Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál

Stóraukinn stuðningur við aukið öryggi ferðamanna undir merkjum Safetravel - 16.3.2017

  • Safe Travel Þórdís og Smári

Ráðherra ferðamála og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifuðu í dag undir samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem felur í sér stóraukinn stuðning við verkefnið Safetravel.

Lesa meira

610 milljóna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og öryggisverkefni í Reynisfjöru - 15.3.2017

  • Framkvæmdasjóður úthlutun 2017

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.

Lesa meira

Skýrsla um þróun kostnaðar heimila við raforkuöflun - 14.3.2017

  • Raforka

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur látið vinna skýrslu um þróun kostnaðar heimila við raforkuöflun, frá gildistöku raforkulaga 2005 til 2017. Sérstaklega er þar horft til heimila sem búa við rafhitun. Í skýrslunni er skoðuð þróun tekna og kostnaðar notenda fyrir kerfið í heild sinni (samkeppnis- og sérleyfisþátt) og sýndar samanburðartölur fyrir öll átta gjaldskrársvæði landsins; ásamt sköttum, verðjöfnun og niðurgreiðslum. 

Lesa meira

Til umsagnar: Breyting á heiti Einkaleyfastofunnar - 14.3.2017

  • Einkaleyfastofan

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytingar á nafni Einkaleyfastofu.Með frumvarpinu er lagt til að heiti Einkaleyfastofu verði breytt í „Hugverkastofa“. Frestur til að skila umsögnum er til 23. mars.

Lesa meira