Fréttir um iðnaðar, viðskipta- og ferðamál

Unnur Valborg Hilmarsdóttir er nýr formaður ferðamálaráðs - 24.4.2017

  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur skipað Unni Valborgu Hilmarsdóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varaformann ráðsins.

Lesa meira

Styrkir á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar - umsóknarfrestur til 1. maí - 12.4.2017

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Lesa meira

Útgjöld ferðamanna 3,5 sinnum hærri á Húsavík en á Siglufirði - 3.4.2017

  • Ferðavenjukönnun

Ferðaþjónustutengd velta í Mývatnssveit árið 2015 nam rúmlega þremur milljörðum og 73% erlendra ferðamanna sem heimsóttu Höfn í Hornafirði gistu á svæðinu og meðalútgjöld ferðamanna á Húsavík nam rúmlega 13.300 krónum á sólarhring. Þetta er á meðal niðurstaðna sem fram koma í nýútgefnum skýrslum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF).    

Lesa meira

Skaginn hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 - 30.3.2017

  • Nýsköpunarverðlaun 2017

Fyrirtækið Skaginn hf. hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Lesa meira