa meira

Leikskólinn Víðivellir í heimsókn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - 14.11.2013

 • Krakkarnir á leikskólanum Víðivöllum.
 • Níels Árni Lund skifar undir bréf til barnanna.
 • Nóg að gera við að stipla.

Tekið var á móti börnunum og þeim boðið upp á hressingu

Lesa meira

Lagt til að ákvæði um sektir komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir eitt ár - 7.11.2013

Eftir að hafa fengið athugasemdir frá hluta af söluaðilum eldsneytis mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggja til að sektarákvæðum laga nr. 40/2013, um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum, verði frestað um eitt ár. Eftir sem áður munu lögin taka gildi um næstu áramót en í þeim er lögð sú skylda á söluaðila eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna frá og með árinu 2014.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti norrænar samstarfsáætlanir á þingi Norðurlandaráðs - 31.10.2013

 • Ragnheiður Elín flytur ræðu á Norðurlandaþingi

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sótti í vikunni þing Norðurlandaráðs í Osló. Þar kynnti hún norrænar samstarfsáætlanir á sviði orkumála annars vegar og atvinnulífs- og nýsköpunar hins vegar.

Lesa meira

Vegur endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum fer vaxandi - 30.10.2013

Um næstu áramót taka gildi lög nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Markmið laganna er að hrinda af stað markvissum aðgerðum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með aukinni notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Með setningu reglugerðar 870/2013 fyrr í mánuðinum er regluverkið fyrir stærsta skrefið sem stigið hefur verið í orkuskiptum í samgöngum klárt.

Lesa meira

Endurskoðun á iðnaðarlögum og löggiltum iðngreinum - 25.10.2013

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hafið vinnu við gerð frumvarps til breytinga á iðnaðarlögum, nr. 42/1978. Frumvarpið verður m.a. unnið með hliðsjón af niðurstöðum og tillögum nefndar um endurskoðun iðnaðarlaga, en nefndin skilaði skýrslu sinni til iðnaðarráðherra í febrúar 2012.

Lesa meira

Orkumálaráðherrar Íslands og Papua Nýju Gíneu funda - 24.10.2013

 • Orkumálaráðherrahandaband

Orkumálaráðherra Papua Nýju Gíneu Ben Micah er hér á landi fram á laugardag og í morgun fundaði hann með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Papua Nýja Gínea býr yfir miklum náttúruauðlindum og auk jarðhita má nefna vatnsafl, gas, ýmsa málma og auðug fiskimið. Á fundinum var undirrituð viljayfirlýsing milli Reykjavik Geothermal og PNG Power (ríkisorkufyrirtæki Papua Nýju Gíneu) vegna jarðhitaverkefna.

Lesa meira

Stefnt að því að leggja fram frumvarp um náttúrupassa í byrjun næsta árs - 22.10.2013

 • ferdamenn

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um að setja á fót samráðshóp helstu hagsmunaaðila til að útfæra nánar hugmyndir um svokallaðan náttúrupassa eða ferðakort. Gert er ráð fyrir að vinnu við útfærslu ljúki í lok árs og að frumvarp verði lagt fram á Alþingi í byrjun næsta árs.

Lesa meira

34 sérfræðingar frá 15 löndum útskrifaðir úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna - 14.10.2013

 • Útskrift úr Jarðhitaskóla SÞ

Ragnheiður Elín Árnadóttir flutti ræðu við útskriftina þar sem að hún óskaði útskriftarnemunum velfarnaðar í því starfi sínu að beisla endurvinnanlega orku úr jarðhitaauðlindum landa sinna - þjóðfélögum þeirra til hagsbóta.

Lesa meira

Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skulu betrumbætt - 11.10.2013

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Á þeim tæpu sjö árum síðan lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald komu til framkvæmda hafa komið í ljós ýmsir vankantar á lögunum. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra áform sín um heildstæða endurskoðun á lögunum sem miðar m.a. að því að gera rekstrarumhverfið hagstæðara, ekki síst fyrir smærri aðila, um leið og eftirlit með leyfislausri starfsemi er gert virkara.

Lesa meira

Starfshópur um endurskoðun laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri - 11.10.2013

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun fyrirhugaða endurskoðun á lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Verður starfshópur með fulltrúum fjögurra ráðuneyta skipaður til verksins og mun hann kalla eftir sjónarmiðum frá hagsmunaaðilum.

Lesa meira

Fjárfestingarsamningur undirritaður um byggingu og rekstur kísilvers á Bakka við Húsavík - 2.10.2013

 • PCC logo

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamning við þýska félagið PCC vegna byggingar og reksturs kísilvers á Bakka við Húsavík. Undirritun samningsins er stór þáttur í undirbúningi verkefnisins en með honum eru þeir þættir sem snúa að ríkisvaldinu gagnvart verkefninu frágengnir.

Lesa meira

Ráðstefna um samkeppnismál í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að samkeppnislög voru sett  - 27.9.2013

 • Samkeppniseftirlit - logo

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Angel Gurría framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru á meðal ræðumanna á ráðstefnunni „The Future Ain´t What it Used to Be“ – 20 years of Competition Law and the Challenges Ahead, sem haldin er í dag á Radisson Hótel Sögu.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóðnum Ísland allt árið - 12.9.2013

 • ferdamenn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Landsbankinn auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði  ferðamála í tengslum við markaðsátakið Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í greininni. Til úthlutunar að þessu sinni eru samtals 35 milljónir króna.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á ráðstefnu um samkeppnismál - 9.9.2013

 • Angel Gurria

Þann 27. september nk. munu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála halda alþjóðlega ráðstefnu undir yfirskriftinni „The Future Ain´t What it Used to Be“ – 20 years of Competition Law and the Challenges Ahead.

Lesa meira

Opinn fundur um áherslur í markaðsstarfi Íslands - 4.9.2013

 • Inspired by Iceland

Miðvikudaginn 11. september kl. 15-16:30 verður opinn fundur í Hörpu þar sem kynntar verða áherslur í markaðsstarfi Íslands

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitir sér gegn kennitöluflakki í atvinnurekstri - 4.9.2013

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að unnið verði að því að jafna samkeppnisstöðu með því að vinna gegn kennitöluflakki. Á fundi ríkisstjórnarinnar var ákveðið að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi forgöngu að því að setja á fót samstarfsvettvang þriggja ráðuneyta sem hefur það hlutverk að leggja til leiðir til að sporna við kennitöluflakki. Jafnframt verður þess gætt að hagsmunaaðilar muni koma að vinnunni. Lesa meira

Haustak og senegalflúrueldi á Suðurnesjum  - 29.8.2013

 • Haustak

Jarðgufuvirkjunum fylgja mörg tækifæri eins og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sannreyndi á ferð sinni um Suðurnesin í gær þegar hún heimsótti Reykjanesvirkjun og næstu nágranna þeirra í Haustaki og Stolt Sea Farm.

Lesa meira

Ný stjórn Samkeppniseftirlitsins - 27.8.2013

 • Samkeppniseftirlit - logo

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Samkeppniseftirlitsins til næstu fjögurra ára.

Lesa meira

Auglýsing um próf til viðurkenningar bókara - 16.8.2013

Skráning er hafin í próf til viðurkenningar bókara 2013.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skoðaði virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæði - 8.8.2013

 • Urriðafoss

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ásamt fylgdarliði úr ráðuneytinu heimsótti Landsvirkjun 7. ágúst síðastliðinn þar sem Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og sérfræðingar kynntu fyrir ráðherra virkjunarkosti og aflstöðvar á Þjórsár- og Tungnaársvæði.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hitti umhverfisráðherra Japans - 30.7.2013

 • Nobuteru Ishihara og Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók á móti Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans ásamt sendinefnd í Bláa lóninu föstudagnn 26. júlí þar sem ráðherrarnir áttu spjall um orkunýtingu Íslendinga á sviði jarðvarma og þá möguleika sem af þeirri nýtingu skapast.

Lesa meira

Fimmtán styrkir til að rannsaka og kynna innlenda orkugjafa og hagkvæma orkunotkun    - 9.7.2013

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2013.

Lesa meira

Frumvarp til nýrra heildarlaga um sölu fasteigna og skipa - 5.7.2013

Fyrirhugað er leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um sölu fasteigna og skipa. Hagsmunaðilum og öðrum sem láta sig málið varða er nú gefið tækifæri til að skila inn athugasemdum við frumvarpið. Óskað er eftir að athugasemdir berist eigi síðar en 5. september 2013

Lesa meira

Fjárfestingarvaktin, starfshópur um stefnu stjórnvalda varðandi erlenda fjárfestingu skilar tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra - 28.6.2013

 • Þórður Hilmarsson, Geir A Gunnlaugsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir

Fjárfestingarvaktin, starfshópur sem skipaður var af iðnaðarráðherra í febrúar 2012 skilaði í dag tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur á samkeppnishæfni Íslands varðandi beina erlenda fjárfestingu og eflingu markaðs- og kynningarstarfs.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræddi stöðu olíumála á málþingi í Bifröst - 28.6.2013

 • Ragnheiður Elín í góðum hópi ræðumanna

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti í gær opnunarávarp á málþingi um áhrif olíu- og gasleitar á íslenska landgrunninu í Háskólanum á Bifröst.

Lesa meira

Ráðgjafarhópur um lagningu sæstrengs til Evrópu skilar tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra - 26.6.2013

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir í viðtali á Stöð 2

Ráðgjafarhópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu sæstrengs til Evrópu skilaði í dag tillögum sínum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra vísiterar stofnanir ráðuneytisins - 11.6.2013

 • Hönnunarmiðstöð

Á síðustu þremur vikum hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundað með forsvarsmönnum og starfsfólki allra stofnana sem undir ráðuneyti hennar heyra.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra beitir sér fyrir aðgerðum til að einfalda regluverk - 7.6.2013

 • Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir. iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi atvinnulífs, m.a. með því að einfalda regluverk. Markmiðið er að draga úr óþarflega íþyngjandi kröfum á almenning og atvinnurekstur og auka skilvirkni í starfsemi ríkisins. Slíkar aðgerðir eru til þess fallnar að skila aukinni framleiðni bæði í einkageiranum og opinberri starfsemi.

Lesa meira

Ný reglugerð um rafræna reikninga, rafrænt bókhald o.fl. - 4.6.2013

Þann 1. júní tók gildi ný reglugerð nr. 505/2013, um rafræna reikninga, rafrænt bókhald, skeytamiðlun, skeytaþjónustu, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna reikninga- og bókhaldskerfa. Eitt af meginmarkmiðunum með setningu nýju reglugerðarinnar er að tryggja jafna stöðu reikninga á pappír og á rafrænu formi.

Lesa meira

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013 - 4.6.2013

 • Orkusetur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis. Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki.

Lesa meira

Ingvar Pétur Guðbjörnsson ráðinn aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra - 3.6.2013

 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Ingvar Pétur Guðbjörnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann hóf störf í ráðuneytinu í dag.

Lesa meira

Frá næstu mánaðamótum er það Fyrirtækjaskrá sem veitir undanþágu frá innköllunarskyldu vegna lækkunar á hlutafé en ekki ráðherra - 27.5.2013

Með reglugerð nr. 485/2013 framseldi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra vald sitt til að veita undanþágu frá innköllunarskyldu skv. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 2. mgr. 36. gr.laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Með breytingunni er leitast við að bæta þjónustu við atvinnulífið en í henni felst mikið hagræði fyrir þá aðila sem eftir slíkri undanþágu leita.

Lesa meira

Ráðherraskipti í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu - 24.5.2013

 • Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir -

Í dag tóku þau Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við lyklavöldum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni.

Lesa meira